Eiginlega mín fyrsta tilraun að almennlegri sögu. Þetta var verkefni fyrir ritun í Íslensku og mig langaði bara að fá smá athugasemd á hana. (Er búinn að skila henni inn) Er í 10 bekk.

Sorgin

Það var kalt úti en hitinn frá logandi brakinu hitaði mér á meðan ég lá þungt hugsi og beið eftir einhverjum til þess að koma mér til hjálpar. Ég gat ekki öskrað, ég gat ekki hugsað, ég gat ekki hreyft mig, ég lá bara þarna og starði upp í svartan himininn.
Ég opnaði augun. Ég hafði enga hugmynd hvar ég var, allt var svo hvítt og rólegt. Það tók mig andartak að átta mig á því að ég lægi á spítala. Þegar ég lyfti upp hendinni tók ég eftir því að ég var tengd við als konar tæki og tól. Eftir stutta stund kom hjúkrunarkona inn og var hún mjög hissa á svip þegar hún sá mig. Ég hafði legið í dái í þrjár vikur.
Innan skamms byrjaði slysið að rifjast upp fyrir mér. Ég hafði keyrt of hratt, misst stjórn, flogið yfir á hina akreinina og lent framan á bíl. Ég sá það fyrir mér hvernig bíllinn minn flaug í loftinu og lenti á hvolfi í u.þ.b 40 metra fjarlægð. Ég man eftir mér skríðandi út úr bílnum og svo var bara eins og ég hefði lamast, ég gat ekki hreyft mig. Það var eitt við þessa sýn sem mér fannst skrítið, mér fannst eins og ég hefði heyrt barnagrátur. Þetta var stundin þegar allt rann upp fyrir mér. Elsku barnið mitt hafði verið í bílnum. Ég reisti mig við í rúminu og grét hástöfum þar til hjúkrunarkonan kom inn.
Ég róaðist öll niður þegar ég sá mömmu og pabba labba inn um dyrnar á herberginu. Ég reyndi að standa upp til þess að faðma þau en ég virtist ekki geta hreyft á mér fæturna. Það var þá sem ég frétti að ég væri lömuð frá mitti og niður. Ég lét eins og mér væri sama, það eina sem ég vildi fá út úr mömmu og pabba var að vita hvort dóttir mín væri á lífi. Þau föðmuðu mig bæði og grétu og sögðu að hún hefði ekki lifað slysið af. Þetta var það eina sem sérhvert foreldri vill ekki sjá gerast, dauða barnsins síns.
Um kvöldið byrjaði ég að spyrja þau út í slysið, hvort fleiri höfðu hlotið meiðsli. Þau vildu í fyrstu ekki segja mér það en ég náði að neyða það út úr þeim. Þetta var versta atvik lífs míns. Ég hafði valdið þremur manneskjum dauða á örfáum sekúndum. Í bílnum sem ég hafði lent á var par um tvítugt. Þau létust bæði samstundis.



Ég svaf ekkert um nóttina. Það eina sem ég gat gert var að horfa upp í loftið og hugsa um dóttur mína og hvaða yfirgnæfanlegu sorg ég hafði valdið fjölskyldum þeirra sem ég olli dauða á. Hefði ég bara keyrt hægar, hefði ég bara verið að fylgjast betur með, hefði þetta líklega aldrei gerst . Þetta var það eina sem ég gat hugsað um, hefði ég gert það, hefði ég þá getað komið í veg fyrir óendanlega sorg margra fjölskyldna og ég hefði líklega ekki þurft að vera í hjólastól það sem eftir var lífs míns.
Þegar ég útskrifaðist af spítalanum keyrðu foreldrar mínir mig beint upp í kirkjugarð til þess að setja blóm á leiði elskunnar minnar og svo sýndu þau mér leiði þeirra sem dóu einnig þetta kvöld. Ég grét úr mér augun þegar ég kom að leiði elskunnar minnar. Enn rifjaðist upp fyrir mér hvað ég hefði getað breytt miklu bara með því að hafa keyrt hægar.
Þegar við komum að leiði parsins sem lá þar saman, hlið við hlið sá ég foreldra þeirra beggja við leiðið. Þau sátu þarna bara og grétu. Þegar mamma piltsins sá mig hljóp hún í áttina að mér. Ég hélt að hún ætlaði að slá mig eða ráðast á mig en þess í stað fékk ég stórt faðmlag sem innihélt mikla sorg.
Þegar komið var heim, datt ég fljótlega í djúpan svefn sem ég vildi að hefði aldrei endað af því að mig dreymdi elsku dóttur mína í fanginu á mér og rifjaði þannig upp hversu yndisleg stelpa hún hafði verið. Hún hvíslaði lágt í eyrað á mér „Mamma, mér líður vel, ekki gráta.“
Ég vissi því að hún væri komin á betri stað og að ég myndi hitta hana seinna.