Óformleg gjöf til NatOreN.


Einu sinni var górilla sem hét Aðalsteinn.
Aðalsteini þótti mjög gaman að japla á lestarteinum. Einnig þótti honum gaman að sauma efnislítil föt á barbídúkkur og blanda mysing og smjöri saman. (sem er reyndar mjög ljúffengt)

Aðalsteinn bjó einn niðri í fjöru í litlum kofa úr glerflöskum og vann við að segja skemmtilegar sögur af honum Sveppa kallinum.

Einn daginn þegar Aðalsteinn var að segja einkar skemmtilega sögu af því þegar Sveppi festi fótinn á sér í strætóskýli gerðist nokkuð undarlegt. Allt í einu fóru litlar lirfur að vaxa þar sem táneglurnar hans áttu að vera, og af því má álykta að táneglurnar hafi farið eitthvert þar sem litlar lirfur eiga að vaxa.

Auðvitað varð Aðalsteinn nokkuð skelfdur, enda er þetta ekki eðlilegt ástand meðal górilla. Þá fattaði hann að fara til læknis, en þegar hann hringdi þá heyrði hann bara fliss í einhverjum kvenmanni og í lækninum sem sagði hratt að hann gæti því miður ekki sinnt honum, hann væri með konu sem var illa haldin af bráðabrókarsótt, hvað sem það nú var.

Fyrst læknirinn gat ekki hjálpað honum, ákvað Aðalsteinn að leita til eina náttúrulæknisins sem hann þekkti.

Hann synti yfir stóra vatnið, ruddi sér leið í gegn um stóra skóginn, labbaði upp og niður stóra fjallið og loksins var hann komin til Doktor Brynjönu.

Dr. Brynjana horfði á hann í tvær sekúndur og sagði svo: “Gaur, það er eitthvað virkilega að þér.” Aðalsteinn skefldist við þetta, og spurði hana hversu alvarlegt ástandið væri.

“Þetta eru greinilega einhverskonar álög.” Sagði Dr. Brynjana, myrk á svip. “Ég hef aldrei séð þetta áður, en þetta virðist mjög alvarlegt. Þú ættir að koma með mér í stofuna mína.”

Og það gerði hann.
Kveðja, vodni galdrakalrinn Njartak.