Byrjaði þetta sem svar við öðrum kork enn þar sem svarð reyndist stærra enn í fyrsta bragði var ætlað ákvað ég að setja þetta hér.

Trúarmál hafa verið mikið deiluefni í gegnum tíman, orsakað stríð, suma af stærstu skandöllum heimsins og eyðilagt líf margra. Fólk sem liggur undir í lífinu á mjög auðvelt með að hoppa inn í trú í von um eitthvað meira í líf sitt, jafnvel þótt það sé einungis sjálfsblekking. Er það siðferðislega rétt að fara í trúarútbreiðslu leiðangra til ótrúaðra og fólk sem trúir á annað enn þú og fordæma það fólk sem trúir ekki því sama og þú ?

Að mínu mati trúa fáir í Evrópu í raun á guð… Margir “ kristnir ” trúa bara á þennan sunnudagsskóla guð sem er svo góður og ekkert annað enn kærleikur. Síðan er annar hópur sem trúir á þetta því fjölskyldur þeirra troða því inn í hausin á þeim.

Guð kristinnar trúar er allt annað enn eintómur kærleikur og velboðari, hann er guð hefndar, dóma, og hreinlega guð fjöldamorða. Ekki veit ég afhverju fólk hoppar á slíkt fyrirbrigði, svona illt fyrirbrigði, svona rotið fyrirbrigði…

Kristir menn eru allt annað enn yfir okkur hin hafin, Kristnir eru dómharðir, og þeir halda meira að segja að allir sem trúa ekki á guð fari til helvítis og brenni þar að eilífu… Hver vill eiginlega trúa á einhvern slíkan óþverra ? Kirkjan er uppfull af spillingu, fyrr á tímum seldi kaþólska kirkjan syndaaflausn og hafði þar með stórfé af fjölskyldum þar sem fjölskyldufaðirinn gaf allt frá sér rétt fyrir dauða sinn til að afmá syndir sínar og skyldi þá við fjölskyldu sína alslausa. Einnig má nefna barnanýðings hátt presta víða um heim og tilraunir kirkjunar til að fela þær syndir sem áttu sér stað þar.

Það er nú auðvelt ef þú rannsakar trúarbrögð heimsins og annað á því svæði að þetta eru einungis dæmisögur sem sumir hafa tekið of bókstafslega. Bókstafstrú er mjög hættulegt fyrirbæri og hefur valdið fleirri styrjöldum enn nokkuð annað í heiminum.

Við manneskjur erum eftir allt saman bara dýr sem þróuðust upp í að vera vitsmunaverur, enn vissum það ekki, þannig að við reyndum að svara spurningunum sem vöknuðu í kringum okkur um tilgang og virkni heimsins með því eina sem við gátum komist að á þessum tíma, að einhver annar hafi búið þetta til, á þessum tíma hafði mannkynið einfaldlega ekki þær upplýsingar sem við höfum núna. Þar af leiðandi finnst mér trúarbrögð vera mjög gamaldags, nær allt sem var útskýrt með tilvist kallsins með hvíta skeggið í skýjunum hefur verið útskýrt á vísindalegan hátt, og með sönnunargögnum…

Ég er hins vegar ekkert á móti því að fólk trúi á kallin með hvíta skýið í himninum, enn það er því miður aðeins sjálfsblekking.

Ættin mín er mjög trúuð í einn legginn og mér finnst það synd að fólk skuli láta stjórnast af 2000 ára gömlum dæmisögum sem eiga sér ekki stað í nútíma alheimsþjóðfélagi. Það má segja að sumt frændfólk vilji “ kristna ” mig eða að ég “ frelsist ”, og eitt sinn varð frændi minn ekki par sáttur þegar ég sagði honum að mér findist það að frelsast ekki mjög mikil frelsun í sjálfu sér, að loka augunum fyrir staðreyndum heimsins og gleyma sér í óraunveruleikanum.

Ég spái því hins vegar að eftir nokkur hundruð ára þá eiga öll þessi trúarmál einfaldlega eftir að vera horfin af yfirborði jarðarinnar, ég vona bara að alheimsvæðingin nái til allra landa. Ég vona innilega að trú og stjórnmál verði fullkomlega aðskilin í öllum pörtum heimsins enn ekki aðeins á vissum svæðum.

Afturhvarf til siðavenja Grykkjana sem Rómverjar tóku upp seinna væri best að mínu mati, þar sem spekingarnir létu ekki binda fyrir augu sín af trúmálum og loka sig inn í helli, frá hinum raunverulega heimi.

Og eitt sem ég hef mikla óbeit á, er hve við Vesturlandabúar gagnrýnum Mið-Austurlönd fyrir öfgasemi og annað slíkt, að við séum kristin og því gerum við ekki slíka hluti. Það er bara alls ekki satt, þetta er sami “ guð ” sem er í hávegum hafðir í gyðingdóm, kristni og múslimdóm og þar af leiðandi er fráleitt að gagnrýna þennan eða hin hópin fyrir slíkt. Eina ástæðan fyrir að við erum ekki svona róttæk nú í dag er vegna þess að við erum með aðskilið ríki og trú, á meðan trú er vel fléttuð inn í sum múslimaríki, þar sem móðgun við guð er dauðadómur yfir þér. Takið samt eftir því að það er alveg til nóg af rugludöllum í kristninni trú, ef þið viljið heyra meira um það þá vísa ég á myndina Jesus Camp tildæmis, þar sem krakkar eru þjálfaðir upp til að vera hermenn guðs, og fyrirmyndin er hve öfgafullir múslimar eru í sínum trúarbrögðum, semsagt alveg fullkomlega óréttanlegt og fáránlegt.

Vinsamlegast, ef þú ert mjög trúuð manneskja og ert vel af þér í vísindum og sögu, vinsamlega útskýrðu þá fyrir mér hvernig þú getur enn trúað á þennan týnda guð liðina tíma.