Fimmti kafli í sögunni minni. Öll sagan er lesanleg á www.folk.is/lagahofundur .

Eftir elsku augna- og nýrnasamlokuna mína var kominn tími á heimalærdóm. Þess vegna fór ég upp á bókasafn.

Ég opnaði hurðina og fór inn. Valdi mér gott borð og settist við það. Fór að gera heimslunámið.

Það átti að semja ljóð. Uppáhaldið mitt. Þó ég hati ljóðin mín að eðlisfari rétt eftir að ég er búin að skrifa þau þá finnst mér gaman að skrifa og geri það mjög mikið. Námsefnið var sérstakt. Skrifið um galla ykkar.

Ég skal segja ykkur frá mínum göllum. Ég er fædd með klofinn góm, en ekki skarð í vör og er mjög heppin með það. Svo er ég líka með hryggskekkju. (Alltaf sama heppnin í mér?)

Og svo kemur mesta leyndarmálið mitt. Ég er einhverf. Það er ekkert mikil einhverfa, bara rétt svona Aspergerheilkenni, sem Einstein var líka með þannig að það er í rauninni ekkert til að skammast sín fyrir. En því miður virtust Plaststelpurnar(Vúff, ég er alltaf að finna ný nöfn á þær) ekki fatta það. Þær eru alltaf að tala um hvað einhverft og fatlað fólk er heimskt og rakka það niður. Ég skal gefa ykkur dæmi:


Pollý: Úps

Assa: Ohh, Pollý þú ert svo einhverf!!!

Eða:

Tína: Fokk, þú ert svo fatlaður!

Eða, Það langversta sem ég hef séð þær gera:

*Gaur með downs-heilkenni labbar framhjá þeim*

Pollý: Hey! Manni! Ertu fatlaður?

Gaurinn: Já.

Assa, Pollý og Tína: AHAHAHAHAHAHAHAHA

Tína: Hey, ertu einhverfur?

Gaurinn: Já.

Assa, Pollý og Tína: HAHAHAHAHAHA

Assa: Ojjj……Þú ert mongólíti!!

Gaurinn: Það má orða það svoleiðis..

Assa, Pollý og Tína: MONGÓLÍTI! MONGÓLÍTI! MONGÓLÍTI!

Sem betur fer opnaði mötuneytið þá og þær drifu sig í röðina. Hver veit hvað hefði annars getað gerst?


Og af þessu sjáiði að það er lífsins ómögulegt fyrir mig að viðurkenna að ég sé einhverf.

Hvar var ég aftur?

Ó, já. Ljóðið.

Ég get ekki skrifað um gallana mína, það er mér lífsins ómögulegt!

Engir fleiri kostir?

Jú, ég get skrifað um þá persónu sem mér líkar verst við. Djöfull er ég heimsk að lesa ekki allt strax.

Og….ég veit alveg hvern ég á að skrifa um. Hverja.

Hún byrjar á A og endar á ssa. Eða kannski byrjar hún núna á A og endar á ssa beibí.

Sjitt….Ég veit ekki hvað hún heitir! Hvað er sorglegra en að hata manneskju sem maður veit ekkert hvað heitir?

Dem, það lítur út fyrir að ég þurfi að spyrja hana.



Plösturnar(Nei, núna verð ég að hætta að finna ný nöfn) sátu í borðinu í miðjunni, þar sem þær sjá allt og allir sjá þær (og vel á minnst, borðið er úr plasti(Djöfullinn, hættu þessum plastskap, ——- )).
Og þangað fór ég með mína hugrökku sál til að spyrja Össu.

Assa: Hvað vilt þú?

Ég: Hvað heitirðu?

Assa: Ertu eitthvað illa heimsk?

Ég: Hvað heitirðu?

Assa: Hálviti.

Ég: Ókei.

Síðan labbaði ég til baka og byrjaði að gera ljóð um Hálvita.
Kveðja, vodni galdrakalrinn Njartak.