Ég veit að þessi saga er ófullkomin, en give me a break ;) Ég er bara byrjandi

Ég leit niður á stóra gatið sem myndast hafði eftir stóra bróður. Hurðin var öll brotin, hann hafði brjálast, en mamma hafði ekki hleypt honum út, skiljanlega, þannig að hann tók kastið sitt á hurðinni minni… Allaf er það ég sem lendi í því versta. Þessi hugsun mín dregur mig allt annað, þegar ég var hjá Júlíu, blómalyktin var svo góð og ljósa hárið hennar svo fallegt, var það mér að kenna að hún fór? Ég kenni mér alltaf um það þótt allir segja að það hafi ekkert verið mér að kenna.

Við vorum 15 ára, í blóma lífsins, höfðum byrjað saman um haustið þegar skólinn byrjaði og vorum límd saman, við vorum ástfangin, síðan þegar skólinn var að klárast, sagði hún mér að fara til fjandans, ég veit ekki út af hverju, en ég hætti að tala við hana um tíma. Síðan byrjaði hún með daðrið, aftur, allveg eins og um haustið og ég kolféll fyrir því. Sumarið kom eins og elding og var ekkert á leiðinni að fara, en einhvernveginn fannst mér að ég væri ekki að gera það sem mig langaði til, heldur laut alltaf stjórn Júlíu, og hætti með henni.

Hún grátbað mig um að koma til sín aftur, hótaði að drepa sig og hótaði öllu illu, ég stóð þrátt fyrir það á mínu og hugsaði að hún myndi aldrei gera það, aldrei vegna mín.
Oftast þegar ég sá Júlíu eftir það vorum við vaxin frá hvoru öðru, og hún var byrjuð með tvítugum strák sem hét Tómas, hann var allveg ágætur kallinn, þegar hann var ekki drukkinn, hann var svona eins og bróðir minn nema að hann lamdi alltaf Júlíu þá. Ég vorkenndi henni, en hafði ekki kjarkinn til að bjóða Tómasi birginn. Ég sagði allt sem hann gat sagt við Júlíu en hún svaraði hrokafull til baka: “Er þetta þá ekki bara þér að kenna þarna, þarna heimski fáviti? Ha og drullaðu þér svo í burtu” Eftir það lét ég hana í friði. Ég hætti að reyna og lét hana í friði, en af einskærri tilviljun urðum við Tómas allveg ágætir vinir, og ég sá Júlíu nánast alltaf þegar við vorum saman. Ég bar ennþá tilfinningar til hennar, stóð mig að því að vera að horfa á hana, mig langaði til að sýna henni að ég gæti orðið góður vinur hennar, en hafði ekki kjarkinn. Sumarið hvarf í felur og fram kom ískaldur vindurinn og fallandi laufblöð, haustið með sína kalda daga og sitt ábyrgðafulla fólk. Ég og Júlía vorum alltaf að rífast sama hvað var, og einn dag fékk ég mig fullsaddann á því og sagði henni að fara, og hún gerði það. Næsta dag var mér sagt að hún hafi drepið sig og þá sá ég hvað ég hafði gert.

Ég hafði sofnað, klukkan var 6, vá hvað var fallegt úti, ég vildi að ég gæti farið burt, farið eitthvert sem allt væri betra en hérna. Kannski bara út, það er alltaf gott að taka smá rölt út þegar manni líður illa. Ég skrapp niður í kirkjugarð, setti blóm sem ég hafði tínt á leiðinni á legstað Júlíu og sá að niður af stafnum J á legsteininum lak vatnsdropi, það var allveg eins og hún hafi verið að gráta, og ég, 17 ára strákur, grét líka.

Á heimleiðinni hvíldi ég mig aðeins, settist niður á bekk og þerraði tárin úr augunum. Þegar ég var búinn að jafna mig, stökk ég á fætur og skokkaði smá, þessa 600 metra sem eftir voru. Klukkan var orðin eitthvað um 9 leitið þegar ég steig inn fyrir herbergið mitt, allt í rúst, ábyggilega eftir Björgvin í gærkvöldi. Ég rúttaði aðeins til í herberginu, fór aftur fram og fékk mér leifar af matnum síðan í gær, núðlur með grænmeti, og settist við eldhúsborðið og las fréttablaðið í rólegheitunum.

