“Tanja”
Ég tek um hendi hennar og leiði hana burt frá hópnum, út í horn. Ég tek um mitti hennar og hvísla í eyrað á henni.

“Ég held að ég sé hrifin af Írisi”

Hún horfir á mig með sorglegt bros. “æji.” hún tekur þéttar um mig og h´vilar á móti.

“Þetta er allt í lagi.”

en þetta er ekki allt í lagi.

“nei. hún er ekki…”

ég þarf ekki að klára. hún veit fullvel hvað ég er að tala um.

“Mig grunaði það. Síðan þú.. sagðir mér að þú værir…”

Ég strýk ímyndað tár úr auganu mínu. Ég hafði farið yfir þetta samtal í huganum ótal sinnum, þar sem ég segði henni frá þessu. Og þar var ég alltaf grátandi. En nú grét ég ekki.

Við losuðum takið aðeins og hún hélt enn um mittið á mér.

“Þetta er allt í lagi. Þú bara…”

“Þú veist að þú getur alltaf talað við mig.”

Ég brosti dauflega.

“ég veit.”

Hún er sú stelpa sem maður getur sagt allt. Hún er bara þannig.

Við göngum í átt að hopnum og hún heldur lauslega í hendina á mér. Svo fer hún að tala við aðrar stelpur. Ég sé að Íris horfir á mig, en um elið og hún mætir augnaráði mínu lítur hún burt.
Chuck Norris getur deilt með núlli