Ég er ekki mjög góður í mannlegum samskiptum. Ég er betri í tölvuleikjum. Sérstaklega hetjuleikjum. Mér finnst svo gott að hverfa frá raunveruleikanumyfir í heima þar sem ég get verið myndarlegur prins sem fær allar stelpurnar eða Miles vinur Super Sonic, ég þykist aldrey vera Sonic sjálfur, það er of langt frá raunveruleikanum. En allavega er ég ekki alltof góður í mannlegum samskiptum. En í dag breyttist það allt. Ég eignaðist kærustu og marga vini.
Í dag spurði Kata mig hvað klukkan væri. Ég hef verið hrifin af Kötu síðan ég sá hana fyrst þegar hún byrjaði í skólanum mínum í 4. bekk. Ég ætla ekki að segja hvaða skóla því þá verð ég barinn á morgunn.
Kata spurði mig hvað klukkan væri, ég var svo stressaður að ég gleymdi því að ég hafði verið að safna munnvatni í nokkurn tíma þannig að þegar ég opnaði munninn til að svara þá slefaði ég yfir mig allann og á töskuna hennar kötu. Flestar stelpur hefðu brjálast við þetta en yndið hún Kata var salla róleg og klappaði mér fast á augað….fimm sinnum. Og svo þegar ég var á leiðinni heim fékk hún nokkra vini sína til að spila fótbolta með sér. Við fórum út úr bænum og allt en haha haldið þið að boltinn hafi ekki gleymst. En strákarnir kunnu ráð við því. Þeir tóku mig úr öllum fötunum, buttu þau saman í bolta, kveiktu svo í þeim og börðu mig. Ég nennti ekki að keyra með þeim heim þannig að ég labbaði bara.
Þegar ég kom heim og skreið upp í rúm gat ég ekki hugsað um annað en að ég hafi tekið stórt stökk í dag í lífinu og eignast fullt af vinum í leiðinni og fundið stúlku lífs míns.
Takk fyrir vasann maður, hann er fallegur. Svo get ég geynt blóm í honum líka.