Líf mitt er eins og saga, sveipuð dulúð og svolítilli spennu, dálitlum hasar, handfylli af rómantík og of mikilli hræðslu.

Þennan marsmorgun sem ég fæddist var niðamyrkur, ekkert bærðist, það var sem allt og allir væri að bíða komu minnar, sem ég væri meira en bara lítið stúlkubarn, sem líf myndi hafa meiri merkingu en bara það að ég fæddist, lifði og svo dó.
Faðir minn var ekki viðstaddur þegar ég fæddist, hann var vant við látinn, líklegast að ríða konunni sem hann bjó með, móður tveggja bræðra minna, annars sem er heilli meðgöngu eldri en ég, ég var getin á fæðingardaginn hans.
Móðir mín stóð í þessu ein, hún vissi innst inni að faðir minn myndi bregðast henni, að hann myndi ekki koma þrátt fyrir að hann hafði lofað henni því, ónytjungur.
Móðir mín hafði starfað hjá honum sem ráðskona, verið barnfóstra bræðra minna og eldri systur sem hann átti með enn einni konunni, reyndar systur þeirrar sem á bræður mína, hversu flókið átti þetta líf mitt eftir að verða.
Hún hafði farið norður í land að vinna, hann hafði boðið henni sæmileg laun, þak yfir höfuðið og fæði, hann hafði hinsvegar gleymt að nefna það að hann var alræmdur kvennabósi, þegar móðir mín kom til starfa hjá honum átti hann þegar fimm börn, með þrem konum.
Hann heillaði móður mína uppúr skónum, hún var ung og áhrifagjörn eins og ég átti eftir að verða mörgum árum seinna, hann bauð henni veröldina, gleymdi bara að nefna að hann ætlaði að sofa hjá fleiri konum en henni, ónytjungur.
Hann sagði við móður mína að samband hans og hinnar konunar væri búið, hann svæfi bara við hlið hennar því að sonur þeirra og eldri systir mín sváfu inni hjá þeim, hann vildi að þau héldu að allt væri í lagi, lygar.
Móðir mín vissi ekki af þungun hinnar konunar fyrren fór að sjást á henni, þá höfðu móðir mín og faðir þegar byrjað að eiga stolnar stundir, hann hætti á endanum með hinni konuni, en þó ekki fyrren rétt fyrir fæðingu bróður míns.
Faðir minn, móðir mín og systir voru á vesturlandi þegar honum bárust fréttir af því að konan væri með hríðir, að hún þarfnaðist hans, hann fór ekki til hennar, þessa nótt var ég getin miðað við alla útreikninga, finnst það ekki ólíklegt.
Hin konan missti alla stjórn á sér þegar bróðir minn var nokkura mánaða, hún tapaði glóruni, kastaði bróður mínum úr vöggu sinni, lærbraut hann, barninu var komið á sjúkrahús, móðir mín sat hjá barninu í viku, faðir minn og hin konan komu ekki, þau svöruðu ekki þegar móðir mín hringdi, var sem enginn væri heima.
Þegar var farið að sjá á móður minni, hún ákvað á þessari stundu að hún færi frá föður mínum, getnaður minn var í óþökk fjölskyldu hans, ömmu systir mín hafði úthýst móður mína, sagt að ég yrði aldrei velkomin á heimili hennar, að ég væri bastarður, ég er stolt af því að vera bastarður.
Móðir mín fór á puttanum á býli föður míns, pakkaði saman eigum sínum sem hin konan hafði ekki gereyðilagt og hringdi á næsta bæ og bað um far í næsta þorp þar sem hún gat tekið rútu.
Móðir mín fór aftur á heimaslóðir sínar, til systkina og móður sinnar en faðir hennar hafði látist nokkrum mánuðum áður, ákveðni og sjálfstæði móður minnar finnst mér vera aðdáunarvert, hún lét ekki stöðva sig í því að gera það sem best var fyrir barnið sem hún bar undir belti, mig.
Faðir minn biðlaði hennar að koma aftur, að hann myndi láta hina konuna algerlega róa, móðir mín trúði honum ekki því hún vissi að hin konan hafði gefið honum tvo kosti, annað hvort tæki hann saman við móður mína og hann fengi aldrei að sjá syni sína aftur eða þá að hann væri hjá henni og léti móður mína róa, móðir mín tók þessa ákvörðun fyrir hann því hann virtist ekki hafa getuna í það, móðir mín lét föður minn róa.
