Litlir fingur partur 3 Marta hallar sér aftur í stólnum. Óskiljanleg orð um jöfnur, prósentur og brot fara inn um annað eyrað og út um hitt. Hún gýtur augunum feimnislega til Friðriks. Hann er umkringdur strákum á allar hliðar. Hann er nýtt kjöt og rándýrin meta hvort hann sé þess virði að vera með í hópnum. Nokkrum borðum frá sitja utangarðsmennirnir og hræ-æturnar. Einungis ef að aðal rándýrin hafna honum þá hafa hrægammarnir leyfi til að tæta hann í sig.
Marta brosir, ef hann bara vissi hvernig henni liði. Samtalið í gær var bara vinasamtal. Það er samt einhvers virði, getur hún huggað sig við. Fyrsti vinurinn. Jafnvel þó að hún finni vissa huggun í þessu þá getur hún ekki komið í veg fyrir að undirmeðvitundin grátbiðji um einhvað meira.
Það hringir út og Marta skýst eins hratt út um dyrnar og hún kemst. Það er fastur liður þegar nýr krakki kemur í bekkinn að sýna honum hvernig er best að niðurlægja þann sem er neðstur í fæðukeðjunni. Hún er kominn út úr stofunni, smeygir sér inn á klóset og læsir að sér. Hún heytir mikinn umgang frammi á gangi svo hún stígur upp á klósetið og kíkir í gegnum rifuna á milli dyrinnar og stafsins.
Strákarnir hafa myndað hring og Marta reynir að færa sig án þess að láta heyrast í sér til að sjá betur. Inn í miðjum hringnum sér hún lítinn og brothættann strák. Hnéskeljarnar á honum skjálfa og í augunum sem að virka ógnar stór í gegnum gleraugun skýn ótti. Trausti. Littla greyið. Vanalega þegar Marta er veik eða of fljót fyrir krakkana þá er hann næstur í goggunarröðinni. Strákarnir þétta hringinn enn meira og Marta heyrir óp sem að er kæft snögglega.
Hún sígur niður á klósetið og hniprar sig saman. Þrátt fyrir að hún taki fyrir eyrun þá heyrir hún allt. Ekkasogarnar í Trausta og vesældarlegar tilraunir hans til að bíta á jaxlin, hrópin og hláturinn í stelpunum sem að standa álengdar og hvetja strákana áfram og sterka hnúana sem að merja varnarlausann líkama Trausta.
Að lokum hættir það, hún heyrir Trausta flýja skælandi í burtu og krakkarnir labba hlæjandi í burtu. Hún opnar dyrnar varlega en sér hlut sem að hennar áliti er enn meira truflandi heldur en barsmíðarnar.
Friðrik labbar upp ganginn og stelpa hjúfrar sig upp að honum. Hún snýr upp á ljóst hárið og hlær smeðjulega en Marta heyrir vandræðalegann hósta í Friðrik og stamandi rödd. Hún heyrir ekki hvað þau eru að segja en um leið og þau eru horfin upp næsta gang skellir hún hurðinni eins fast og hún getur aftur í lás og grefur andlitið í höndum sér.
Fyrsti dagurinn hjá Friðrik í skólanum og hann er strax búinn að næla sér í stelpu. Ekki skrítið, hann er sætur, skemmtilegur og verður brátt líklega mjög vinsæll, hvað meira gæti stelpa beðið um? Núna er hann örugglega búinn að gleyma öllu um littlu óvinsælu Mörtu. Mjög hljóðlega og hálfgerðlega án þess að taka eftir því brestur Marta í grát og hjúfrar sig saman úti í horni á einmanalegum klósetbásnum.

Marta flýtir sér heim úr skólanum. Bæði útaf því að hún er enn og aftur að forðast krakkana og líka útaf því að Heimir ætlaði að leika við vin sinn Reynir og hún vill helst komast sem fyrst heim úr skólanum og fá að syrgja í friði. Þegar hún kemur heim fleygir hún skóladótinu frá sér og leggst upp í rúmið í ölum fötunum. En hún getur ekki grátið. Hún kláraði öll tárin í skólanum og finnst einnig að hún geti ekki leyft sér að gráta meira. Hún lítur á símann. Vonast til að hann hringi. Henni er alveg sama hver það væri. Pabbi hennar, Friðrik, Heimir, meira að segja hver sem það er núna sem að mamma hennar vinnur fyrir. Bara að einhver myndi hringja og segja henni að allt verði í lagi.
Hún stendur upp og lítur á símann. Hugsar um samtalið sem að hún átti við Heimi sem að fór í gegnum þennan hlut. Og hvernig henni leið eftir þetta samtal. Eins og einhver elskaði hana og virti hana. Eins og það væri sannleikurinn. En það var bara lygi. Orðin sem að þetta tæki flutti til hennar voru bara lygi. Sannleikurinn sjálfur, bara lygi.
“Þú laugst að mér,” hvæsir hún að símanum. Reiðin bullar í henni eins og heitt vatn og að lokum gýs hún. Hún reiðir hendina fram til höggs og slær eins fast og hún getur í símann sem að þeytist út í vegg.
Hún finnur stingandi sársauka í hendinni og sér að henni er byrjað að blæða. Glæpsamlega tært rautt blóð rennur úr hendinni á henni. Hún ýtir á sárið og finnur þrátt fyri alla eymdina fyrir einhverri huggun í grunnu sárinu. En um leið og það hættir að blæða finnur hún að sársaukinn hvolfist aftur yfir hana. Littla hjartað hennar hamast og henni líður eins og það sé við það að springa. Þetta gengur ekki lengur, þetta er of mikið. Hún nær í hníf í eldhúsinu og sest upp í rúmið sitt. Eggjað blaðið rennur ljúflega yfir hendina og blóðið fossar fram. Sársaukinn í hendinni er stingandi en um leið finnur hún að sársaukinn í brjóstinu verður ekki jafn óberanlegur. Hjartað hættir að hamast og henni líður eins og það stoppi með nokkura sekúnda millibili. Hún tekur óhreinann bol af gólfinu og vefur honum um hendina. Engu að síður drjúpa litlir fagurrauðir dropar á gólfið og mynda hjartalaga klessur. Eða kannski er hún bara að ímynda sér það.
Marta hjúfrar sig saman og lokar augunum. Kannski verður allt betra þegar hún opnar þau aftur. Ef hún opnar þau aftur. Hinni eilífi svefn er freistandi og allt virðist vera miklu betra hinum megin.

Framhald, well who knows…