Nokkrir hlutir sem ég virkilega hata: 1. Íslendingar að kommenta á youtube myndbönd. „OMGOD IM FROM ICELAND IVE BEEN THERE OMGOMGOMGOMG“
2. Íslendingar að reyna að tjá sig á ensku á netinu.
3. Að fá ritstíflu.
4. Óvissu.
5. Helvítis nágrannana, henda hundunum út klukkan 8 á morgnana alla daga vikunnar svo þeir geti gelt fram á kvöld.
6. Fólk sem þarf að deila tónlist sinni með öllum í strætó.
7. Fólk sem þarf tala í síma í strætó og hálföskra til þess eins að fólk heyri að þau eiga vini.
8. Pólverjarnir sem keyra leið 4. Hættið að hata mig, ég hef aldrei sagt neitt við ykkur, aldrei :(
9. Kellingar sem eru nýbúnar að prumpa út krakka og halda að það sé sjálfsagt að þau hafi bara óskiptan forgang í öllu.
10. Fólk sem verður brjálað ef maður segir brandara sem tengist viðkvæmu málefni.
11. Boy bands. Shiiii.
12. Stelpur að segjast vera feitar og vonast eftir „omg nei þú ert ekki feit“ svörum. Sérstaklega ef þær eru það í alvörunni.
13. Black Eyed Peas.
14. Fólk sem fer að rífast við mig ef ég segi eitthvað umdeilt án tilits til þess að ég er kannski með sömu skoðun og þau.
15. Fokking vespur. Eru mikilvæg tól náttúrunnar og stuðla að frjósemi. HVERJUM ER EKKI SAMA ÞAU GETA STUNGIÐ MANN DREPUM ÞÆR.
16. Pabba þegar hann fer að segja frá einhverju sem hefur gerst fyrir hann. Sagan verður alltaf öðruvísi í hvert skipti sem maður heyrir hana. Stuð.
17. Dönskukennarann minn. Hún hatar mig útaf einhverjum ástæðum :(
18. Allir sem heita Sindri. Það er eins og það sé lögmál að allir Sindrar verða að vera ógeðslegir douchefags. (Nema þú sinsin)
19. Þegar illa lyktandi fólk sest nálægt mér í strætó.
20. Þegar ókunnugt fólk sest við hliðina á mér þegar hálfur strætóinn er tómur.
21. Þegar fólk ákveður hvað manni finnst um sig og það er ekki hægt að leiðrétta það, manneskjan babblar bara.
22. Fólk sem kann ekki að bera nafnið mitt fram rétt, það er ekki flókið.
23. Yfirvaraskegg.
24. Þegar fólk hatar mann áður en það kynnist manni.
25. Mennigarfags. Að vera með hina og þessa rithöfunda og listarspírur á facebook er ekki að fara að gera þið að neinni lykilmanneskju þinnar kynslóðar.
26. Þegar fólk heldur að fólki í öðrum löndum sé ekki skítsama um Ísland.
27. Fólk sem heldur að Ísland þurfi her > nr. 26
28. Þegar maður er að labba út til að fara í strætó og hann var einmitt að fara og næsti kemur eftir klukkutíma. Alveg frábært.
29. Feitt fólk.
30. Biðin frá því þegar maður er að kveikja á tölvunni þangað til að maður getur byrjað að gera eitthvað í henni.
31. Slefandi, vælandi, öskrandi fyrirbærin smábörn.
32. Þegar kennarinn kemst ekki yfir efnið með bekknum en gerir samt próf úr því.
33. Þegar fólk segir „ha?“ oftar en þrisvar. EFTIR ÞRIÐJA SKIPTIÐ KINKAR MAÐUR BARA KOLLI OG HELDUR KJAFTI.
34. Þegar fólk kastar rusli út um bílinn. Hentu þessu bara á bensínstöð belja.
35. Þegar klukkan er orðin 23 og þú fattar að þú átt að skila vinnumöppu og tveim kjörbókarskýrslum næsta dag og þú ert ekki byrjaður.
36. Þegar stelpur (oft strákar líka) taka einn sopa af einhverju áfengu og þykjast vera full(ir).
37. Þegar einn liturinn í prentaranum er búinn og fallega ritgerðin manns verður sæblá.
38. Þegar maður ætlar að leggja sig eftir skóla í klukkutíma og vaknar um miðnætti.
39. Fólk sem kallar metal tónlist. lol.
40. Fólk sem segir te vont.
41. Fólk sem skemmir te með mjólk :(
42. Helvítis frakka sem neita að tala ensku.
43. Gátur.
44. Þegar maður fer í klippingu, segir hvernig maður vill hafa það og kallinn/kellingin segir „jájá, skil hvað þú átt við“ og þú labbar út hálf sköllóttur.
45. Það að ég þarf að alltaf að fresta öllu þangað til á síðustu stundu.
46. Enskuslettur sem passa einfaldlega ekki í setninguna/samtalið.
47. Tapa í einhverju sem maður er virkilega góður í.
48. Þegar kennarar koma að aftan að manni til að hjálpa og anda í eyrun á manni.
