(áður en þið byrjið að lesa þessa sögu langar mér bara að segja ykkur að hún er kanski ekki fyrir viðkvæmar sálir)


Þeir hurfu, ekki veit ég af hverju, eða hvernig. En samt smá saman þá hurfu þeir, úr lífi mínu. Ég átti marga vini, þangað til einn daginn þá hvarf einn af þeim, svo annar, og smá saman þá bara voru þeir allir farnir. Svo ég lá bara, einn og yfirgefinn í rúminu mínu, dag eftir dag. Svo hurfu foreldrar mínir líka. Ég veit ekki af hverju. Kannski því ég hætti að reyna, hætti að reyna að eltast við þau. Hætti að heimsækja þau, hætti að hringja. Það eru allavega liðnir 2 mánuðir síðan ég talaði seinast við þau.

Svo nú er ég staddur hér inn í herberginu mínu, frekar aumkunarvert, að sjá mig grenjandi, vorkennandi sjálfum mér svona rosalega mikið. Ég á enga vini, enga fjölskildu aumingja ég.

Ég horfi á byssuna, svo á pillunar, hugsa með mér ‘hvort er betra, að gleypa pillunar, eða að skjóta mig í hausinn’? Hvort er betra að deyja einmana og hægt, eða snökt.
Ég horfði á pillunar og svo á byssuna, ‘hver er ég og hvað hefur eiginlega valdið því að ég er staddur hérna inn í herberginu mínu, með byssu í annarri hendinni og pilluboxið í hinni?

Allt í einu hringir dyrabjallan, og ég hrekk upp úr þessari vangaveltu minni, og ákvað að fresta þessari athöfn í bili. Dyrabjallan bjargaði lífi mínu á þessu augnabliki.

Ég svaraði dyrasímanum, og röddin talaði við mig, röddin í símanum. Hún svaraði öllu sem ég sagði.

‘Ertu ekki að leita af herbergisfélaga? Ég svaraði því játandi.
Ég ýtti á dyrabjölluna, hleifti manninum inn. Og beið við dyrnar, eftir að hann kæmi upp. Svona var lífið mitt, þetta var mjög gott dæmi. Lífið mitt var ein löng bið. Bið eftir einhverju að gerast. En aldrei gerðist neitt.

Það var bankað á dyrnar. Ég svaraði ekki strax, ég vildi ekki að hann haldi að ég hafði ekkert að gera. Að ég væri bara að bíða eftir að hann kæmi upp og bankaði á hurðina.
Taldi upp á tuttugu. Byrjaði á einum, svo tveimur, eftir það kom þrír. En svo nennti ég ekki að telja lengur, bara opnaði hurðina,

Þar stóð hann, þessi ungi karlmaður, frekar myndarlegur, með blá augu, og svona ljósrautt hár. Minnti mig rosalega á gull. Þetta var gull hár, svo fallegt. Allt öðruvísi en mitt. Hárið á mér var út atað í flösum og alveg svartari en allt.

Hann brosti til mín, ég reyndi að brosa til baka. Ég kreisti fram brosi, og ég held að það hafi verið svolítið skrítið bros. Ég sá það allavega á piltinum á móti mér að hann var hræddur, hræddur við þetta bros sem ég var að klína á hann.

Svo varstu að auglýsa? Spurði hann. Ég svaraði játandi, og hleypti manninum inn.

Já ég heit Pálmi og sá auglýsinguna í dagblaðinu.
Ég horfði á hann í smástund án þess að svara, og sá strax að hann var orðinn mjög vandræðalegur, svo ég ákvað að svara, svona mjög hress og kátur.
Já er það, sagði ég. Einmitt ég var að auglýsa í dagblaðinu, ég er einmitt að leita af einhverjum sem er snyrtilegur, skemmtilegur og ekki með allt of mikið vesen.

Hann horfði á mig og sagði, en skrítið það er svo ég.

Vikunnar liðu, og hann var fluttur inn, og það var eins og við höfum þekkst í mörg ár.
Hann var svo góður, hann bjargaði lífi mínu. Pálmi hét hann, og fæddist 8 ágúst 1978
og var því 3 árum eldri en ég, og ég mátti kalla hann Palla.
Við gerðum allt saman, það mætti halda að við værum saman aðalega því við gerum allt saman. Margir héldu að við værum hommar, en svo var ekki. Allavega ekki ég, gæti verið að Palli væri það, en mér var alveg sama. Ég er alls ekkert á móti hommum.