Móðir mín fór norður aftur stuttu fyrir fæðingu mína, vildi gefa föður mínum færi á að vera viðstaddur, vildi gefa fjölskyldu hans færi á að sjá mig áður en við færum í Reykjavík og svo aftur vestur.
Faðir minn kom ekki til fæðingar minnar, getur vel verið að hann hafi haft lögmæta ástæðu til þess, ég mun hins vegar aldrei trúa henni, hann sveik ekki bara móður mína heldur mig.
Hann kom daginn eftir að ég fæddist, móðir mín gaf honum nafnrétt minn, hann kaus að nefna mig eftir föður móður minnar og ömmu minni í móður fjölskyldu hans, hann kaus mér góð nöfn hann má eiga það en í mínum augum var nafnrétturinn móður minnar.
Hann var ekki viðstaddur skírn mína, var ekki einu sinni á þeim landshluta, systir móður minnar og vinir hennar voru viðstaddir, ég veit ekki hverjir skírnarvottar mínir voru, sem kannski er betra þar sem ég er ekki kristinar trúar lengur.
Móðir mín fór aftur til fjölskyldu sinnar, einn daginn þar sá hún auglýsingu þar sem leitað var eftir ráðskonu, það skipti ekki máli ef hún ætti barn eða ei, vantaði bara ráðskonu sem fyrst, móðir mín svaraði þessari auglýsingu og fékk hún starfið.
Þegar ég var tíu vikna héldum við vestur í Dali en þar bjó þessi maður sem leitaði að ráðskonu, móðir mín féll flöt fyrir þessum fallega manni sem hún átti að fara að vinna fyrir, dökkt hár hans og stríðnisleg blá augun kipptu undan henni fótunum.
Í sannleika sagt þá féll þessi maður einnig fyrir síðhærðu, dökkhærðu konunni með brúnu augun, hann elskaði mig einnig frá fyrstu stundu, litla ljóshærða engilinn með dimmbláu augun, hann sá eitthvað í okkur mæðgum sem hann vissi að hann myndi alltaf elska.
Innan við viku frá því að móðir mín kom til starfa hjá þessum yndislega manni voru þau farin að slá sér upp saman, hann kom fram við mig sem hann ætti mig, bróðir hans bjó einnig á býlinu, tók hann einnig ástfóstri við mig.
Foreldrar þessa yndislegu manna bjuggu einnig í Dölunum á sumrin en á veturnar hjá einni systur þessara manna, þetta var stór fjölskylda sem við móðir mín urðum hluti af.
Móður minnar var beðið innan við mánuði frá því að hún byrjaði að vinna hjá stjúpa mínum, hann sagði henni að hann myndi ekki elska aðra konu en hana og hann myndi ætíð elska hana, að hann gæti ekki hugsað sér lífið án hennar, persónulega finnst mér að hann hefði ekki átt að lesa rauðu seríuna…
Móðir mín játaðist honum sem betur fer, hún elskaði þennan mann sem hafði tekið henni og dóttur hennar opnum örmum og aldrei spurt óþægilegu spurningana, hvers vegna blóðfaðir minn og hún væru ekki saman, hversvegna hún hafði kosið að fara vestur á land fremur en að vera hjá blóðföður mínum, stjúpi minn er og var svo sannarlega gull af manni.
Fyrsta árið mitt var líklega það besta sem barn hefði geta átt, Batman (nafnið sem ég gaf bróður stjúpa) lék við mig þegar hann var ekki upptekinn við bústörfin, tók mig með sér í fjárhúsin, leyfði mér að læra með því að vera með sér, stjúpi minn gerði slíkt hið sama.
Stjúp amma mín og afi voru mér afar góð, ég man ekki eftir því en mér er sagt að þegar ég var barn hafði ég þekkt afa og bróður afa í sundur á ullarsokkunum, annars var ekki hægt að gera upp á milli þeirra, er mér einnig sagt að ég hafi týnt lónna af sokkum þeirra og stungið uppí mig, kemur einhvern vegin ekki á óvart ef ég færi að hósta upp ullarboltum….
