Ok þetta er mín fyrsta smásaga. Ath. ég er bara 16 ára svo ég er ekki neitt svaka skáld.

Augun.

Augun….
Þau stara á mig…
Úr myrkrinu….
“Hver ertu?” kalla ég út í myrkrið.
Ekkert svar.

Ég hleyp eins hratt og ég get.
Þau elta mig eins og skugginn.

Blá djúp augu, svífandi í myrkrinu.

Ég hleyp uns ég mæti manni í hvítum kufli.

“Það er verið að stara á þig” segir hann.
“Ég veit” kalla ég er ég hleyp framhjá.

Jörðinn er grýtt og hörð. Ég tek eftir því að ég er ekki í skóm. Steinarnir skera mig og meiða.

“Afhverju eltið þið mig” segji ég út í myrkrið.
“Tíminn” heyrist úr myrkrinu. Það er sagt af mörgum röddum sem hljóma eins og ein.
“Hann er að fara”
“Hver er að fara? segi ég.
“Tíminn”

Ég stansa og horfi í augun.
Svo blá, svo stór…. hugsa ég.

“Hver ertu?” Öskra ég á augun.
“Ég….” heyrist úr öllum áttum.
“Ég er allt…” er sagt við mig. “og í senn ekkert…”

“Allt…. ekkert….” segi ég í hljóði.
“Hví eruð þið að horfa á mig” segi ég.
“Þú ert saklaus og í senn sekur” er kallað úr öllum áttum með dýpri róm en áður.
Orðin renna af vörum mínum áður en ég hugsa.
“ÉG ER SAKLAUS UNS SEKT ER SÖNNUД

Augun þau hverfa, hægt, líkt og er sólin sest. Myrkrið veður eftir. Svo dimmt, svo kalt.
“Ekki skilja mig eftir….” hvísla ég út í myrkrið.