Við sátum á kaffihúsi, ég horfði á hann, hann var að lesa blaðið og drekka kaffi.
Ég naut þess bara að horfa á hann. Hann bjargaði lífi mínu.

Svo allt í einu leit hann upp og horfði á mig, ég leit undan og fékk mér kaffi sopa.

Hefur þú einhvern tíman drepið? Spurði hann allt í einu.
Ég leit upp til hans og svaraði neitandi. Hann horfði smá stund á mig og glotti.
Ég hef drepið, sagði hann. Mér brá svolítið yfir því sem hann sagði.
Aldrei manneskju sagði hann síðan og hló. Nei nei ég hef aldrei drepið manneskju, en þegar ég var yngri þá drap ég eitt sinn kött. Hann réðst á mig og ég sparkaði í hann svo fast, svo rosalega fast að hann flaug alveg rosalega hátt upp í loftið, og svo réðst hann aftur á mig, og ég sparkaði svo fast í hausinn á honum að hausinn flaug af.

Hann skelli hló af þessu, og ég líka. Við hlógum saman.

En hefur þú drepið eitthvað meira, spurði ég svo. Hann svarði því játandi.
Svona segðu mér, segðu mér frá því, sagði ég og brosti.

Já ég drap fugla við og við, skaut þá niður með loftbyssu, en svo þegar ég kom heim með dauðan hund þá skammaði pabbi minn mig svo mikið að ég alveg hætti að drepa dýr.

Ég hló, hann hló, við hlógum saman.

Ég horfði á Palla, ég vildi spyrja hann en ég þorði ekki. Við borguðum kaffið og lögðum af stað heim.

Við löbbuðum saman upp laugarveginn í þessu guðskapaða veðri, og ég gat ekki hætt að hugsa um þessa litlu sögu sem Palli sagði mér.

Nóttin skall á, ég labbaði hægt inn í stofuna og í átt að þar sem herbergið Palla var, og þar sem hann svaf. Ég opnaði hurðina inn í svefnherberginu hans, hægt og rólega svo ég vakti hann ekki. Ég horfði á hann sofa, ég stóð við rúmmið hans meðan hann svaf.

Svo opnaði hann augun og horfði beint í augun á mér, ég horfði á móti. Svo ákvað ég að spyrja hann að því sem ég þorði ekki að spyrja í allan dag.

Mundir þú gera það aftur?
Gera hvað aftur? Spurði hann.
Drepa Palli, mundir þú drepa einhvern aftur.
Ef ég mundi komast upp með að drepa einhverja manneskju, sagði hann síðan allt í einu, þá mundi ég gera það. En ég mundi þurfa að vera alveg viss um að ég gæti komist upp með það.

Ég horfði á hann, hann horfði á mig meðan ég bakkaði hægt og rólega út úr herberginu og lokaði. Ég stóð lengi við herbergishurðina og hugsaði, hvernig væri ef að við mundum síðan gera það, drepa einhverja manneskju, án þess að einhver vissi af því. Eins og manneskjan mundi bara hverfa af yfirborði jarðar. Það væri alveg æðislegt ef við gætum gert það. Alveg yndislegt. En ég vissi að ég hafði ekki kjarkinn til að framkvæma svona verknað. Ég er algjörlega kjarklaus, ég get ekki einusinni sviptað mínu eigin lífi, hvernig í ósköpunum ætti ég að geta drepið annan mann ef ég get ekki drepið sjálfan mig. Ég er algjör aumingi, algjör bleyða.

Ég stóð við hurðina í meira en hálftíma, en síðan labbaði ég inn í herbergið mitt og sofnaði.

Dagurinn var skrítinn þegar ég vaknaði, ég labbaði inn í herbergið hjá Palla og sá að hann var ekki þar, þá ákvað ég að líta inn í stofu, og ekki var hann þar heldur, og svo loksins kíkti ég inn í eldhús, og mér til mikillar furðu þá var Palli ekki heldur þar.
Ég settist við stofuborðið og klóraði mér í hausnum, og kíkti í morgunblöðin.

Svo allt í einu heyri ég hurðina skellast upp, og þar stóð Palli með gamlan kall, sem hann hélt svoleiðis dauða taki í.
Hver er þetta spurði ég. Þetta er sá sem við ætlum að fórna.
Ég horfði á hann með skelfingu í augum, ekki hefur hann náð í einhvern róna út á götu, og ætla síðan að drepa hann í íbúðinni minni.
Ég spurði hann og mér til mikillar skelfingu var það rétt.