49. Krókarnir sem tannlæknar nota ef þeir sjá eitthvað á milli tannana.
50. Týna loki á penna.
51. Þegar fólk leiðréttir mann þegar maður er augljóslega að ýkja. HALRU BARA KJAFTI HEIMSKA TUSSA :)
52. Contemplative hér á huga. Gaurinn þarf virkilega að fara í hraðlestrarskólann eða eitthvað til að æfa sig í lesskilningi.
53. Þegar netið er hægt. Ljósleiðari minn rass.
54. Þegar Vottar Jehóva banka uppá og taka ekki nei sem svari.
55. Þegar maður verður að labba fyrir aftan vini sína því gangstéttin/gangurinn er of þröng(ur).
56. Þegar blekið er búið í pennanum manns.
57. Þegar fólk sem maður hatar gerir statusa á facebook sem gefa í skyn að það ætli að drepa sig og það verður ekkert úr því :(
58. Snjóinn. Hann er fínn svosem en ekki slabbið og hálkan sem fylgir.
59. Þegar maður er stoppaður í búð og skoðað í töskuna og vasana hjá manni bara því maður er unglingur.
60. Fólk sem er með lesblindu og kennir því um þegar það getur ekki gert sig skiljanleg.
61. Þegar ég lofa sjálfum mér um eitthvað og svík það.
62. Þegar fólk hoppar frá fyrstu persónu yfir í aðra/þriðju persónu eins og ég er búinn að gera með þennan lista. (nenniggi að laga það)
63. Þegar krakkar fara að væla í kennaranum af hverju það er heimanám.
64. Þurfa að læra dönsku.
65. Þegar fólk segist ætla að vera duglegt í ræktinni, kaupa sér íþróttaföt svo það geti farið út að skokka og þannig og það verður ekkert úr því.
66. Þegar maður er að kaupa sér einn hlut í búð og það er einn kassi opinn og mannekskjan sem er á undan er með fulla körfu og getur ekki hleypt manni.
67. Þegar fólk geispar og heldur ekki fyrir munninn þannig maður getur séð allar fyllingar sem þau hafa fengið seinasta áratuginn.
68. Þegar maður hittir einhvern í fyrsta skiptið og það er ofurvandræðanlegt.
69. „Vinir“ sem svíkja mann.
70. Þegar fólk fer að grenja í veruleikaþáttum.
71. Þegar manneskjan á Subway getur ekki raðað ostinum rétt.
72. Reykingarlykt.
73. Þegar eitthvað gerist á Íslandi og það eru aukafrétta tímar 24/7 og og mbl.is og vísir eru að drukkna í fréttum af þessum atburði.
74. Gamalt fólk sem er með þennan frábæra svip biturðar því þau vita að þau eru að deyja bráðum.
75. Þegar fólk vitnar í Gullnu regluna.
76. Þegar maður gerir sjúklega langan texta og það er einhver ein lítil villa sem þú tekur ekki eftir fyrr en eftir að þú birtir textann.
77. Fólk sem fer í skær föt eða klæðir sig á einhvern sérstakan hátt aðeins fyrir athyglina.
78. Þegar hljómsveit gerir bara eitt gott lag og reynir að troða sér allsstaðar.
79. ÞEGAR FÓLK KEYRIR YFIR BREIÐU HVÍTU LÍNUNA SEM SEGIR HVAR MAÐUR Á AÐ STOPPA ÞEGAR ÞAÐ STOPPAR Á RAUÐU LJÓSI. BLAAAAAAAAARG.
80. Þegar krakki er að kafna úr frekju og foreldrið þorir ekkert að skamma krakkann eða gera neitt.
81. Þegar yngri krakkar eru með stæla við eldri krakka þegar maður er bara að labba framhjá þeim.
82. Þegar kristið fólk þarf að blanda guði í allt.
83. Þegar fólk dissar skipulagið manns.
84. Þegar fólk spyr mann að augljósum spurningum.
85. Fólk sem segir „JÁ SÆLL“.
86. Þegar fólk á huga heldur að það sé merkilegt ef það finnur út hver ég er. ÞAÐ STENDUR ALLSSTAÐAR.
87. Þegar maður fer í stærðfræðitíma og maður skildi ekki einn einasta hlut :(
88. Þegar maður kastar tíkalli og svo stuttu seinna fer maður að kaupa sér eitthvað og það vantar einmitt tíkall uppá.
89. Hawaii- og svona strandskyrtur. Foj.
90. Heimska krakka sem segjast hafa verið elt af barnaperra því einhver maður fór út á sömu stoppistöð og þeir.
91. Simmi og Jói. Er ekki búið að nauðga landsmönnum nóg með þeim?
92. Litlir krakkar að fá kast í Hagkaup því þau fá ekki sleikjó.
93. Lávaxnir gaurar með minnimáttarkennd.
94. Þegar fólk setur út á aðra þegar það er einmitt þannig sjálft.
95. Fólk sem misnotar vald sitt. Við gerum það samt öll.
96. Það að Twilight er búið að skemmileggja hvað vampírur voru badass.
97. Það að fólk fattar ekki hvað ég er mikið yndi.
98. Fólk sem kann ekki að nota enter takkann.
99. Tímaþjófar eins og b2.is, hugi og facebook :(
100. Koma ólærður í próf.
101. Fólk sem á eftir að halda að ég sé biturt helvíti eftir að hafa lesið þetta allt.