Klukkan var fimm, það var fimmtudagur og Adam og Eva eru ástfangin.
Þau vinna saman í 10 – 11 og eru þau núna á leið heim eftir erfiðan dag í búðinni.
Þau kysstust og föðmuðust, leiddust og valhopuðu heim á leið. Lífið var svo gott, kannski allt of gott.

Þau komu heim og Adam kyssti Evu djúpum kossi, skellti hurðinni á eftir sér, og þau löbbuðu upp stigann heima hjá sér, kysstust og keluðu allaleið upp í svefnherbergi þar sem þau fækkuðu fötum.
Adam henti Evu upp í rúmmið og faðmaði hana, Adam horfði á Evu og Eva horfði á Adam.

Ég elska þig sagði Eva, Adam brosti til Evu, hann elskaði hana svo mikið, hún var allt lífi hans, ef hún mundi fara, þá mundi Adam líka fara.
Ég elska þig líka Eva.

Adam kyssti brjóst hennar og sleikti, færði hendur sínar að háls Evu og fann púls hennar slá hratt, andadráttur hennar var í takt.
Adam lokaði augunum og fann Evu kjökra, en svo allt í einu fann hann eins og hann væri að missa takið á henni, hann heyrði hana öskra, hún öskraði svo rosalega hátt.

Adam fannst eins hann væri að missa hana, og svo gerðist það, hann missti takið á sinni heitt elskuðu. Hann þorði ekki að opna augun, ekki vissi hann af hverju, en það var eins og hann var hræddur að hann mundi ekki sjá hana aftur, hræddur um að hún væri horfinn. En hann heyrði öskrin í Evu, hún öskraði á hjálp, af hverju ertu að þessu, heyrði hann hana kvísla, en hann opnaði ekki augun, hann þorði því ekki.

Svo heyrði hann ekkert, þögnin hræddi hann en meira.

Svo loksins opnaði Adam augun, og sá sér til mikillar skelfingar Evu liggjandi með opin augun, og blóðnasir. Blóðið lak niður nasirnar og niður brjóstin, þessi fallegi rauði litur, táknaði eitthvað svo grimmt.

Hvað gerðist sagði Adam, en Eva svaraði honum ekki, svo hann spurði aftur, en hún svaraði ekki. Hann reyndi nokkrum sinnum aftur, en hún svaraði aldrei, hún svaraði honum aldrei aftur

En þegar hann ætlaði að faðma hana að sér sá hann lítinn strák standa við rúmmið,
Adam horfði á strákinn sem horfði á hann líka.

Hver ert þú? spurði Adam. Litli strákurinn horfði á Adam í smástund og það lak blóð niður nef hans, ég er þú sagði hann…

Adam horfði á strákinn sem stóð þarna við rúmmið, svo horfði hann á evu sem horfði líka á hann.

Hvað gerðist hér, drap ég hana? Spurði Adam strákinn.

Strákurinn horfði á adam með sorg í hjarta, að vissu leiti gerðir þú það Adam, sagið hann.

Nei það getur ekki verið, ég drap hana ekki, sagði Adam. Ég elska hana meira en allt, ég mundi aldrei drepa hana.

Strákurinn horfði á Adam með sorg í hjarta, ég veit að þú elskaðir hana Adam, en þið voruð blind, sáuð ekki að þessi hamingja hlaut að taka enda einhvern tíman.
Þið voruð blind af hamingju.

Adam horfði á strákinn sem labbaði hægt í burtu frá Adam, og síðan var litli strákurinn horfinn.

Hver gerði þér þetta, öskraði Adam, ekki ég, það gat ekki hafa verið ég sem gerði þér þetta, ég er góður, ég er góður strákur. Ég elska þig Eva, þú ert mér allt.

Gæti ekki verið meira fullkomið par, ég meina Adam og Eva.

Ég vill þetta ekki lengur, sagði Adam, ég vill ekki lengur lifa í þessari sorg.

Adam labbaði inn í baðherbergi og lyfti upp flís sem var undir skápnum, þar geymdi hann lykilinn af hamingjunni, hann tók það upp, bjó til hina fullkomnu línu, tók upp 1000 kr seðil úr vasanum, rúllaði honum upp, og saug hamingjuna upp í nefið.

Adam var ekki hræddur lengur, hann var ekki sorgmæddur, sorgin var farinn, Eva ég elska þig.