Selma og Anna voru frænkur, stundum nánar en oftast mjög ólíkar og áttu fátt sameiginlegt. Þær áttu það þó til að hjálpa hvor annarri í neyð.
Selma var tveimur árum eldri en Anna, semsagt 27 ára en Anna var að verða 25. Selma var mjög vinsæl í allra augum, mjög sjálfsörugg, frekar bjartsýn…eða einum of bjartsýn í augum Önnu, sem var mjög jarðbundin, heiðarleg og traust manneskja sem ekki allir vissu að þeir gætu leitað til því hún bar þess ekki merki. Anna var lítil og saklaus stelpa sem margir strákar héldu að þeir gætu auðveldlega náð sér í en innst inni átti hún þetta stóra skap þegar einhver misbauð henni og þá varð fólk hissa og hugsaði með sér:“Er þetta hún Anna okkar að opna sig fyrir heiminum?”

Selma djammaði mikið en Anna var heimakær og dundaði sig við alls kyns handavinnu sem hún var svo lagin við, var einnig mjög fjölhæf stelpa.

Eina helgi í júlí hittist fjölskyldan, mæður stelpnanna sem voru systur og hin systkini mæðra þeirra með sín börn, í sumarbústað sem Rannveig, elsta systir mæðra þeirra átti með sínum manni. Það átti að vera sveitaball með Páli Óskari og þær voru mjög spenntar.
Þær máluðu sig og voru lengi að koma sér á staðinn, þar sem Selma tók mikinn tíma í að mála sig og var á síðustu stundu með allt á meðan Anna var löngu tilbúin og var búin að mála sig um kvöldmatarleytið.

Loks var lagt af stað, en Selma og Anna voru mest spenntar yfir þessu að hitta Pál Óskar. Systir Önnu, Hún Ingibjörg, hennar kærasti Stjáni óku þeim á ballið en voru sjálf í mjög stuttan tíma þar. Selma fann aðeins meira á sér en Anna, sem ekki var vön að drekka og var “á lausu”.

Það var eitthvað sem Selma gerði með augnaráðinu til að laða að sér alla “súkkulaðigæjana”. Anna var líka bráðmyndarleg en bar ekki mikið traust til þessara “Barbie-Ken look gæja” Þeir voru of sætir til að vera til. Hvers konar blöndu af tveimur einstaklingum þarf til að vera svona mikið súkkulaði? Vinna foreldrarnir hjá Nóa-Síríus?

Anna var ekki til daðurs gerð. Bara skemmti sér konunglega, en drakk í fyrsta skiptið það mikið að hún varð veik daginn eftir og hefði alveg getað sleppt áfenginu. Hún dansaði við einn náunga sem var mjög eðlilegur í viðmóti og kurteis, þau kysstust og vönguðu. Ballið var búið og hann bað um símanúmerið hennar en hún vissi alveg að hann myndi ekkert hringja…been there done that!!!

Á þessu litla balli tókst Selmu og Önnu að týna hvor annarri. Anna hugsaði með sér að kannski hafi hún látið Ingibjörgu og Stjána sækja sig svo hún byrjaði að labba að bústaðnum sem var frekar langt í burtu. Hún hafði aldrei fundið svona mikið á sér og svimaði mjög mikið en ballið var æðislegt og hún sá ekki eftir að hafa tekið aukaföt með sér.

Hún mætti bíl og í honum voru Ingibjörg, Stjáni og Bergur, bróðir Önnu og Ingibjargar. Hann var 16 ára og fílaði ekki svona sveitaböll, en þarna var ungt fólk á ýmsum aldri.

Þau fóru upp á loft í bústaðnum þar sem þeirra svefnpláss var og sofnuðu fljótt.

