Steikjandi hiti, rétt einsog í bakaraofni umlék hann allan. Hann fann hvernig svitinn lak af honum í dropum og hvernig bakið á honum límdist við sætið af svita. Hvar í veröldinni var hann eiginlega staddur? Hann opnaði augun, leit í kringum sig, hann virtist vera staddur í flugvél, fullri af fólki. Hvernig hann komst hér vissi hann ekki, gærnóttin, dagurinn og í raun síðasta vikan var hulin móðu. Hann gægðist út um gluggann, sá flugbraut fulla af fólki, sá heiðskýran himinn og glampandi sól.

Fólkið í flugvélinni starði allt á hann með hneykslunaraugum, líkt og hann var dæmdur kynferðisafbrotamaður eða spiltur stjórnmálamaður. Hann reyndi að leiða það hjá sér, stóð upp úr sætinu og gekk út. Flugfreyjurnar hvísluðust á, bentu á hann, settu upp svip. Hann reyndi að heyra það sem þær sögðu, heyrði það ekki.

Klifraði niður hengistigann sem lá niður á flugbraut, gat varla gengið fyrir verkjum í hausi , herðum og kálfum. Hvað var hann eiginlega búinn að vera að gera í sumarfríinu? Hann fann hvernig hausverkurinn jókst, hungrið sótti á hann, hungrið í nikótín. Sem betur fer fyrir hann gekk hann alltaf með líkistunagglana á sér, hann seildist eftir hægri jakkavasanum með hendinni til þess að sækja gamla góða vin sinn hann “lucky strike”. En sér til mikillar skelfingu uppgvötaði hann að í vasanum var ekkert, enginn lucky! Fullur af hræðslu og æsingi leitaði hann betur, fór úr jakkanum, hvolfdi honum. Klæddi sig úr buxunum, leitaði í þeim. Datt þá ekki ein lítil falleg sígaretta, einn góður lucky úr buxunum. “Stalín sé lof” Dæsti hann og tók upp sígarettuna. Hann stakk henni í kjaftinn og var að gera sig kláran undir að finna zippo-nn sinn , þennan sem hann hafði át alla sína ævi, eða allavega allt frá því hann fermdist.

En áður en gat svo mikið sem sagt “eldgamla ísafold” kom að honum maður, hlaupandi í hermannabúning og með vélbyssu. Maðurinn sló út úr honum líkistunagglann og öskraði “PROTSE MA JEBODE!”. Guðbrandur, maðurinn sem við höfum framan af sögunni þekkt sem “hann”, gapti af undrun, HVAÐ VAR MAÐURINN EIGINLEGA AÐ MEINA MEÐ ÞESSU??? Guðbrandur tók upp lucky-inn og ætlaði að stinga honum aftur í munninn. En þá komu fleiri menn hlaupandi, menn í hermannagöllum ýmist með vélbyssur eða rifla. Allir öskruðu þeir í kór “PROTSE MA JEBODE!”. Guðbrandur ypti öxlum og tók upp kveikjarann, “djöfulli eru þeir rugglaðir þessir” muldraði hann um leið og hann tók fyrsta smókinn.

*klíngklíng*, mennirnir hlóðu byssurnar.

Guðbrandur gapti af undrun, nagglinn datt í jörðina, hermaðurinn, þessi sem kom að honum fyrstur, traðkaði á nagglanum og öskraði:
“TRAKADE PADKA! JEBODE PADKA!”.

Guðbrandur , sem var að drepast úr timburmönnum og hungri, nennti þessu veseni ekki lengur svo hann gekk á brott í von um að losna við þessa brjálæðu útsendara Þorgríms Þráinnssonar. Hann gekk inn í flugstöðina, gekk beint í átt að tollvörðunum, ætlaði að komast í burtu frá brjálæðingunum með byssurnar sem fyrst.

Guðbrandur færir hönd sína í vasan, VEGABRÉFIÐ!, það er ekki þarna! “Jæja það er víst bara eitt til ráða í stöðunni”- hugsar hann og í því stökk hann af stað. Hann hleypur og hleypur, framhjá tollinum, í gegnum fríhöfnina, beint upp í einhverja rútu sem var að leggja af stað frá flugstöðinni. Guðbrandur sest í sæti við hliðina á gamalli konu með mikinn farangur. Farþegar vagnsins horfa á hann líkt og þeir bíði eftir einhverju. Nokkrar sekúndur líða, enn stara allir á hann. Kliður fer um rútuna, fólk hvíslast á og bendir á hann. Svipur kemur á gömlu konuna, Guðbrandur verður órólegur. Í þessu snarhemlar bílstjórinn og rútan stöðvast. Bílstjórinn, stór og mikill rumur, stekkur upp úr sætinu. Opnar dyrnar , grípur í bakið á Guðbrandi, rífur hann úr sætinu sínu , fleygir honum út um dyrnar . Hann otar henfanum út í loftið og horfir tryllingslega á Guðbrand og öskrar “FRUTSKE LADE!” um leið og hann hverfur aftur inn í rútuna. Farþegar rútunnar klappa, gleðisvipur færist yfir gömlu konuna og rútan keyrir burt.

Í steikjandi hita ráfar nú Guðbrandur alslaus og einn um göturnar í framandi landi, þar sem hann skilur engann og enginn skilur hann. Örvænting grípur um sig hjá Guðbrandi um leið og hann spyr sjálfan sig hvar í veröldinni hann sé nú staddur?, hvernig í öskpunum hann hefði komist þangað? og hvað hann sé að gera þar?.

