mig langar að deila með ykkur því sem ég gerði á helginni, í stuttu máli.
Ég byrjaði á því að vakna á laugardagsmrguninn, nokkuð miglaður, en ekkert verri en vanarlega.
Ég klæddi mig, og tannburstaði. Svo fór ég niður og fékk mér morgunmat.
nokkru eftir það fór ég að huga að kökunum sem ég ætlaði að baka, en það voru:
Skúffukaka án kakós, með hvítum toblerone bitum.
Peruterta með jarðaberjarjóma
Og síðast en ekki síst, næstum mistekin gulrótarkaka.


Baksturinn gekk nú bara vel fyrir sig, en þá var komið að setja það á kökurnar sem átti að setja á þær s.s. rjóma, karamellu eða glassúr. karamellan fór nú ekki alveg eins og átti, heldur var hægt að líma hluti saman með henni! en hún var nú samt nokkuð góð á bragðið. Ég var auðvitað búinn að bjóða nokkrum vinum mínum í kökur, svo að glassúrinn vakti nokkuð mikla kátínu. Þetta kvöld var mikið brugðið á glens og vorum við hlægjandi í meiri tíma en við vorum borðandi :D svo fórum við e-h út að rugla, en það er nú allt annar jónas

Á sunnudaginn vaknaði ég kolmiglaður, og vissi varla hvað ég hét útaf miglun, en tókst samt að klæða mig og allt. Svo kom að því, eftir að ég var búinn að lyggja í leti í nokkra tíma, að ég þurfti að byrja að elda.
Ég var nefnilega búinn að ákveða að elda londonlamb með sósu og brúnuðum kartöflum.
þetta gékk mjög vel, fyrir utan það að ég var næstum búinn að brenna kjötið, það þurfti að bæta fullt af hlutum út í sósuna og ég kunni ekki að gera brúnaðar kartöflur :S en sem betur fer komu mamma og systir mín til hjálpar og redduðu mér með því að hjálpa til við sósuna og kartöflurnar. Þetta endaði svo með helvíti góðri máltið og öllu viðeigandi :D

Svona var nú helgin mín, en hvernig var annars hjá þér?
Þetta var awesome