Ég hef aldrei skrifað neitt áður en mig langaði að prófa, settist niður um miðja nótt og skrifaði. Vona að þetta sé ekki það illa skrifað, vona líka að þetta eigi heima hér.

—–

Það er alger þögn. Ekkert á hreyfingu, allt er sofandi…heimurinn sefur. Samt er eitthvað eins og það á ekki að vera. Mér líður eins og ég sé lokaður inn í kassa. Kassa sem ég sé ekki, sem ég veit samt af. Ég finn fyrir honum þar sem hann einangrar mig frá allri veröldinni.

Þó að ég væri í herbergi fullu af fólki sem myndi tala og tala og tala liði mér samt eins og ég væri einn. Eins og ekkert gæti komið nær mér en að kassanum.

Það er eins og engar tilfinningar komist inn eða út. Ég finn fyrir stöðugum einmanaleika. Ég finn fyrir því hvernig einmanaleikinn lokast með mér inn í kassanum og vill ekki fara út. Þó ég hafi aldrei fundið þetta áður finnst mér þetta vera samt svo kunnugleg tilfinning. Mér líður eins og ég viti nákvæmlega hvað sé að gerast fyrir mig…þó ég viti að ég viti það ekki.

Ég reyni að hafa mig í það að standa upp og rölta út. Það er samt niða myrkur og eina birtan sem er kemur frá stjörnunum, tunglinu og norðurljósunum sem flæða um himininn.

Eftir að ég er kominn út og horfi upp í himininn þar sem ég stend fyrir aftan einmanalegt húsið mitt, sem þó (að mér finnist), sé umkringt einhverju sem elskar það. Ég hugsa með sjálfum mér ,,Ekki einu sinni ég er elskaður jafn mikið og einmannalegt hús’‘.

Ég stend og býð, býð eftir að eitthvað gerist í 15 mínútur. Þá átta ég mig allt í einu á því að það er einhver farin að horfa á mig. Mér finnst eins og augnaráðið frá þessari einstöku manneskju komast í gegnum kassan sem umlykur mig. Mér finnst eins og þessi manneskja sjái hvað ég sé að hugsa.

Eftir að hafa horft til baka á hana í myrkrinu hleypur hún í burtu. Og ég átta mig á því að ég stend aftur einn…og horfi. Horfi á eitthvað sem er ekki lengur þarna. Bara myrkur. Ég finn aftur fyrir því hvað ég er einn.