Árni: Oh mar, hvar er Dabbi?
Kári: Það veit enginn, hann sagðist ætla að koma um níu leitið.
Árni: Já ég meina klukkan er orðin tuttugumínútur yfir. Og hann er alltaf með spilið. Finnst ykkur þetta ekkert pirrandi?
Jón: Árni, hann kemur bara þegar að hann kemur vertu ekki með þennann æsing.
Árni: Mér finnst nú samt hellvíti lélegt að geta ekki mætt á réttum tíma, einu sinni. Hann mætir alltaf of seint og það er ekki einsog við séum að spila þetta meira en einu sinni í mánuði!
Kári: Árni slappaðu aðeins af, viltu bara ekki fara að hugsa um taktíkina þína fyrir kvöldið og svona, það er nú ekki einsog þér hafi gengið eitthvað vel núna uppá síðkastið.
Árni: Heyrðu, þótt að þér og Nonna hafi verið að ganga vel núna undanfarið þá er engin ástæða til þess að vera að með einhvern derring.
Nonni: Vertu ekki að blanda mér í þetta, er ég búinn að vera með einhvern derring?
Árni: …

Dyrabjöllunni er hringt.

Jón: Þetta hljóta að vera Dabbi og Littli Jón, Kári nennir þú ekki að fara og hleypa þeim inn?
Árni: Oh, er Littli Jón að koma líka?
Nonni: Hvað er að þér maður? Hættu að vera svona æstur maður, menn eru að reyna að einbeyta sér hérna.

Dabbi og L-Jón labba inn á eftir Kára.

Dabbi: Sorry hvað ég er seinn á ferðinni strákar, ég var bara að bíða eftir símtali í allt kvöld og gaurinn hringdi bara miklu seinna en hann ætlaði
Jón: Ekkert mál, eigum við þá ekki bara að byrja þetta?
Nonni: Átti ég ekki að gera þegar við hættum um daginn?
Dabbi: Nei, nei, nei, nei. Það stendur “Littli Jón” hérna á miðanum inni í boxinu, miðinn lýgur ekki.
Nonni: Nei ókei

Dabbi setur spilaborðið upp og sest svo niður fyrir miðju og tekur “bankann” til sín. Hann dreyfir mismunandi miklum peningum á alla leikmenn á meðan þeir koma sér allir vel fyrir í kringum leikborðið.

Árni: Nei, átti ég svona ógeðslega lítinn pening þegar við hættum síðast?
Dabbi: Tja, þetta var allt talið þegar við hættum síðast. Þér er bara greinilega ekkert að ganga alltof vel í þessu.
L-Jón: Jæja þá byrjum við…fjórir og tveir. Kringlan? Hver á hana aftur ?
Nonni: Ég, langar þig að kaupa hana?
L-Jón: Hmm, nei ég hugsa að ég sleppi því. Jón?
Jón: Jább, ég var að fara yfir byrjunarreitinn.

Dabbi réttir honum 20. þúsund…

Spilið heldur áfram og menn tala um stjórnmál og ýmislegt fleira. Menn eru ýmist að drekka bjór eða viskí og sumir eru að reykja vindla.

Við komum aftur þar sem að Jón á að gera aftur nokkrum umferðum seinna.

Jón: Heyriði ég lennti hér á Íslandsbanka, ég á það…hver á að gera næst?

Árni lendir á “áhætta”

Árni: Shit maður! “þú ferð beint i fangelsi” bla bla bla bla.
Dabbi: Úff, reglur eru reglur, þú ert á leiðinni í steinninn kallinn minn
Kári: Jæja, á ég ekki að gera þá næst?

Kári blæs á teningana.

Kári: Sex og einn. Ég fer á “Samfélagssjóður”.

Dabbi telur reitina sjö og réttir síðan Kára spjaldið.

Kári: YESSSS “Þú færð tveggja milljarða ríkisábyrgð á fyrirtæki að eigin vali”