Daginn eftir fara allir nema Selma og Anna, út að veiða. Anna hafði veitt fullt af fiskum daginn áður og skórnir meiddu hana eftir langa göngu að vatninu. Selma og Anna fóru í heita pottinn, en voru yfirheyrðar af systrunum þremur sem voru mæður þeirra og elsta systir mæðranna, hún Rannveig sem átti bústaðinn. Selma var ekki mikið fyrir að segja frá, en Anna, sem bara gat ekki logið neinu, sagði frá öllu. Þær gerðu ekkert nema að skemmta sér. Selma var með mórall þegar meira og meira rifjaðist upp sem hún hafði sagt við fólk en Anna var orðheppin og hafði engan móral.

Loks þegar allir voru farnir, fór hún Selma að segja frá því að hún héldi framhjá manninum sínum! Anna þagði og hlustaði. Selma talaði alltaf út í eitt og Anna var góði hlustandinn. Það var eitt vandamál! Nýi gæinn, sem var mikill súkkulaðigæi, eins og allir þeir sem leita til hennar þegar hún gefur þetta leynilega augnaráð sitt, vildi bjóða henni í mat. Nýi gæinn hét Lúlli (Lúðvík) og vinur hans ætlaði að grilla fyrir þau. En vandamálið var það að þessi vinur hans, hann Sæmi, vildi ekki vera “þriðja hjólið” og það vantaði date fyrir hann. Selma grátbað Önnu um að fylla í skarðið en Anna var búin að lofa vinkonu sinni að heimsækja hana (Anna lofaði að heimsækja Öggu vinkonu sína þetta sunnudagskvöld). Selmu tókst að tala hana aðeins til, þessa ungu saklausu stelpu með því að reyna að fresta matarboðinu (þótt hún vissi að það var no way)…þangað til Anna sagði:“ Það væri gaman að fá að kynnast vini hans útaf því hvernig þú lýstir honum, svona skemmtilegum og sjarmerandi. Ég skal spyrja Öggu hvort ég megi ekki koma til hennar á morgun”. Hún skrifaði skilaboð til vinkonu sinnar og það var ekkert mál að fresta einu vídeókvöldi.

Selma lýsti þessum fullkomna gæja með allt þetta heðarlega attitude og fullkomna stælta útlit….hann hafði þetta allt!!!! En það fór í taugarnar á henni hvað stelpurnar voru mikið á eftir honum, alltaf að skrifa skilaboð í símann til hans. Anna heillaðist af þessum lýsingum því meira orðaval en Selma átti, gat enginn toppað…hún var með öll lýsingarorð á hreinu.

Það var löng bið eftir “veiðifjölskyldunni” og Selma var orðin mjög stressuð því það var farið að líða á kvöldið. Ég minnstist ekki á að hún átti dóttur að nafni Birna, sem var á sjötta ári á leiðinni í grunnskóla næsta vetur. Hún var með í veiðinni. Önnu leist ekki á hvernig Selma var að sundra fjölskyldunni. Anna var 13 ára þegar barnsfaðirinn kom inn í ættina og auðvitað bar hún virðingu fyrir honum líka. Anna greyið var ringluð á öllum þessum lýsingum Selmu en Selmu tókst að sannfæra hana og fá hana á sitt band.

Loks kom fólkið og Selma rak á eftir þeim sem voru að hugsa um að leggja fyrr af stað í bæinn. Hún var orðin mjög stressuð. En hvað ætlaði hún að segja föður stelpunnar? Já, hún var alveg komin með lausn á því. “Við segjumst vera að fara í leikhús, og ef við verðum seinar heim þá segjumst við hafa farið á kaffihús.” Önnu leið ekki vel innvortis útaf svona lygum sem Selma planaði. Selma ætlaði ekki bara að ljúga að föður dóttur sinnar, heldur að allri fjölskyldunni!!! Þær fóru út á pall, þar sem Selma hugðist semja lygasögu. Þær þögðu vandræðalegar þegar Birna, móðir Selmu kom út að hengja þvottinn á snúruna svo þær fóru inn í bústað og inná gang. (Birna litla var skírð eftir ömmu sinni).