Enginn var á ferðinni, mér til mikillar undrunar, mamma var alltaf komin fram um svona 10 leitið, og klukkan var hálf 11. Mamma var líka ábyggilega á fótum svo lengi í gærkveldi að passa Bjögga, hann varð allveg ruglaður í hausnum eftir að hann varð fíkill, og það voru svona 2 ár síðan. Ég horfi á klukkuna tifa: tick tack tick tack tick tack tick tack tick tack tick tack, en truflast við það að mamma kemur fram, tekur upp skál, fær sér ab mjólk og banana, borðar og fer. Hún yrti ekki einu sinni á mig, það var líka skrítið, því samband okkar mömmu var mjög gott.

Þegar ég var búinn með myndasögurnar í fréttablaðinu, kíkti ég á forsíðuna. Mér var litið á litla frétt sem mér brá við að lesa. “19 ára piltur lést eftir útafkeyrslu í gærkvöld, ekki er hægt að segja meira um málið að sögn lögreglu.” Ég hljóp inn í herbergi bróður míns, hann var ekki þar, hvers vegna var mamma svona niðurdregin. Hafði kannski einhver hringt í hana með þær fréttir að Bjöggi væri dáinn, eða hafði hún kannski ekkert heyrt um það.

Ég ákvað bara að hætta að hugsa um þetta og skreppa út, kannski kíkja aftur að legstað Júlíu, og signa, hún læknar öll mín sár, hvort sem þau eru stór eða smá. Ég skokkaði út að kirkjugarði, settist á bekk, þurrkaði af mér svitann og hugsaði um það sem ég vildi ekki hugsa um, hvort Bjöggi væri dáinn eða lifandi. Ég leit upp í smá stund og leit í áttina að leiði Júlíu, þar var strákur sem ég kannaðist við, ég hljóp upp að honum og heilsaði, það var Bjöggi, “Hvað ert þú að gera hér” spurði ég. “Má ég ekki heilsa upp á leiði vinkonu minnar, hvað ert þú að gera hér?” svaraði hann. “Mamma er búin að vera að leita að þér, hún hefur áhyggjur, við héldum að þú værir dáinn.” Mér var alvara, en Bjögga var ekki alvara, hann hló, stóð upp og fór.

Að vera svona tillitslaus, ég veit að ég mun aldrei verða svona tillitslaus.
Ég sast niður hjá leiði Júlíu, hún grét enn, eða eins og áðan, það lak dropi af stafnum J á steininum. Ég vildi að hún væri hjá mér, ég vildi að ég gæti kvatt hana almennilega, og þá þyrfti ég ekki að hafa þetta samviskubit. Ef hún hefði aldrei farið, ef hún hefði aldrei hlustað á mig, ef ég hefði aldrei verið til, þá hefði hún kannski aldrei dáið, þá hefði ég ekki þurft að þjást svona, þá hefði ég ekki þurft að þola allann þennan sársauka sem mér hefur hlotnast.

Ég stend upp, finn tárin streyma, tek þá ákvörðun að skokka heim og fá mér eitthvað í svanginn, ég þurrka tárin, ég á ekki að grenja, ég er karlmaður. Ég byrja að skokka, en ég vill ekki skokka, hleyp þá bara taumlaus áfram, ég hef aldrei farið svona hratt áður, aldrei á ævinni. Svo hægist á öllu, ég lít til hliðar og sé bíl koma á fleygiferð, þótt ég fari hægt, getur ekkert stoppað mig og bíllinn lendir harkalega á mér.

Ævi minni er nú lokið. Ég labba upp stiga guðs, breiði hendur mínar út, faðma Júlíu að mér og hugsa með mér “Nú þarf ég aldrei aftur að líta til baka”.


Christiana