Ég skrifa oft þegar mér líður illa, og núna skrifaði ég sjálfsmorðsbréf og þennan pistil, mér finnst gott að skrifa sgur þegar mér líður illa. En endilega lesið þetta…

Móðir mín er fjarverandi, bróðir minn og besti vinur, fjarverandi, pabbi minn er líka fjarverandi, og systir mín er einhversstaðar niðri í bæ, í mikilli fýlu við mig.

Ég og pabbi getum varla átt venjulegar samræður, án þess að allt fari í háaloft og endar með heiftarlegu rifrildi og hugsanlega hrindingum og slagsmálum. Ég og mamma tölum varla saman. Bróðir minn er of langt í burtu til að geta talað eitthvað við hann af alvöru. Systir mín er nýkominn með kærasta, og er heltekinn af honum. Enginn tími fyrir fjölskylduna neitt lengur.

Ég hef tekið þátt í stórum glæp, ég hef gert stór mistök. Lögreglan hefur verið á eftir mér, oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar. Mamma er að hugsa um að senda mig á heimili fyrir vandræðaunglinga. Fólk dæmir mig oft of fljótt, dæmir mig útaf útlitinu, útaf því hvernig tónlist ég hlusta á, og útaf því hvernig fötum ég klæðist. Ég klæði mig í víðar gallabuxur og hettupeysur, og ég hlusta á hiphop.

Tveir bestu vinir mínir fluttu úr bænum þegar ég var lítill. Ég hef reyndar aldrei átt neinn alvöru vin, engann vin sem ég get treyst fullkomnlega. Engann vin til að segja leyndarmál. Engann vin til að fá ráð við vandamálum.

Reyndar hélt ég einu sinni að ég ætti sannan vin. Hann hringdi í mig þegar hann var alveg við það að fremja sjálfsmorð, þegar hann var djúpt í þunglyndi. Við spjölluðum saman og ég náði að bjarga honum frá því versta sem gat gerst. Hann er ánægður í dag, vinsæll, fyndinn, hlær mikið, skemmtir sér, og á marga vini sem hann getur treyst.

Annar vinur minn hefur verið í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef verið í sjálfsmorðshugleiðingum sjálfur. Rétt áðan, var ég pirraður, ég pirraðist mikið því ég fann ekki innstungu, því ég sullaði niður vatni, því ég ýtti á vitlausan takka á símanum þegar ég var að senda sms, þegar ég missti popp í gólfið, allt sem ég gerði, gerði mig pirraðan. Stuttu seinna stóð ég fyrir framan spegilinn, starði í augun á sjálfum mér, reiður og grátandi, með hnífinn í hæri höndinni. Ég stóð og starði á sjálfan mig og hugsaði, hugsaði um hvað myndi gerast ef ég myndi fremja sjálfsmorð. Myndi einhver sakna mín, myndi einhver virkilega mikið sakna mín? Myndi fólkið gleyma mér daginn eftir, yrði ég ekkert lifandi í minningum þess, og í hjarta þess?

Ég hugsaði um vini mína, mér var alveg sama um þá, þeir höfðu svikið mig áður, oftar en einu sinni. Ég hugsaði um fjölskylduna mína, mér kom illa saman við alla þar, nema bróður minn, en ég heyri svo sjaldan í honum.

Ég hugsaði um ættingjana mína, hugsaði um litlu frænku mína, sem er að verða 2 ára á þessu ári. Ég man þegar hún kom í heimsókn í sumar, horfði á mig, kallaði nafnið mitt og hljóp að mér, og faðmaði mig. Ég man þegar ég sat í sófanum að horfa á sjónvarpið, stóð upp, og hún stal sætinu mínu og horfði á mig með þvílíkum prakkarsvip. Ég man þegar hún hló og brosti til mín, þegar ég lék pínu við hana.

Ég fór allt í einu að hugsa um alla sem mér þótti vænt um. Í rauninni var það bara þessi frænka mín, eldri systir hennar sem er 6 ára núna, og Heiðdís. Ég ákvað að leggja hnífinn niður, því ég bókstaflega lifi fyrir þessar þrjár stelpur. Frænka mín, systir hennar, og Heiðdís, stelpan sem ég er svo hrifinn af.

Ég horfði á mynd af Heiðdísi og fékk tár í augun, augun sem ég var nýbúinn að þurrka með erminni á peysunni. Ég táraðist meira og meira. Ég brosti, í fyrsta sinn í langan tíma. Það var yndislegt að geta loksins brosað, ég brosti í gegnum tárin. Gleðitár og þunglyndistár, lentu öll saman í koddaverinu. Tilfinningarnar blönduðust saman, ást og hatur, gleði og reiði, hamingja og sorg. Ég var að upplifa allt of margt á of stuttu tímabili.

Óvísvitandi, þá björguðu mér frá dauða, þrjár ungar stelpur. Ein þeirra er tveggja ára, hin sex ára, og önnur 16 ára.

Það les örugglega engin af þeim þetta, en ég vildi bara þakka þeim fyrir.