Birna eldri(móðir Selmu) og móðir Önnu, hún Ása, voru giftar bræðrum sem voru fósturpabbi Selmu og alvörupabbi Önnu.

Það kom loks í ljós að foreldrar Selmu ætluðu í bæinn núna strax þannig að Anna, Selma og Birna litla komu með. Þau keyrðu Önnu heim þar sem hún skipti um föt og sótti síðan Selmu. Anna gekk inn til Selmu og föður barnsins, sem var meira eins og frændi í augum Önnu útaf því hve ung hún var þegar hann kom í fjölskylduna. Palli, hét faðir Birnu. Hann sagðist ekki hafa fundið hvenær sýningin átti að byrja þótt hann leitaði alls staðar á textavarpinu (auðvitað var þetta allt lygi með þessa sýningu og Önnu leið enn verr og var orðið flökurt af þessari lygi og óheiðarleika). Hann spurði Önnu:“Hva, er þetta einhver aukasýning? Hverjir leika í þessu?” Anna sagði vandræðalega:“Selma, hverjir leika í þessu?”

Selma var orðin skapvond og stressuð og vildi fara að forða sér. Anna sagði að Helga Braga, Steinunn Ólína, Steinn Ármann og Eggert Þorleifsson væru aðalleikararnir. Þær fóru og Selma sagði Önnu að flýta s´er svo Palli myndi ekki elta þær til að gá hvort þær væru nokkuð að ljúga. “Vá” Hugsdaði Anna…er hún föst í risa lygavef? Sannleikurinn er alltaf sagna bestur og eftir svona lygi lærði maður mikið á því af henni Selmu..en Selma sjálf hafði ekki sjálf hugmynd um það.

Þær mættu í boðið og klukkan var orðin 21:00. Sæmi setti nautakjöt á grillið á meðan Lúlli og Selma föðmuðust (greinilega búin að vera lengur saman en hún sagði öðrum frá.

Þau töluðu öll mikið saman. Sæmi var heillandi á þann hátt að hann var fyndinn og skemmtilegur en það vantaði eitthvað meira fyrir smekk Önnu…HALLÓ þetta var vinur framhjáhalds frænku hennar og hún bara gat ekki hugsað sér meira en bara vinatal. En hann var það heiðarlegur að reyna ekkert við Önnu. Hann var frábær gestgjafi og þjónaði þau út allt kvöldið. Anna var mikill kattavinur og hann átti þennan flotta persneska kött sem vildi láta klappa sér endalaust.

Klukkan var orðin svo margt og Önnu fannst þetta skrýtið kvöld og óþægilegt andrúmsloft þar sem Selma var að kyssa framhjáhaldið á meðan Anna og Sæmi horfðu á DVD mynd.

Það var mikið geispað, Anna var ekki í miklu skapi til að horfa á sjónvarpið. Hún dauðsá eftir að hafa blandast inn í þessa miklu lygi sem var ekki hennar vandamál. Selma sofnaði í fanginu á viðhaldinu sínu og Anna var mikið farin að gefa í skyn að hún vildi fara heim að sofa.

Þau fóru út í bíl og keyrðu af stað. Anna þurfti auðvitað að keyra viðhaldið heim líka. Mikið var gott að þetta kvöld var búið!!! Nema það að stór löggubíll blikkar öllum bláu ljósunum sínum og Anna, sem var bílstjóri stöðvaði. Þrír lögreglumenn gengu út og í kringum litla bílinn sem þau voru í. Þeir tékkuðu allan bílinn með vasaljósum og spurðu Önnu um skilríki. Hún sagðist hafa týnt þeim á skemmtistað (smituð af lyginni). Skilríkin voru löngu týnd. “Gjörðu svo vel að koma inn í bíl til okkar og spjalla aðeins við okkur” sagði einn lögregluþjónninn.
Anna fór inn í þennan stóra bíl sem henni fannst frekar vera eins og fangaklefi…allt frekar hrátt og tómlegt þar inni og tveir einkennisklæddir valdsmenn sátu frammí.

