Hann hafði skipulagt þetta vel, þetta gat ekki klikkað. Það bara gat ekki verið! Þetta var hið FULLKOMNA plan. Hann hafði farið yfir þetta marg, margt oft. Já, þetta GAT EKKI klikkað! Alveg 100% óskeikanlegt plan, hann kunni það utan af og allt saman, nú var bara að framkvæma.

Hann hafði valið sér dag, hinn fullkomna dag. Dagurinn varð að vera fullkominn fyrir hið fullkomna plan, undirbúningnum var loks lokið, nú, nú fyrst gat hann farið að huga að framkvæmdinni. Hún einsog allt annað, dagurinn og undirbúningurinn, varð að vera fullkomin. Allt varð að vera fullkomið. Það mátti EKKERT fara úrskeiðis, EKKI NEITT! Ekki einu sinni minnsta smáatriði. Því ekki vildi hann að það kæmist upp um þetta allt saman. Ekki vildi hann láta þetta klikka, því það gæti kostað hann lífið.

Stundin rann upp, dagurinn var kominn. Nú skyldi fullkomnasta framkvæmd sögunar skyldi líta dagsins ljós. Loksins skyldu þeir fá að gjalda, gjalda fyrir gjörðir sínar, allir saman, allir með tölu.

Han fór yfir listann:
“Já, þetta getur ekki brugðist!”
“þetta mun ganga einsog í sögu…”
“…alveg einsog smurt”

Hann hélt út, út af hótelherberginu. Tilbúinn í slaginn. Þeir áttu sko alls ekki von á þessu, ónei! Hreinnt ekki! Kannski nokkrir en ekki margir. Að minnstakosti ekki allir.

Hann gekk af stað, út að strætóstöðinni. Hann hafði ákveðið að nota strætó til að komast á milli svo enginn gæti þekkt bílinn hans. Nú var hann kominn á áfangastað, þann fyrsta af mörgum.

Hann gekk inn, sallarólegur. Nú gat EKKERT stöðvað hann.

“get ég aðstoðað?”
-sagði konan í afgreiðslunni.

Hann læddi hendinni rólega í vasann á jakkanum…

“já, gæti ég fengið að ræða við…uhh…Ólaf, Ólaf Ziemsen.”
-Svaraði hann svo.

“Hann er ekki við, er á fundi. Get ég tekið skilaboð?”
-Sagði hún, einsog hún væri að gera gys að honum.

Honum leyst ekkert á tóninn í henni, fannst einsog hún vissi um plön hans. Hafði einhver verið að fylgjast með honum? Vissu allir af þessu? Fór hann ekki nógu varlega?

Hann þorði ekki að taka neina sénsa, hljóp því út. Hratt, hratt, einsog fætur toguðu án þess að svara. Hratt, hratt í átt að strætóskýlinu, beint upp í strætó. Út úr strætó og beinustu leið heim, stoppaði ekki einu sinni í Nóatúni til að kaupa sér Séð og Heyrt einsog alla Miðvikudaga. Heldur hljóp hann framhjá Nóatúni og beinustu leið heim til sín.


Hann var nú hættur við allt, allavega í bili. Hann hafði gleymt einhverju, vissi ekki hvað það var. En hann ætlaði sér að komast að því, hann bara varð að komast að því.

Hann þarfnaðist meira skipulags. Meiri aga, hann þurfti plön. Hann var ekki tilbúinn. En dag einn verður hann tilbúinn, kannski ekki í dag, kannski ekki á morgun, en dag einn verður hann “ready”, verður hann klár. Þá, já þá skulu “þeir” passa sig. Því þá mun hann hefna sín. Þá munu “þeir” gjalda. Gjalda fyrir gjörðir sínar og misgjörðir. Því hefndin mun berast þeim, fyrr eða síðar.