Ógnvæglegi og skelfilegi maðurinn, sem var jafnframt alveg rosalega, rosalega hræðilegur og illur, var vanur að læðast grunsamlega og ógnvæglega meðfram veggjum og skjótast einsog skugginn á milli dymmra, dymmra húsa sunda, svo enginn sá til í skjóli nætur. Og allir óttuðust ógurlega og skelfilega manninn. En dag nokkurn urðu ógurlega og skelfilega manninum á alveg hreint herfileg mistök er hann misreiknaði sig í útreikningum á himinstöðu tungls og sólar með þeim afleiðingum að hann var enn á ferli er birti til og daga tók svo allir gátu séð til hans. Eftir þetta óttaðist enginn ógurlega og skelfilega manninn og þá varð ógurlegi og skelfilegi maðurinn alveg ofboðslega, ofboðslega sár og leiður.