svikul vinátta. Ég sat hérna ein í fjörunni og týndi fallegar skeljar og söng mín endalausu lög….aðeins 11 ára gömul.

Hún kom og sagði fallega “komdu með mér og ég skal vera vinur þinn”. ég gekk á eftir henni, en svo við hlið hennar….við hlógum saman og lífið var yndislegt.

Ég gekk hraðar, ég gekk fyrir framan hana og ég sá mannveru úr fjarska. Hún nálgaðist, hún sagði við mig “komdu með mér og ég skal vera vinur þinn” ég leit fyrir aftan mig….þarna sat hún á stórum steini og horfði til mín, tárin glömpuðu í augunum en neituðu að sýna sig.

Hún sýndi mér fallegar perlur, ég gekk fyrir aftan hana og við hlógum, hún hló hátt….hærra en ég. Ég tók perlurnar en þegar sólin skein brotnuðu þær og runnu saman við sandinn. Í sandinum stóð skrifað það sem ég vildi ekki sjá en ég sá það og neitaði því. Ég gekk áfram, ég gekk við hlið hennar og ég hélt í hönd hennar og við hlógum saman.

Daginn dimmdi og hún stoppaði við ölduna sem sleikti fæturnar upp að iljum. Hún stoppaði og snéri sér að mér, hún sagði “farðu….farðu frá mér” þá sá ég aðra mannveru úr fjarska.
(\_/)