Þegar BNA ákváðu að fara í stríð við Írak, kom Colin Powell utanríkisráðherra BNA á fund öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, og
benti mönnum á það að BNA væri að fara í stríð við Írak.

Herra Colin Powell (fyrrverandi Hershöfðingi úr fyrra Persaflóastríði)
kom meðal annars með nokkrar staðreyndir sem áttu að réttlæta meinta innrás inní Írak.
Þessar tvær grundvallarástæður lágu að baki þessari ákvörðun, og það sýndi utanríkisráðherrann á þessum fundi,

og þær eru :


Staðreynd 1.


Colin Powell lagði fram gögn um það að Írakar hefðu keypt ál-rör frá a.m.k. ellefu þjóðum, og sagði meðal annars
að helstu sérfræðingar tækni og vísinda-sviðs leyniþjónustunnar í BNA hefðu staðfest það, að um væri að ræða “álrör sem
væru einkum notuð sem hylki sem innihaldi úraníum (centrifuge).

Eins og Herra Powell orðaði það svo skemmtilega

”He is so determined that has made repeated covert attempts to acquire high-specification aluminum tubes from 11 different
countries, even after inspections resumed. These tubes are controlled by the Nuclear Suppliers Group precisely because they
can be used as centrifuges for enriching uranium.“


Samkvæmt bæði Greg Thielmann (Former Director of strategic, proliferation and military affairs office, sem er sú
deild innan leyniþjónustunnar, sem hefur með stríðsrekstur og taktískar aðgerðir að gera, og er þar fyrrverandi yfirmaður)

og

Houston Wood, sérfræðingur í eðlisfræði við Oak Ridge rannsóknarstofu leyniþjónustunnar,

þá segja þeir báðir að þessi álrör séu útilokuð til þess að nota undir úraníum, þar sem Bandaríska leyniþjónustan hafi
náð nokkrum slíkum í Írak fyrir nokkrum árum síðan, og hafi það hylki verið prófað ásamt öðrum, og vilja þessi tveir
sérfræðingar meina að þessi hylki séu ónothæf, sem hylki undir úraníum.Staðreynd 2.


Colin Powell sýndi gervihnattamyndir af ”ætlaðri eiturvopnastöð" sem hann útskýrði sem byrgi með einhverju magni af
sýklavopnum og sagði jafnframt að það farartæki sem sæjist fyrir utan þessa byggingu væri einhversskonar hreinsunarfarartæki,

sem hreinsaði eiturefnaleifar.

Samkvæmt frásögn Steve Allinson sem var yfirmaður yfir vopnaleit SÞ í Írak (í Írak var það Steve Allinson sem stjórnaði
aðgerðum, enn hans yfirmaður var Hans Blix, sem oftar en ekki er nefndur yfirmaður vopnaleitar SÞ í Írak.)


Steve Allinson segir það að þær gervihnattamyndir sem komið hafa frá BNA , hafi hingað til ekkki verið mjög nákvæmar
og ekki mikið eftir þeim að fara, og ekkert komið útúr þeim skoðunum sem vopnaleit SÞ hafi farið í, því þessar
gervihnattamyndir sýni ekki það rétta, og bendir á að t.d. hafi þessi bíll á mynd Colin Powells verið ruslabíll,
sem vopnaeftirlitið meðal annars skoðaði.Það sem maður sér á þessum staðhæfingum er það að, BNA hafa e.tv. farið í stríð að ástæðulausu og menn hafi
einhverja hluta vegna viljað fara í stríð útaf sínum eigin tilfinningum heldur en að reiða sig á staðhæfingar
sérfræðinga (sem e.tv. hafa á einhverju meira að byggja).


Þannig að stríðið í Írak hefur kannski verið mistök eftir allt saman. Að mínu áliti er það svo, en það er
ykkar að dæma kæru Hugarar.


Heimildir:
http://www.state.gov/secretar y/rm/2003/17300.htm
http://www.wgtn-chamber.co.nz/even ts/details.asp?event_id=91
http://www.cbsnews.com/stor ies/2003/10/14/60II/main577975.shtml

Kv. Golfur

Hægri-öfgamaður (en þó ekki fylgjandi Bush).