Ég sit í sætinu mínu.
Ein, útí horni, eins og vanalega.
Hann situr fyrir framan mig.
Ég stari hugfanginn á hnakkann á honum. Sé fallegu brúnu lokkana. Og ímynda mér.
En ég veit að ímyndun er til einskis. Ég veit að hvað sem ég hugsa oft um þetta og læt mig dreyma.
Hann verður aldrei minn.
Því það er sama hvað ég set mörkin lágt. Það skiptir ekki þótt ég verði hrifin f sætum, vinsælum stráki eða stráki sem enginn tekur eftir. Því að þeir verða aldrei hrifnir af mér. Ég er ekki sú stelpa sem alla strákana dreymir um. Ef ég væri hún væri ég varla hér úti í horni að stara á hnakkann á honum og láta mig dreyma. Þá sæti ég í miðjunni. Þá væru allir að tala við mig. Ég myndi segja brandara, og allir myndu hlæja. En ég myndi samt vera hrifin af honum. því ég finn að hann er sá sem ég elska.
Vandamálið er bara að þetta er einstefna.
Og engin leið til að bakka út. Þó að ég fari alla leið, kemur samt ekkert á móti. því við endann á þessari einstefnugötu er þverhníptur klettur. Og niður hann mun ég falla, fyrr eða síðar.
Ég á eftir að eyða allri ævi minni, að keyra eftir einstefnugötum.

Ég hrekk upp úr hugleiðingum mínum. Við mér blasir ekki brúnhærður hnakki, heldur freknum steypt andlit. Dökkblá augun horfa beint í augu mín, og ég heyri ljúfa tóna raddar hans kalla til mín. Og í smá stund, bara örstutta stund… heyri ég hann játa fyrir mér alla sína ást á mér.

,,Hey…hvað þýðir irregular?"

Ekkert breytist
Chuck Norris getur deilt með núlli