Í upphafi var ekkert, ekkert nema tómið. Hið mikla stóra tóm, tóminu leiddist og tómið var einmanna þar til dag einn að tómið fann lausn á þessari miklu eymd og leiðindum. Tómið áttaði sig á því hversvegna það var einmanna, það var einmanna því það var eitt og sér, ekkert annað. Svo tómið ákvað að skapa eitthvað, eitthvað rosalega sérstakt, einstakt, frábært og æðislegt. Tómið var tilbúið að gera hvað sem er, bara til þess að hætta að vera einmanna.

Tómið fórnaði svo hluta af sjálfu sér til þess að búa sér til heimili, tómið skapaði himinn, tómið skapaði jörð. Nú átti tómið heimili (jörðina) með príðindis þaki (himininn). En eigi leið harla langur tími uns tómið var aftur einmanna, hvað er svosem gaman við að eiga stórt flott heimili ef heimilið er tómt? Tómt heimili er svo einmannalegt og niðurdrepandi.

Tómið hóf því að skapa hluti til að fylla heimili sitt úr hluta af sjálfu sér. Tómið skapaði vötn, tré og fjöll. Tómið leit því næst yfir heimili sitt og sá að verk sitt var harla gott, nánast einsog alvöru atvinnu stílisti eða tískulögga hafi hannað það. En samt var tómið einmanna, tóminu leiddist. En þá, þá allt í einu rann það í ljós fyrir tóminu hvað það var sem því vantaði, tóminu vantaði vini. Allir verða eiga að vini, það er svo einmannalegt að vera alltaf einn og vinalaus.

Þá tók tómið úr sér enn einn hlutann og notaði til að skapa sér vini. Þessa vini kallaði tómið , gullfisk og górillu. En gullfiskurinn og górillan vildu ekki vera vinir tómsins, þau virtu það ekki viðlits, urðu þess í stað góðir vinir og gutu af sér mörg börn, þessi börn nefndust sígaunar. Út frá górillunni, gullfisknum og sígaununum uxu svo mennirnir. Tómið sá að ekkert af þessum “vinum” sýndu því athygli svo það tók því enn stærri hluta af sér enn nokkru sinni fyrr , tómið notaði þann hluta til að skapa heilan aragrúa af alskyns nýjum og “góðum vinum”, vinirnir höfðu allir sitthvora lögunina og eiginleikana. Því næst gaf tómið þeim öllum sitthvort nafnið, sem dæmi má nefna, örn, fill, tígrisdýr og antilópa. Nú var tómið öruggt um að því myndi ekki leiðast, það myndi eignast “sanna vini”.

En, enn og aftur varð tómið fyrir vonbrigðum, þetta voru engir vinir, þessar verur sem tómið hafði skapað sýndu bara hvorri annari áhuga en ekki tóminu, tómið var þunglynt og tómið var einmanna. Tóminu leyst alls ekki á heiminn er það hafði skapað, tómið flutist því burt og fór að búa annarstaðar, í nýjum fullkomnum heimi sem það hafði skapað. Stað þann er einungis þeir er eru sannir vinir komast á, hinir sem ekki verðskulda það eru dæmdir til eilífðar einveru…líkt og tómið í upphafi.