Ég var komi með geðveika sögu.

Svo ýtti ég óvart á vitlausan takka og allt strokaðist út.

Bömmer.

Svo, hérna kemur bara eitthvað smá, því ég get ekki bara hætt við núna. Ég verð að setja eitthvað inn.

___________________________________________________

Elsku besta Linda

Ég veit ekki hvernig lífið verður án þín. Við höfum verið stöðugt saman í fjórtán ár, og nú finnst mér ins og ég hafi misst einhvern hluta af mér. Aðra hendina eða fótinn. Mér finnst ennþá eins og þú komir bráðum og hoppir upp á mig og bítir mig í eyrað. Ég gleymi stundum að klára setningar því að ég gleymi að þú ert ekki þar til að klára þær fyrir mig. Mér finnst alltaf eins go ég sé hálf nakin án þess að hafa hinn helminginn af mér við hliðina á mér.
Þessa síðustu mánuði, þegar þú varst á spítalanum fannst mér eins og þetta væri mér að kenna. Að ég hefði bara skellt mínum veikindum á þig í staðinn fyrir að við deildum honum á milli okkar eins og öllu öðru. Of þegar ég sá lífið fara úr þér fannst mér eins og að ég ætti að vera liggjandi við hlið þér, og deyja með þér. Því við gerðum allt saman. En nú verð ég að gera allt ein. Því þú ert farin, og það er ekkert sem ég get gert í því.
En á vissan hátt ertu samt alls ekki farin. Þú verður alltf í hjartanu mínu, því ég mun aldrei gleyma þér. Ég gæti það aldrei. Því það væri eins og að gleyma að maður væri með augu! Ég mun alltaf heyra þig hlæja með mér, og alltaf þegar ég spila á píanóið verðuru með mér að spila á flautuna. Því að ég held að það sé ekki hægt að bara missa alveg svona stóran part af sjálfum sér.
Ég skal lifa lífinu fyrir þig. Ég skal gera allt sem þú náðir aldrei að gera. Ég skal eignast börnin þín. Ég skal horfa á myndirnar þínar og spila lögin þín. Ég skal fara í teygjustökk og ferðast um afríku og fá mér kött. Og þannig verðum við saman, alltaf.
Ég elska þig meira en þúsund epli ;)

Þín systir, Ásta
Chuck Norris getur deilt með núlli