Sunna stóð fyrir framan spegilinn og var næstum brostin í grát. Afhverju gat hún ekki verið falleg eins og hinar stelpurnar? Afhverju gat hún ekki verið í ótrúlega fallegum kjól með svaka hárgreiðslu og fallega máluð. En nei, hún var í gömlum kjól af systur sinni, með leiðinlegt, slegið hár og ómáluð því mamma hennar leyfði henni ekki að mála sig.
Hún sneri sér í hring, skoðaði sig að aftan en hvergi var hún skárri. Dökkt krullað hárið stóð út í loftið og leit úr eins og hálfgert afró og gleraugun sátu skökk á nefninu hennar. Hún dæsti og klæddi sig í skóna.
Það var hrollkalt úti. Hún flýtti sér eftir gangstéttinni og óskaði þess að hún hefði ekki farið í opna skó. En loks kom hún að skólanum og gekk inn, hristi snjóinn úr hárinu, hengdi af sér kápuna og gekk inn. Frammi á gangi var hellingur af fólki. Hún gekk um og sá nokkra kunningja, en engar af vinkonum sínum. Loks kom hún auga á þær, sex saman í hring, skellihlæjandi. Sunna smeygði sér inn í hringinn og sagði lágt hæ. Þær litu á hana og skiluðu kveðjunni en héldu svo áfram að tala saman. Eftir fimm mínútur af samtali sem Sunna vissi ekkert hvað var um opnuðust dyrnar á slanum og þær gengu inn. Salurinn var fagurlega skreyttur, með blöðrur og diskóljós út um allt. Stelpurnar gengu inn á mitt gólfið og Sunna fylgdi með. Svo byrjaði dúndrandi teknó og Þær byrjuðu að dansa. Þær höfðu allar einhverntímann æft dans og voru ekkert feimnar, en Sunna var mjög feimin, svo þær byrjuðu allar að hreyfa sig og dansa með tilþrifum, en Sunna bara dillaði sér rólega í takt. Fólk var brátt búið að umkringja þær svo það var mikil kremja. En enginn dirfðist rjúfa hringinn þeirra, þessar stelpur voru drottningarnar. En Sunna var bara eitthvað hirðfífl sem mátti vera með, einfaldlega því þær voru of góðar til þess að hunsa hana eða vera leiðinlegar. Sunna vissi þetta vel, en Hún vildi frekar vera með stelpum sem voru í rauninni ekkert vinkonur hennar heldur en að vera ein. Nú kom allt í einu lag sem jafnvel hún þekkti, og hún fór aðeins að dansa meira en eftir smá stund fannst henni hún vera eins og fáviti og féll aftur í sama rólega vaggið. Hinar stelpurnar tóku svakaleg hiphop-múv og dönsuðu saman. Allt í einu rakst einhver harkalega í Sunnu og hún ýttist til hliðar. Æf hrinti hún stráknum aftur inn í þvöguna og sneri sér að stelpunum. En þá hafði hringurinn lokast, og engin þeið fyrir hana að komast inn. Hún stóð smá fyrir aftan stelpurnar, en þorði ekki að troða sér inn. Skyndilega fann hún kökkinn á hálsinum og tárin safnast saman í augnkrókunum. Hún flýtti sér fram og horfði álút niður. Fæturnir hennar báru hana kunnuglegu leiðina fram á klósett og Sunna settist inn í einn básinn, dró fæturna að sér og leyfði tárunum að flóa. Nokkrar stelpur voru frammi að hlæja og taka myndir. Þessi sami bás var staðurinn sem Sunna eyddi helmingi allra balla á. Á hverju einasta balli fann hún þessa tilinningu, eins og hún ætti ekki heima þarna, og þá dreif hún sig á klósettið og grét.
Sunna sat þarna lengi og hlustaði á stelpur tala saman, vinkonur rífast og sættast, taka myndir og slúðra. Loks strauk hún augun, þótt að tárin væru löngu þornuð, og fór fram. ,,Hvar varst þú eiginlega?“ Sunnu brá, hún var ekki vön því að væri yrt á hana. ,,Æji. Fór bara fram aðeins….” Linda hló. ,,Aðeins? Þú varst svona korter frammi eða eitthvað.“ Sunna roðnaði og vonaði að það sæist ekki í myrkrinu. ,,Já ég var bara að tala við eitthvað fólk…” Linda brosti og blikkaði hana svo. ,,Skil.“ Nú heyrðist rödd í kallkerfinu. ,,Fariði nú að finna ykkur dansfélaga, því hér kemur lagið Hide and Seek með Imogen Heap.” Allir hættu að hoppa og strákar byrjuðu að leita að stelpum til að dansa við. Brátt stóð Sunna eftir ein. Öllum hinum hafði verið boðið upp í dans. Sunna dæsti og gekk út að enda salarins og settist með hinum óheppnu stelpunum. Þetta var svona alltaf, allar fengu að vanga nema hún. Linda vangaði við Steinar, Ásta vangaði við Danna, Beta við Kristján, Hanna við Gumma, Steinunn og Gunni, Sara og Arnar. Og Sunna, ein.
Ballið var búið. Eins og alltaf var troðningur í fatahenginu, en Sunnu tókst að finna kápuna og koma sér út. Hún nennti ekki að tala við hina og finna enn betur hvað hún var útundan. Svo hún gekk ein heim í kuldanum. Þegar hún kom heim labbaði hún strax upp til sín og lagðist í rúmið. Hún grét sig í svefn.
Chuck Norris getur deilt með núlli