Í húsi littlu í vesturbæ býr gamall maður er ber nafnið Guðmundur.
Guðmunudr býr einn í húsinu með kettinu sínum Njáli.Á hverjum degi
í hádeginu fær Guðmundur sér góðan göngu túr útí fiskbúð til að kaupa ýsu í soðið handa Njáli.

Dag einn gerist það svo að það er brjálaður stormur úti svo Guðmundur hugsar með sér “neeei veistu ætli ég láti köttin ekki sætta sig við dósamat í hádeginu í dag”
svo hann opnar dós og kattamat og lætur i dallinn hans Njáls.En Njáll gerir ekkert annað en að horfa á Guðmund byðjandiaugum og væla.Guðmundur segir við Njál “því miður Njalli minn
það er bara svo brjálaður veður úti að þú verður að sætta þig við dósamat í dag” og enn horfir Njáll bara á Guðmund .Og þá gefst Guðmundur upp og huxar með sér.“jah hver andskotinn
ég klæði mig bara vel og röllti þetta og kaupi í matinn fyrir katta greyjið”

Svo guðmundur byrjar að klæða sig í.Hann fer í lopapeysu,síðar næsrbuxur og setur á sig trefil,húfu
og vetlinga svo klæðir hann sig í úlpu og snjó buxur og arkar af stað útí fiskbúð.Guðmundur berst við vindinn og getur tæplega staðið í lappirnar en mjakast sammt hægt og rólega áfram.Eftir langa og erfiða göngu er hann loxins kominn út á endann á götunni sinni.Þá á hann því einungis helminginn eftir.

Nú versnar veðrið til muna og vindurinn er orðinn all svakalegur og sjórinn gersamlega hrinur niður.
En með naumindum tekst Guðmundi að klaungrast í gegnum þetta og lox er hann kominn að fiskbúðinni er hann kemur að dyrunum og tekur í þær þá bifast þær ekki.Hann tosar aftur en ekkert gerist.
svo skefur hann smá snjó af rúðunni til að kíkja inn og sjá hvort það sé opið og sér þá miða í glugganum
sem stendur á:
“lokað í dag vegna veðurs”