Ég fæddist átján ára.

Ég vafra um gangana, einn og yfirgefin.
Hvítu veggirnir, hvítu slopparnir, hvítu sængurfötin, það er allt hvítt.
Raddirnar segja mér að ég eigi að forða mér.
Fara langt í burtu.
Segja að það sé ekki fyrir aðra að dæma um geðheilsu mína.
Loka mig inni í sótthreinsibæli.
Veit samt að það er vonlaust að hlýða þeim.
Það er engin leið út úr þessu helvíti.

Lítill strákur kemur til mín og biður mig um að hjálpa sér að finna systur sína.
Ég geng með honum út í fallega garðin, þar á skreyttum bekk,
situr ung & lagleg, kínversk stúlka situr og prjónar, prjónar eitthvert undraverk,
sem bæði lítur út fyrir að vera trefill og sjómannsvetlingur.
Hann hleypur til hennar, bendir á mig og hlær.
Ég stend sjálfan mig að því að brosa mínu breiðasta
og hún brosir til mín, þessu fallega brosi.
Er aldrei mun gleymast.


Þremur&Hálfu ári seinna…


Þeir sögðu mér það seinna, læknarnir…að hann hefði eigi verið raunverulegur.
Þessi ungi drengur er leiddi okkur saman.
Mig og Qua Ying.
Þeir segja að er hjörtu okkar sameinuðust,
féllu þau bestu augnablik í lífi hvors annars,
í hugsanir beggja. Mér fannst þetta óþarfalega væmin útgáfa.
Enda er ég ekkert fyrir svona lagað.

Nú er ég laus, laus við raddirnar, læknana og allt þetta hvíta.
Ég bý í stóru rauðu húsi með grænum gólfum á bláum loftum.
Með dóttur á leiðinni og son á mjöðminni.

Við lifum hamigjusöm.
Ég og Qua Ying.