Blank Casanova



Bogart horfir í augun á Bergman og Bergman grætur. Það er rigning. Í
bakgrunni má heyra umferðarnið. Ef þetta væri kvikmynd myndi dramatísk
tónlist umlykja sviðsmyndina og honum myndi detta eitthvað sniðugt í hug
til að segja.
En þetta er ekki Hollywood, rigningin kemur af himnum, ekki úr regnvél, og
vandamál þeirra eru ómerkileg. Úti í sundlauginni marar gúmmíönd
makindalega, og óuppblásinn sundkútur sekkur hægt til botns. Frá
lobbýinu berst ofurlágt lagið ‘Rubber Glove’ með hljómsveitinni The
Stranglers. Næst á disknum er ‘Maneater’. Hann veit það, hún veit það,
vegna þess að sami diskurinn hefur verið endurtekinn aftur og aftur frá því
að þau komu hingað.
Bogart horfir á Bergman og kveður. Engin katastrófa, gerist á hverjum
degi.
Ekkert upphaf á yndislegri vináttu.
We're chained to the world and we all gotta pull!