Hver er maðurinn? · Ég er lýðræðislega kjörinn forseti þjóðar minnar þó svo að meirihluti kjósenda hafi kosið annan mann sem forseta.

· Ég vil koma á lýðræði í Írak.

· Til þess að gera það ætla ég að leggja fram ályktun í Öryggisráði SÞ þar sem kosið verður um hana á lýðræðislegan hátt.

· Þeim þjóðum sem styðja ályktun mína verður ríkulega launaður greiðinn meðan þær þjóðir sem standa gegn mér eða sitja hjá skulu fá að finna fyrir refsiaðgerðum mínum.

· Ef samfélag þjóðanna hafnar aðgerðum mínum þá mun ég, ásamt viljugum ríkjum sem verður vel launaður stuðningurinn, ráðast inn í Írak í trássi við vilja heimsins.

· Til þess að bjarga þegnum Íraks þá þarf ég að byrja á því að drepa 500.000 óbreyttra írakskra borgara, særa annað eins, svelta um 1.000.000 Íraka og gera um 2.000.000 þeirra að flóttamönnum.

· Þegar stríði til frelsunar Íraka er lokið þá set ég Bandaríkjamann yfir landið í óákveðinn tíma.

· Starf hans mun vera að undirbúa landið undir lýðræðislega stjórn.

· Sú staðreynd að þá verði búið að afhenda þeim olíufyrirtækjum, sem studdu mig hvað mest í kosningabaráttu minni, flest allar olíuauðlindir Íraka kemur raunverulegri ástæðu minni fyrir árás á Írak ekkert við.

Hver er maðurinn?