Hann reikar um göturnar í eirðarleysi svo klukkustundum skiptir, gengur frá manni til mans í von um að finna einhvern, bara einhverja eina lifandi sálu, sem skilur hann, einhvern sem kann að minnstakosti einn stakan staf í ensku.

Hitinn eykst, Guðbrandur verður sveittari og sveittari, móða fer að sækja á hann og hann fer að svima. Hann gengur áfram, eitt skref í einu, hægar og hægar þar til hann smám saman stöðvast og hnígur niður örmagna af þreytu. Þetta er búið, hann mun aldrei aftur fá að sjá sitt ástkæra og ylhýra land. Aldrei aftur skal hann fá að horfa á enska boltann með félögunum, skella sér á Blástein eða í bíó. Allt er þetta farið, farið á brott. Guðbrandur öskrar, háu skerandi öskri “HELVÍTI ÚTLENDINGA PAKK AÐ KUNNA EKKI EITT AUKATEKIÐ ORÐ Í ÍSLENSKU!!!”

Guðbrandur liggur á heitri götunni, sér fólk allt í kring horfa á hann furðulostið og skelkað. Hann sér markaðinn, bílana og mannlífið…Kyrrð er yfir öllu, líkt og allir séu að bíða eftir einhverju,. Smám saman hverfur fólkið, bílarnir og markaðurinn. Allt rennur þetta saman í eitt , eina stóra móðu. Myrkrið sækir á hann, hann sér ekki augunum út.

Fnykurinn er óbærilgur, líkt og hann sé staddur í líkhúsi. Einhverskonar samblanda af klóaks, ýldu og ná lykt. Þetta er ógeðslegt. Guðbrandur vaknar, hann er staddur í einhverskonar herbergi, hlekkjaður niður við rúmmið og er í spennitreyju. Guðbrandur byltir sér um, reynir að losna, gengur ekkert. Örvænting grípur um sig enn einu sinni og Guðbrandur brotnar niður. Hann hugsar um lífið, tilveruna og öll mistökin sem hann gerði. Hugsar til æskuáranna á Grudarfirði, þess er allt var svo skemmtilegt og lífið var áhyggjulaust. Þess er hann var ennþá glaður.

Hugsar um mömmu, pabba, systkyni, ömmu og afa. Allt þetta fólk sem hann eitt sinn elskaði svo mikið og elskaði hann, hugsar daginn þegar hann fór. Fór upp í rútu til Reykjavíkur til þess að vinna, sagði skilið við “þetta skítapleis” einsog hann hafði orðað það þá. Sagði skilið við vinina, ættingja og heimilið. Hélt suður því þar voru peningarnir vonirnar og draumurinn. Íslenski draumurinn. En hann hafði aldrei upplifað drauminn því Reykjavík var enginn draumur, líkari martröð ef eitthvað er. Hann hafði aldrei nokkurtíman verið jafn glaður og fundið jafn mikinn hlýjhug í Reykjavík einsog á Grundarfirði.

Tár leka niður kynnar hans, hann brestur í grát. Grenjar hástöfum einsog lítið barn. Hann hafði ekki grátið svona svo árum skiptir, ekkert síðan þarna um árið á fótboltavellinum þegar stóru strákarnir tóku hjólið hans. Hann sá dyrnar á herberginu opnast, inn ganga læknar, eða allavega eitthvað sem líktist læknum, í öðrum orðum menn í hvítum sloppum. “Loksins er mér borgið” hugsar hann, því aldrei eru læknar vondir. Mennirnir koma nær og nær og bros færist yfir kynnar Guðbrandar. Loksins kemst hann heim.

En í þeirri andrá grípa mennirnir í hann, rífa hann lausan úr og draga hann burt, burt út úr herberginu. Þeir draga hann öskrandi & sprikklandi eftir löngum gangi og tala saman á furðulega málinu. Draga hann loks inn í lítið myrkrað herbergi, setja hann í stól og hlekkja hann niður. Í hann eru tengdar alskyns snúrur og leiðslur Mennirnir ganga út.

Guðbrandur fer loksins að skilja hvar hann sé staddur, það á að fara að taka hann af lífi. Eitthvað sem hann gerði eða sagði hefur komið honum í klandur og nú á að drepa hann. Guðbrandur brestur í grát og gólar af vanlíða. Þungt skerandi ljóð heyrist , sársauki, tyttringur og pína. Allt virðist vera að fara til fjandans.

“þetta eru endalokin, guð er að refsa mér fyrir að vera slæmur. Fyrir það að stinga ættingja mina af, skilja þá eftir í vonlausu krummaskuði. Ég hefði átt að vera betri, bara ef ég hefði nú verið betri..”

-Hugsar Guðbrandur

Steikjandi hiti, rétt einsog í bakaraofni umlék hann allan. Hann fann hvernig svitinn lak af honum í dropum og hvernig bakið á honum límdist við sætið af svita. Guðbrandur vaknar, allur skakkur og boginn. Flugvélin er lent og hann kominn til Pólands. Hann hafði sofið af sér allt flugið og nú var það bara að fara í gegnum tollinn og skella sér svo á fótboltaleik með öllum hinum strákunum….