Þegar þið skrifið smásögur, eða jafnvel langar sögur, hvernig farið þið þá að?
Skrifið þið alla söguna í einu, og lagið hana svo til seinna,
byrjið þið á byrjuninni og takið hvern atburð útaf fyrir sig,
eða skrifið fyrst niður upplýsingar og punkta og byrjið svo á sögunni?
Eða er það einhver önnur aðferð sem þið notið?

Vandinn er sá, að ég er alltaf að skrifa sögur, en kemst aldrei langt með þær vegna þess að ég veit ekki hvernig ég á að skrifa hugmyndir mínar niður.
Nothing will come from nothing, you know what they say!