III

Sólin skín hátt á bláum himni, sem virðist allt að því endalaus. Ég ligg með lokuð augun, læt sem ég sé í sólbaði. Ég er í Laugardalslauginni og af einskærri tilviljun rekst ég á Ásu. Eða öllu heldur rekst hún á mig. Hún er í litlu, bláu bikiní og ég reyni eins vel og ég get að stara ekki. En laumast til að kíkja þegar hún sér ekki til. Hún stendur á bakkanum við pottinn og horfir í átt til mín. Ég læt sem ég sjái hana ekki, sé of upptekinn við að verða brúnn.

-Palli, ert þetta þú?
Ég lít við og þykist koma auga á hana. Verð voða hissa.
-Nei, Ása, en gaman að sjá þig. Hvað ert þú að gera hér?
-Ég er í sundi, ekki satt?, svo skellir hún upp úr og horfir brosandi á mig.

Skyldi hún hafa séð í gegnum mig? Mér verður skyndilega kalt, þarna ofan í pottinum og einhvern veginn finnst mér eins og allir séu að fylgjast með mér og auðmýkingu minni. Það fýkur í mig, að sjá hana þarna hlæjandi að mér. Ég stari á hana opinmynntur og veit vart í hvorn fótinn ég á að stíga.

-Nei, ég er bara hérna með nokkrum vinum mínum. Bara svona að sleikja sólina, þú skilur. En hérna, má ég fá far með þér heim?
-Það ætti ekki að vera neitt vandamál.
-Þú lætur mig bara vita hvenær þú ferð, ég er úti laug.

Svo þýtur hún af stað. Ég horfi á eftir henni. Mér verður hugsað til kvölds sem við áttum saman í síðustu viku. Við sátum úti á svölum og vorum að spjalla saman um alla heima og geima. Allt í einu stoppaði hún í miðju kafi, sneri sér að mér og horfði lengi í augu mín. Ég gleymdi mér alveg, augnablikið varð að eilífð, óendanlegar stjörnuþokur í órafjarlægðum voru ekki of langt í burtu, ég sökk á kaf í brúnum augum hennar og hún sagði að ég væri besti vinur hennar. Síðan stóð hún upp og kyssti mig. Ég brosi út í annað þegar minningin kemur upp í hugann.

Ég stend upp úr pottinum þegar um það bil hálftími er liðinn. Ég geng á bakkanum við laugina og horfi út í. Hún er fyrri til að koma auga á mig. Hún er útí miðri lauginni. Kallar að hún sé alveg að koma. Hún kveður vini sína og á meðan rölti ég að stiganum oní laugina. Hún syndir í átt til mín. Ég rétti henni höndina til að hjálpa henni upp úr. Hún grípur í hana og togar sig upp. Vatnið perlast af sætu hörundi hennar og rennur niður straumlínulagaðan líkama hennar. Hún brosir fallega til mín og blikkar mig.

-Það vantar ekki massann, maður! segir hún og grípur um upphandlegg minn. Ég svara með brosi.

Hún hleypur á undan mér að klefunum. Bláu bikiníbuxurnar skerast upp í rassskoruna og hún hægir á sér til að laga það. Heimur minn er í slowmotion þegar ég horfi á hana renna fingrinum eftir rassinum til að toga buxurnar fram aftur. Svo lítur hún við og glettnisbros kemur fram á andliti hennar.

-Varstu að horfa á rassinn á mér?

Ég reyni eins og ég get að roðna ekki. Það tekst ekki. Ég skáskýt mér framhjá henni og fer inn í sturtu. Betra að hafa hana svolítið kalda.

Þegar ég kem fram er hún komin fram. Hún situr á stól og greiðir ljóst hárið. Veifar til mín þegar hún sér mig koma gangandi fram. Ég bíð við hliðina á henni á meðan hún klárar að greiða sér. Hún er í fölbleikri, stuttermaskyrtu, virðist ekki vera í neinu innanundir, og beinhvítum stuttbxum. Við töltum hlið við hlið út og að bílnum mínum. Ég opna og við setjumst inn.

Við leggjum af stað. Ég renni niður rúðunum og læt svalan andvarann kæla mig. Það virðist sem svo að sumarið sé komið. Kominn ágætur hiti og stelpurnar hafa dregið fram stuttu pilsin, til að spássera í niður Laugaveginn. Ása kveikir á útvarpinu og hallar sér aftur í sætinu. Syngur með. Ég lít á hana, sumartekna og yndisfagra. Vinstra læri hennar stríkst við fingur minn. Ég finn straum fara um mig allan. Ljósastaurarnir þjóta hjá, eins og skuggar löngu liðina drauma og ég reyni eins og ég get að finna leið til að lengja þessa bílferð. Hún hneppir frá efstu tölunum á skyrtunni, segir að hún sé að kafna úr hita. Aftur strýkst fingur minn við læri hennar. Hún virðist ekki taka eftir því. Heldur bara áfram að syngja…let me be your lover…Ég laumast til að brosa að henni. Hún er ekki jafn góð söngkona og hún er falleg. Húð hennar að silki að viðkomu, snerting sem gælir við fingur mína og huga. Það sést næstum í smávaxin brjóst hennar.

-Langar þig í ís? spyr ég sakleysislega og renni fingrinum niður læri hennar.