Loksins, loksins hefur stjórnarandstaðan lokið málþófi sínu um fjölmiðlalögin og verða þau samþykkt sem lög frá alþingi á mánudag.
Það er mikið fagnaðar og gleðiefni fyrir okkur sem viljum lýðræðislega og frjálsa fjölmiðla.
Það hefur verið aðdáunarvert að hlusta á stjórnarliða taka á málinu og reyna að koma því inn í hausinn á stjórnarandstöðunni um hvað málið fjalli en því miður tókst stjórnarliðum það ekki.
Því miður fyrir hönd vinstri flokksins Samfylkingarinnar hafa þingmenn þess ágæta flokks farið í marga hringi í málinu.
Fyrir ca.27 mán sagði ÖS
“ það þarf að gefa samkeppnisstofnun tæki til að leysa upp Baug ”, í dag finnst mörgum eins og hann og hans flokkur sé orðin málpípa þess fyrirtækis á alþingi.
Vg eins og vinstri flokkurinn Samfylkingin styðja samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og standa vörð um hagsmuni stórra fyrirtækja sem eru í markaðsráðandi stöðu.
Halló, þeir eru með 60% markaðshlutdeild, ef ekki er þörf á að gera neitt miðað við 60% markaðshlutdeild ætla menn að bíða þar til þeir ná 90 % markaðshlutdeild áður en eitthvað er gert.
Í dag er í gangi undirskriftarsöfnun undir nafninu “ Áskorun ”, eðlilega þá fer mitt nafn ekki á þann lista.

Málið er mjög einfalt:
Þessi lög eru sett til að tryggja frjálsa og lýðræðislega umræðu í landinu sem ég held að við öll viljum.

Ólafur Ragnar Grímsson, mín skoðun miðað við þá aðstöðu sem hann er búinn að setja sjálfan sig í þá verður hann fyrsti forseti Íslands til að skrifa ekki undir lög frá alþingi Íslendinga.

Má ég nota tækifærið hér og minna menn á að við búum í lýðræðisríki þar sem þingræði er - hann á að skrifa undir - hann getur ekki annað, hvaða bull er í gangi ?

Á 4. ára fresti eru alþingiskosningar, þá færð þú þitt tækifæri til að segja þitt álit - ef menn hafa ekki staðið sig - ja þá eru menn ekki lengur á alþingi.
Það sem er svo erfitt í þessu er að almenningur er almennt illa að sér og þarf leiðsagnar og leiðbeiningar.
Umræðan hefur verið mjög einsleit hjá ákveðnum fjölmiðlum og hvernig á almenningur að geta tekið réttar ákvarðnir miðað við svona einslita umræðu eins og ákveðnir fjölmiðlar bjóða upp á að mínu mati.
Það má spyrja sig hvort þetta fólk sem er að skrifa nafn sitt á lista “ Áskorun ” hvort það hafi í raun og veru allir skilnig á þessum lögum ?

Getum við tekið mark á t.d skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í dag um fylgi flokkanna miðað við þann einhliða fréttaflutning sem þeir hafa viðhaft ? mitt svar er alveg klárt - hvað með þig.

Það verður gríðarlega gaman að fylgjast með málinu á næstu dögum, hvað gerist ef forseti Íslands skrifar ekki undir lögin frá alþingi Íslendinga ?

Með kveðju.