Samkynhneigð... Svo virðist sem greinar um samkynhneigð fá alltaf mikla athygli þannig að ég ákvað að skrifa eina.

Ég hef aldrei heyrt nein góð rök fyrir því af hverju samkynhneigð er slæm. Margir nota trúna sem afsökun fyrir hommahatri og aðrir segja að það sé einfaldlega ónáttúrulegt (http://youtube.com/watch?v=sTXabN1pnZY). Helsta ástæðan fyrir fordómum gegn samkynhneigðum er samt sú að fólk hræðist það sem er öðruvísi. Þetta er samt allt að breytast.
Ég segi hommahatur hérna að ofan af því að það er svo augljóslega algengara en fordómar gegn lesbíum. Það er líka alveg skiljanlegt þar sem gagnkynhneigðar stelpur hafa í raun meira frelsi en gagnkynh. strákar, t.d. ef skoðaðar eru snertingar; konur faðmast aðrar konur, en karla taka bara í hendina á öðrum körlum.

Mikil barátta hefur verið milli samkynhneigðra og ofsatrúarmanna, lítið samt á Íslandi í samanburði við annars staðar. Hérna er allavega linkur að myndbandi, sem er reyndar svolítið langt, en ef þið hafið tíma til að drepa…
http://youtube.com/watch?v=6G_hql8uUt8

Ef þið nennið ekki að horfa á þetta skoðið allavega mótmælin sem sýnd eru í kringum 10. mínútu.
Og ef þið nennið því ekki einu sinni skal ég bara segja ykkur hvað það var sem truflaði mig mest. Þarna sést lítil stelpa, kannski 10-12 ára með skilti;
Thank God for sept. 11
Í alvöru talað, hlutir sem eru sagðir, og gerðir, í nafni trúar eru skelfilegir. Miklu stærra vandamál heldur samkynhneigð, er það ekki (sem ég btw tel ekki vera vandamál)?

Eitt sem mig langar að vita er; finnst ykkur að það eigi að fræða börn um samkynhneigð?
Ég held að margir hugsi strax nei, það er bara óviðeigandi. Þetta er af því að fólk tengir oft samkynhneigð strax við kynlíf, sem er náttúrulega bara rangt. Fáir gera sér grein fyrir því að það eru tilfinningar í spilinu líka.
Ég skora allavega á foreldra (sem ekki eru á móti samkynhneigðum, þið hin megið eiga ykkur) að ræða við börnin ykkar um þetta. Hver veit nema þau verði samkynhneigð? Og þá verður allt miklu auðveldara fyrir þau ef þau hafa jákvæða, eða allavega ekki neikvæða, ímynd af samkynhneigðum.

Og líka, margir segjast ekkert hafa á móti samkynhneigðum en nota samt orð eins og hommi, faggi, lessa, trukkalessa o.s.frv. í neikvæðum tilgangi. Bara svona smá umhugsunarefni: þið vitið ekki hvort þetta særir einhvern í kringum ykkur.