Stelpur sem heita María eiga það til að vera sætar.
Næstumþví allar Maríur sem að ég hef hitti á ævi minni hafa verið að minnsta kosti nokkuð myndarlegar, en oftar en ekki gullfallegar. Svo að ég var furðu lostinn þegar að félagi minn kynnti mér fyrir frænku sinni, Maríu, í jólaboði heima hjá honum.
Ég hefði aldrei áður hitt hana, eða séð myndir af henni.
Ég man eftir því að hafa horft voðalega furðulega á hana þegar að ég tók í hendina á henni. Hún var feit, og með nokkuð mikið af bólum á enninu. Hún var líka með brúnann kaffiblett á tönnunum. Hún var þó glæsilega klædd, en ekki eins og það skipti máli.

Hún var mikið fyrir íþróttir, sagði hún mér. Uppáhaldið hennar var fótbolti, þó að hún hafði aldrei æft sjálf. Ég þoldi virkilega ekki að tala við hana. Hún sagði mér að ég minnti hana á fyrrverandi kærasta hennar sem flutti til Ameríku til að ganga í herinn.
Af eitthverjari ástæðu móðgaði þetta mig ótrúlega.
Hún spurði mig hvort að mér líkaði við fötin hennar. Ég játaði því, laug ekki.
Hún brosti og sagði að fyrrverandi kærasti hennar hafði valið þetta og gefið henni í afmælisgjöf.

Þegar að kvöldið var á enda, eftir að mest allir voru farnir úr jólaboðinu, stunduðum við kynlíf í bílnum mínum.
Og á leiðinni inn í bílinn minn, áður en það allt gerðist, spurði ég hana hvort að hún ætti sér gælunafn, eða hvort að nafnið María væri millinafn hennar sem að hún kaus að ganga undir.
Hún svaraði mér ekki, heldur hló. Ég hló líka.

Rúðunar á bílnum urðu allar móðugar, og hún teiknaði lítil hjörtu á eina af þeim.
Ég þurkaði samstundis þau í burtu,
en hún teiknaði þau alltaf strax á aftur.



Ég átti að gera jólasögu fyrir eitthverja jólasögukeppni á vegum skólans, byrjaði á eitthverju. Svo endaði það í þessu.. sem að ég efast mjög stórlega um að kennarinn myndi vera ánægður með ef að ég myndi nota í keppnina.

Ég kann ekki að skrifa holly jolly jólasögur.