Nú í dag birtist á mbl.is niðurstöður úr skoðannakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði.

Þar fær Samfylkingin 37,1% en Sjálfstæðisflokkurinn 33,1%. Fylgi hinna flokkana er svipað, nema hvað frjálslyndir halda áfram að bæta í, komnir yfir Vinstri-græna með 8,9% á meðan Vinstri-grænir eru með 8,7%. Framsóknarflokkurinn er hins vegar enn að tapa fylgi með 10,3% fylgi nú.

Ég sem Sjálfstæðismaður fékk veikt fyrir hjartað þegar ég sá fyrirsögnina á mbl.is, en róaðist aðeins þegar ég las hana á enda. Hérna fylgir með brot úr fréttinni:

,,Könnunin var sem fyrr segir gerð dagana 6. til 11. apríl síðastliðinn og lauk því í gær. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra landsmanna á aldrinum 18-80 ára. Nettósvörun var 66,5%, 20% neituðu að svara og ekki náðist í 13,5% úrtaksins."

Mér finnst þetta rosalega furðulegt! Í fyrsta lagi ná þeir bara í sex af hverjum sjö, og skil ég ekki af hverju þeir eru þá með í úrtakinu.

Í öðru lagi eru heil 20% sem neituðu að svara. Hvað eiga þeir eftir að kjósa þegar þau mæta á kjörstað? Er virkilega hægt að áætla hvernig úrslit kosninganna fara þegar tæplega 800 mann svara þegar kjósendur eru um 210.000! Úrtakið er um 1/3 af prósentustigi þerra sem eru á kjörskrá.

Þessum niðurstöðum á að taka með varúð. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að niðurstöður kosninga eru allt aðrar heldur en síðustu skoðannakannanir sýna dagana fyrir kosningar.