Jæja það er farin að koma nálykt af þessu áhugamáli, Er ekki tími til kominn að brydda aðeins uppá þetta?

Fyrst langar mig til að koma af stað umræðu um D&D 4th edition. Nú höfum við félagarnir tekið nokkur góð session og flestir í grúppunni búnir að hækka um level, og eru skiptar skoðanir en fyrir stóran part finnst mönnum þetta mjög fínt. Persónulega sem DM er þetta ferskur blær og þungu fargi af manni létt við að smíða encounter. Þeir sem hafa prufað það vita hvað ég meina. Ferskt og skemmtilegt xp innkaupakerfi hefur tekið við af óþjálu og gölluðu kerfi Challenge Rating. En endilega komið með ykkar álit, góð eða slæm á kerfinu og reynum að glæða hérna smá lífi í þetta.

Einnig hafði mér dottið í hug að reyna að lífga upp á Arena battles, þar sem ég missti af lestinni þar, jafnvel hafa hóa saman í “mót” og hafa grúppu vs. grúppu fight.
Gildir mig þá einu hvort 3.5 eða 4th edition verði notað, en eflaust er 3.5 vinsælla meðal osta-unnenda hér á slóðum
The Game - You just lost it