Ég heiti Atli og er (eða var) í níunda bekk í langholtsskóla skólaárið 2006-2007. Einn af kennurunum sem kenndi mér þetta skólaár var hann Þorsteinn (Tmar) sem er stjórnandi á þessu áhugamáli. Eftir þetta skólaár hætti Þorsteinn í Langholtsskóla og fór í staðin að vinna hjá orkuveitunni (að ég held). Þetta var eftirlætiskennarinn minn og ég viðurkenni allveg eins og er að við félagarnir litum mikið upp til hans.
Þess vegna langaði mig að skrifa grein um það hvernig hann kenndi okkur spunaspil og hvað við lærðum af því (sem reyndar átti að vera heimaverkefni sem ég skilaði svo aldrei :S)

Eins og í sumum skólum er 9. og 10. Bekk leyft að velja nokkur fög sem valfög. Til dæmis stuttmyndagerð, leiklist, smíði, heimilisfræði og fleira.

Þorsteinn er nú svo sniðugur gaur að hann ákvað að stjórna spunaspili sem einu af valfögunum í ár og skráðu 6 strákar sig og þar á meðal ég. Ég hafði enga reynslu af spunaspili en hafði oft heyrt um þetta og langaði rosalega til að kynnast þessu betur. Ég sá nú ekki eftir neinu enda varð þetta uppáhaldsfagið mitt og gátum við félagarnir varla beðið eftir að föstudagur gengi í garð í viku hverri

Í fyrsta tímanum byrjuðum við á að skoða spunaspilsbækur og kynnast því bacically (ef ég leyfi mér að sletta aðeins) hvað spunaspil væri.
Strax í næsta tíma hófum við byggingu á persónu fyrir fyrsta ævintýrið okkar. Okkur gekk nokkuð brösulega í fyrstu að ná tökum á pérsónusköpuninni en með vetrinum þjálfuðumst við og þegar allt var búið voru flestir okkar orðnir nokkuð snöggir og góðir í því.
Eftir nokkrar vikur lét Þorsteinn okkur að búa til ævintýri sem við spiluðum svo án hans leiðsagnar. Ég lærði mikið um hversu mismunandi ævintýri geta verið og hvað ýmindunaraflið getur farið langt með mann. Einnig fannst mér ég geta séð hver voru góð og hver léleg (þó ég hafi nú ekki minnst á það við viðkomandi).

Það sem mér fannst þó mest standa uppúr var þegar allur spunahópurinn fór á minimót í nexus og við máttum velja hvaða system við færum í. Ég valdi Wod eða World of darkness. svo skemmtilega vildi til að Þorsteinn var að stjórna því ævintýri. Við spiluðum ævintýri eftir hann sjálfan sem var byggt á myndinni the Cube og náði hópurinn minn að klára ævintýrið að lokum.

Við félagarnir vorum svo heillaðir af spunaspili að eftir nokkra tíma fórum við niður í nexus og keyptum D&D bækur og teninga og ákváðum að koma af stað spunaspilshóp utan skólans líka. Það gekk ágætlega og hittumst við alltaf einu sinni í viku og spiluðum í nokkra tíma. Eitthvað hefur nú dregið úr þessum hitting upp á síðkastið en við vonumst til að byrja fljótlega aftur :D.
Í síðasta tímanum mættum við svo með level 20 persónur og börðumst við hinn eina sanna Tarrasque (sem rústaði okkur).

Í spunaspili kynntumst við kerfum eins og: D&D, Star Wars, Call of Cthulu, World of darkness of nokkrum öðrum.
Við forum á mót og spiluðum með fólki sem var búið að spila mikið meira en við og lærðum af því en einnig lærðum við að búa til stutt ævintýri.
Veturinn er búinn að vera æði með þig sem kennara Þorsteinn og ég held ég tali fyrir alla í spunaspili þegar ég segi að við eigum eftir að sakna þín……

Ég vil þakka þér fyrir að hafa kennt mér Spunaspil og koma mér inn í þann snilldar heim.
Ég vil þakka þér fyrir að hafa barist fyrir því að fá spunaspil sem valfag í Langholtsskóla en ég vil einnig þakka þér fyrir að nenna að kenna asnalegum strákum eitthvað spil frá tvö til fjögur í hverri viku fyrir skítapening á meðan þú gætir verið heima hjá þér að gera eitthvað allt annað.



Takk Þorsteinn.



Atli Óskar Fjalarsson
END OF LINE