Það var einu sinni rokkari sem hét Jón Ágúst.Jón Ágúst átti heima í efra breiðholti við erfiðar aðstæður.Jón Ágústi langaði rosa mikið á tónleika með hljómsveitinni Brain Police.Til þess þurfti hann að Labba niður í mjódd til þess að taka strætó niður á Gaukinn þar sem tónleikarnir voru haldnir.Þegar dagurinn rann upp að tónleikarnir yrðu haldnir hélt Jón Ágúst á leið niðrí mjódd.Á leiðinni niður elliðaá brekkuna spurði róni hann hvort hann ætti pening.Jón Ágúst neitaði því og sagðist ekki eiga grænan eyri.Þá brjálaðist róninn og sagði að ef Jón Ágúst gæfi honum ekki pening myndi hann berja hann.Skjálfandi lét Jón Ágúst rónann fá peninginn sem hann ætlaði að kaupa sér Brain Police bol og húfu fyrir síðan hljóp Jón Ágúst alla leiðina niður í mjódd.Þegar þangað var komið var Strætó nýfarinn og þurfti Jón Ágúst að bíða í heilar 20 mínútur eftir næsta vagni.Þegar niður á Lækjartorg var komið kom maður að honum og spurði hvort Jón Ágúst gæti ekki hjálpað sér að færa sófa og fyrir það fengi hann 2500 kr.Jón Ágúst hugsaði með sér “Jú Jú ég gæti svo sem gert það, þá get ég líka keypt bol og húfu” síðan féllst Jón Ágúst á það.Maðurinn sagði Jón Ágústi að fylgja sér.Maðurinn labbaði með Jón Ágústi inní húsasund og sagði Jón Ágústi að koma lengra inní sundið sófinn væri þar.En þegar þeir voru komnir langt inní sundið þá byrjaði maðurinn að reyna að káfa á Jón Ágústi.Jón Ágúst brást skjótt við og kýldi manninn í andlitið og sparkaði í hneturnar á manninum og hljóp svo í burtu og hringdi á lögguna á stoppistöðinni.Löggan kom og handtók manninn og læsti hann bakvið lás og slá.Síðan hélt Jón Ágúst rakleiðis á gaukinn en fann að hann þurfti að pissa.Hann snéri því við og fór aftur á stoppistöðina og gerði sitt.Núna fór hann beinustu leið á gaukinn og ætlaði ekki að láta neitt stoppa sig.Þegar á Gaukinn var komið var Brain Police að fara að byrja þannig Jón Ágúst stillti sér upp fremst.Síðan byrjuðu tónleikarnir og allt var troðfullt.Síðan þegar Brain Police tóku Taste The Flower trylltist mannskapurinn og Jenni söngvari Brain Police hafði frétt af því sem gerst hafði og spurði í hljóðnemann “Er einhver Jón Ágúst hérna inni” þá sagði Jón Ágúst “já það er ég” þá sagði Jenni okei þú kemur baksviðs á eftir.Síðan naut Jón Ágúst það sem eftir var af tónleikunum síðan eftir tónleikanna fékk hann að fara baksviðs og hitti alla í Brain Police þeir spjölluðu saman um heima og geima og síðan endaði það með að Jón Ágúst fékk boli og húfur frá strákunum í Brain Police.Þegar Jón Ágúst kom heim til sín sofnaði hann strax þetta hafði verið viðburaríkur dagur.