Ég byrjaði að velta því fyrir mér fyrir nokkrum vikum hver munurinn væri á stjórnmálaflokkunum. Ég kynnti mér málefni flokkanna og sá að þeir voru mjög ólíkir. Ég varð strax hrifnari af hægri heldur en vinstri vegna þess að ég sá að vinstra kerfið gæti varla gengið upp.

Ég veit að það er mikið af hlutum sem mætti betur fara á Íslandi en samt held ég að velferðarkerfi vinstri manna gæti ekki gengið upp. Mér var sagt að vinstri menn vildu hafa allt ríkisrekið og sem minnstan launamismun en þá missti ég alla trú á þeim því að þá myndi enginn leggja sig fram við að ná langt því hann væri ekki í neinni samkeppni og gæti ekki náð lengra en einhver annar. Það mætti minnka launamismun en alls alls ekki eyða honum.

Ég sá það þegar málin með Ingibjörgu Sólrúnu stóðu sem hæst að það væri ekki hægt að treysta henni né Össuri Skarphéðinssyni. Fyrst hættir Ingibjörg á þingi til þess að verða borgarstjóri vegna þess að hún heldur að það geti ekki gengið upp að vera borgarstjóri og alþingismaður, en síðan allt í einu nokkrum árum síðar ætlar hún sér bæði að verða alþingismaður og borgarstjóri. Össur sagði að hann yrði forsætisráðherra efni flokksins en núna stuttu síðar er það Ingibjörg Sólrún!!!

Ég skil ekki afhverju það má ekki gera virkjun á Kárahnjúkum þótt að landsvæði fari undir vatn. Steingrímur J. vill ekki einu sinni að fólk í sínu eigin kjördæmi fái vinnu og geti þar af leiðandi búið í kjördæminu. En það mætti máski gera aðeins minna álver því 320000 tonn er frekar mikið.

Endilega komiði með ykkar hlið á því hvort hægri eða vinstri sé betra og rökstyðjið það

Takk fyri