Lögregluþjónninn settist á móti henni og spurði hvað þessi maður héti sem sæti í aftursætinu. Þeir voru greinilega að leita að einhverjum glæponi. Anna sagði:“Hann heitir Lúðvík” Hann spurði Önnu hvaðan þau væru að koma og hvort hún væri nokkuð búin að smakka vín. Hún sagði satt frá (auðvitað…þetta var löggan og Anna átti ekki við neitt vandamál að stríða).

Þeir þökkuðu fyrir og hleyptu henni út. Henni var frekar brugðið yfir öllu þessu furðulega sem gerðist á einu stuttu kvöldi. Þetta var sko efni í lífsreyndlusöguna í Vikunni.

Oh, hvað Anna var fegin að vera laus við viðhaldið og frænku sína. Nú var tími til kominn að fara heim að sofa og gera ekki svona mistök aftur: Að hylma yfir einhvern sem vill blanda öðrum í sín vandamál. Af hverju ekki bara að segja satt? Maður fær frekar óorð á sig fyrir lygi heldur en hitt.

Anna fór í vinnuna og henni var flökurt allan daginn. Hún sofnaði eftir vinnu og kveið fyrir að segja frá þessu…nema ef hún myndi bara segja sannleikann og það var það sem hún ætlaði sér frá byrjun. Það kom í ljós að Anna var ekki sú eina sem lenti í að ljúga fyrir Selmu. Heldur var það hennar eigin dóttir! Hún lét dóttur sína ljúga að pabba sínum!!!!!! Líka lét hún Ingibjörgu ljúga að pabba Birnu litlu. Þetta var orðinn vítahringur sem Selma þurfti að leysa á eigin vegum. Ef hún ætlaði aldrei að byrja á sannleikanum þá vitum við ekki hvað. Allir hætta að treysta henni og vita ekki hvað er satt og ósatt hjá henni. Venjulega var þetta mjög samheldin fjölskylda sem sagði hvert öðru frá minnstu og stærstu vandamálum sínum og þau voru leyst á stundinni MEÐ ÞVÍ AÐ SEGJA SANNLEIKANN- en það var eitthvað sem Selma gat ekki tamið sér.

Eftir að Anna vaknaði, kom Ása mamma hennar heim ásamt Birnu, móður Selmu!!! Mamma Önnu spurði:“Hva voða er búið að vera gaman hjá ykkur Selmu…bara alltaf að djamma?”
Anna:“ Nei, mamma, við vorum ekki að djamma”
Mamma Önnu:“Fóruð þið í leikhús?”
Anna:“Nei við fórum ekki í leikhús eins og við sögðumst ætla að gera…við fórum heim til Sæma, vinar Lúlla sem vinnur með Selmu. Ég bara get ekki gert eins og Selma vill…að ljúga að ykkur. Selma heldur framhjá.
Það kom mikill reiðisvipur á Birnu móður Selmu. Birna vissi að dóttir sín væri lygin eins og pabbi sinn (sem Birna var gift, en skildi þegar Selma var 3ja ára)
Anna sagði:”Gerðu það ekki láta hana komast að þessu að ég hafi klagað. (Hefði samt verið mátulegt á hana til að læra sína lexíu)
Mæðurnar sögðu ekkert og pabbi Önnu hlustaði líka.

Birna fór fokreið útúr dyrunum. Anna vissi hvernig týpa Birna var: Skapstór og ákveðin kona. Anna vissi að Selma myndi heyra þetta allt, um það hvað hún fór illa með aðra með því að láta ljúga stöðugt fyrir sig. Þetta gea allit lært með því að lesa þessa sögu: Sannleikurinn er sagna bestur

ENDIR