Nei við getum ekki gert það Palli, það er rangt.
Hvað meinar þú maður, þetta er einhver blind fullur róni, það er ekki eins og einhver á eftir að sakna hans sagði Palli og glotti.
Ég horfði á manninn sem lá á gólfinu inn á ganginum heima hjá mér. Það var eins og hann skildi ekki upp né niður í neinu, eins og hann var algjörlega út úr heiminum.
Ég horfði í augun hans, við gætum alveg komist upp með það, hugsaði ég, það er ekki eins og einhver á eftir að fatta það í bráð.

Komdu sagði hann, drögum hann inn í herbergið mitt, ég er búinn að búa um það, svo að við gætum hent öllu sem kemur blóð á.
Ég horfði á Palla, og sá hann allt í einu í nýju ljósi, vá hvað maðurinn er gáfaður, svo heillandi, en samt um leið svo grimmur.

Ég þorði ekki að segja neitt, hvað gat ég sagt, Palli réð eiginlega alveg ferðinni.
Ég leiddi þennan 60 ára róna inn í herbergið, hann leiddi mig inn, eins og við værum búnir að lofa einhverju, einhverju að drekka. Því það var eins og maðurinn hlakkaði til að fara inn í herbergið og mæta örlögum sínum.

En svo þegar hann var kominn inn í herbergið hjá Palla, byrjaði hann fyrst að streitast á móti, ég hélt dauðataki í manninn, en hann var svo hræddur, ég heyrði hann kjökra, það var eins og hann rétt svo núna gerði sér grein fyrir hvað var í gangi.

Við getum ekki gert þetta, sagði ég við Palla, Palli horfði á mig, eins og hann var gáttaður á því sem ég sagði, svo leit hann bara undan.
Ég reif í manninn, dró hann út úr íbúðinni og niður ganginn. Hann horfði á mig með tárin í augunum.

Ég horfði á hann og sagði við hann, ef þú segir einhverjum ertu dauður, skilur það róninn þinn. Hann kinkaði sorglega kolli, ég byrjaði þarna fyrst að vorkenna honum.
Hann hljóp í burtu, eða reyndi það, hann var bæði fullur, og skelfingu lostinn yfir þessu öllu.

Ég horfði á hann, og byrjaði síðan að rölta á kaffi hús sem var nálægt íbúðinni.
Settist niður og fékk mér kaffi, átti erfitt með að anda, var svo rosalega gáttaður og hræddur yfir þessu öllu saman.

Ég fékk síðan kjarkinn loksins til að leggja aftur af stað heim á leið.

Ég opnaði hurðina, og kallaði á Palla, hann svaraði ekki. Ég kallaði aftur, en ekkert svar heyrðist.

Svo loksins sá ég hann, liggjandi þarna inn í stofunni, hann lá þarna hreyfingarlaus.
Ég horfði á hann með mikilli skelfingu, svo sá ég pilluboxið við hlið hans. Ég tók það upp og það stóð bara eitur, þetta er eitur sem hann tók inn, ekkert flóknara en það.
Og nú er hann farinn frá mér að eilífu. Af hverju hverfa allir frá mér, fyrst allir vinir mínir, svo mamma mín og pabbi og svo þú Palli, vá hvað fólk getur verið aumkunarvert, ég get ekki höndlað þetta lengur.

Ég opnaði pilluboxið og horfði á þessar tvær pillur sem eftir voru í boxinu, loksins fékk ég kjarkinn, kjarkinn til að gleypa þær.

Ég tók þær upp og gleypti, hafði þær smá stund í munninum, og loks kyngdi þeim.
Svo settist ég niður og tók í höndina á Palla, mínum eina vin.

En svo fann ég allt í einu hreyfingu í hendi hans, ég horfði á andlit hans, og sá svo að hann opnaði augun. Hann reis á fætur og horfði á mig, þar sem ég sat þarna skelfingu lostinn, hann horfði á mig og glotti, tók upp miða úr vasanum, lét í hendi mína og labbaði á brott. Ég stóð upp og reyndi að elta, en nú var eitrið byrjað að hafa áhrif á mig, ég leit á miðann sem Palli hafði látið mig fá, og á honum stóð: ég komst upp með það.

Ég féll niður á gólfið, ég táraðist, ég sofnaði, ég dó….