Loksins gafst ég upp.

Ég dróg andann inn, djúpt, eins djúpt og ég gat. Þetta var mjög óþæginleg tilfinning. Lungun fylltust sársauka, alveg nýjum sársauka, sem breyttist í alsælu á svipstundu. Ég fann ómælda ánægju streyma um líkama minn. Áður hafði mér verið kalt en þessar nýju hitabylgjur iljuðu mér á óskýranlegan hátt.

Ég fann tímaskynið yfirgefa mig. Ég var stiginn úr vídd tímans. Klukkustund breyttist í mínútu og þessi mínúta leið sem dagur. Hugur minn hafði skipt um ham, ég þekkti hann ekki lengur. Allt hafði breyst. Ég leit gáttaður í kringum mig, ég var bara einn í heiminum og ráfaði þarna um í straumum hafsins. Ég fylgdist með eilífðinni svífa fram hjá mér aftur og aftur. Ég var óbundinn lögum tímans.

Æfi mína sá ég allstaðar. Ég skoðaði hana vel og fylltist söknuði og fann til sektarkenndar. Ég fann mig sökkva, dýpra og dýpra. En mér leið vel. Betur en nokkru sinni fyrr. Ég var búinn að sleppa taumunum, gaf upp valdið á lífi mínu. Aldrei fyrr hafði ég upplifað fresli. Líf mitt hafði verið upp fullt áhyggjum. Peningaáhyggjur, útlitsáhyggjur allt var þetta löngu horfið. Kæruleysið var í algleymingi.

Minn tími var kominn. Það gat enginn tekið hann frá mér og ég var hæst ánægður með það. Ég var sokkinn djúpt í tilfinningar mínar en var á endanum truflaður þegar tvær verur birtust mér fyrir sjónir. Ég skynjaði þær þarna í móðuinni, út frá öllu hinu. Ég sá og heyrði illa en fann hvernig þessar verur drógust nær. Skelfing og ótti gripu um mig, mér hafði liðið svo vel en nú voru þessar verur komnar mjög nálægt og þær færðust óðum nær.

Þær gripu í mig, ég trylltist. Ég barðist eins og ljón fyrir lífu mínu, eða dauða. En þeir voru sterkir. Ég sá þetta allt fyrir mér í “slow motion” og ég fann til kraftleysis, máttleysis. Ég skildi ekki hvað var að gerast en þessar hræðilegu verur náðu taki á mér. Allann tímann barðist ég einsog ég gat við þær en það dugði ekki til. Ég var dreginn upp á yfirborð raunveruleikans en þeim tókst það ekki í tæka tíð.

Ég var þegar drukknaður.