Eflaust muna allir eftir því að RÚV sýndi Simpsons þættina og Stöð 2 keypti síðan sýningarréttinn. Allt var það hið eðlilegasta mál því auðvitað vill Stöð 2 fá vinsæla þætti á dagskrána sína. Það var því frekar leiðinlegt að Stöð 2 skyldi fara svona illa með þennan sýningarrétt. Ég man ekki betur en að sýning nýrra Simpsons þátta hafi alveg legið niðri í lengri tíma og Stöð 2 hafi aðeins verið að endursýna gamlar Simpsons seríur. Þegar nýju þættirnir fóru að birtast á skjánum settu þeir auglýsingar í miðja þættina!! Þetta finnst mér ansi skítt enda Stöð 2 áskriftasjónvarp og hefur alltaf verið talað um að auglýsingar ættu ekki heima inn í dagskrárliðum Stöðvar 2. Hjá mér kemur ekki til greina að borga ca. 4000 kall á mánuði fyrir dagskrá sem er svo stútfull af auglýsingum að þær eru að troðast inn í þáttunum. Hvað finnst fólki um þetta fyrirkomulag Stöðvar 2?