Móðir mín og stjúpi höfðu ekki verið lengi saman þegar móðir mín var aftur með barni, það varð ekki barnslán því að hún missti nokkrum vikum seinna, þetta barn átti ekki að verða, ekki löngu seinna varð hún aftur með barni.
Systir mín fæddist um það bil sem móðir mín hafði verið tvö ár vestur í Dölum í júní, hún var lifandi eftirmynd stjúömmu með liðað rauðgullið hár, enda fékk hún nafn hennar og móður ömmu okkar, systir mín hafði þó fæðst með einn fæðingargalla.
Annan daginn í lífi systur minnar fór hún í sína fyrstu aðgerð, hún hafði fæðst með klumbufætur, þegar móðir mín sá fætur systur minnar þegar hún fæddist minntist hún svolítils sem ég hafði sagt við bumbuna eitt sinn, „Við munum laga táslin þín kúla”, þetta sagði ég víst stuttu eftir að bumban hafði byrjað að myndast á móður minni, ég hafði vitað að eitthvað hafði verið að, einhvernvegin.
Næstu tvö árin eftir fæðingu systur minnar gerði ég lítið annað en að flakka á milli heimila, ég var sett í pössun hér og þar en ég undi mér vel, fannst ekkert að því, fannst gaman að vera á flakki, reyndar myndi það útskýra flökkueðli mitt í dag.
Talað er oft um það að þegar ég var líklega um þriggja ára hafði systir mín verið að gráta úti í vagni og þótti mér greinilega ekkert um það að ekki væri sótt grenjandi barnið, tókst mér einhvernvegin að rífa krakkann uppúr vagninum sem var hærri en ég, draga hana inn en hún hafði þagnað um leið og ég fór að dröslast með hana, kom henni til móður okkar og húðskammaði móður okkar fyrir það að hafa ekki þaggað niður í krakkanum því að hún hafði verið að trufla mig!
Þegar ég var á fjórða ári varð móðir okkar aftur barnshafandi, ég vissi það nóttina sem systir okkar fæddist að núna væri nýja barnið fætt, amma var að passa mig, ég man þessa nótt gífurlega vel þrátt fyrir að vera eingöngu fjögurra ára, ég hafði séð konu eina sitjandi í stól inni í herbergi hjá mér, hún var forkunarfögur, dökka síða hárið hennar, dimmblá augun, kjóll hennar í sama lit og augu hennar, einn eyrnalokk hafði hún með rauðum eðalstein, ég sagði ömmu frá því sem ég hafði séð, hún trúði mér ekki, ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart.
Foreldrar mínir komu heim af sjúkrahúsinu með nýju litlu systurina og hina sem hafði fengið í leiðinni nýtt gipsi, ég man það hversu stolt ég var af þessari litlu stúlku sem var svo lík foreldrum okkar, dökk lóin á höfði hennar og svört augun, hún var með svört augu þegar hún fæddist, urðu reyndar fagur brún seinna meir.
Ég var gífurlegur einfari, lék mér mikið ein úti, að minnsta héldu allir að ég væri ein en ég man vel eftir því að ég átti leikfélga, hann var með dökkbrúnt hár, hrokkinhærður með augu eins og moldin var á litin þegar það var búið að bleyta vel uppí henni, hann var sérlega fallegur þessi vinur minn.
Þegar systur mínar fóru að hafa aldur til lék ég mér við þær og minna við þennan vin minn en hann er mér enn minnistæður, hann átti eitthvað í mér sem ég elskaði, hann lét mér líða vel, ég var aldrei ein þegar hann var nærri.
Á sumrin var mikið leikið sér við krakkana sem komu í bústaðina, börn og barnabörn systkina stjúpa míns, ég lagði þó hatur á einn bróður stjúpa míns, hann hafði alltaf horn í síðu minni, ég man eftir nokkrum skiptum þar sem hann reiddi höndina til höggs, í nokkur skipti sló hann til mín.
Fimmta ár mitt varð þó eitthvað það versta sem ég hafði átt…

—-

Hvernig finnst ykkur svo fyrsti kafli/hluti þessarar sögu minnar… er hún eitthvað að meika sens?