www.nanowrimo.com

Mér finnst þetta ótrúlega sniðug hugmynd…grunnhugmyndin er bara að frá 1.nóv til 30.nóv áttu að skrifa 50.000 orð. Þetta má vera ein saga eða margar litlar, þetta má hafa ekkert samhengi, þetta má vera um hvað sem er, eina sem þarf er 50.000 orð.
Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð leið til þess að bara losna við áhyggjur um hvort sagan verði góð, hvort einhver muni lesa hana o.s.frv. Eiginlega bara skrifa til þess að skrifa.
Svo hafa margir sem tókst að skrifa 50.000 orð gefið út alvöru bækur seinna, t.d. Sara Gruen sem skrifaði bókina Vatn handa fílum (#1 á metsölulista í bandaríkjunum).

Allavega, ætla einhverjir að taka þátt? Líst ykkur vel á þetta? Endilega komið með álit :)

p.s. kannski er þetta í kolvitlausum flokki, svo langt síðan ég fór á huga…:)
Chuck Norris getur deilt með núlli