Strumpur heiti ég, ósköp venjulegur strumpur.
Ég bý í sveppi í strumpaþorpi og læt mig dreyma um Strympu eins og allir aðrir strumpar. Af hverju er hún svona langt í burtu?

Ég skal lýsa Strympu fyrir þér:
Hún er eini kvenstrumpurinn í öllum heiminum, og þar af leiðandi sá fallegasti.
Hárið á henni er ljóst og ótrúlega langt miðað við karlstrumpana.

Ég hef aldrei talað við hana, enda engin ástæða til. Ég myndi skipta litum og verða rauður og ekki komið upp orði, því ég get ekki gert neitt fyrir hana. Listastrumpur málaði myndir af henni, Ljóðastrumpur samdi ljóð handa henni og Kokkastrumpur bakaði Life-size köku sem var nákvæmlega eins og hún. Því miður tímdi Strympa aldrei að borða han og á endanum myglaði hún(sko kakan, ekki Strympa).
Mér mun hinsvegar alrei strumpast að gera neitt handa henni. Einu sinni reyndi ég að gera höggmynd af henni en hún mistókst hrapallega og endaði sem brjóstmynd af Yfirstrumpi.

En ég elska hana samt, eins og allir aðrir strumpar.



Bara að ég væri ekki svona strumvítis strympinn.
Kveðja, vodni galdrakalrinn Njartak.