Sú sem aldrei fór

Vekjaraklukkan. Afhverju í fjáranum hringir hún svona snemma?
-Af því að ég stillti hana shálfur á 6:00.
Ahhh… nei, ég nenni ekki á fætur. Til hvers ? Afhverju ætlaði ég að vakna snemma? Reyndu að muna, reyndu að muna. Til hvers að hafa heila og geta ekki hugsað, hvað er að mér?
Kannski lagast það ef ég bara stend upp, get ekki treyst á augnlokinn, svo ég treysti á fæturnar. Góð hugmynd afhverju ekki að standa bara upp?
-Af því að ég vill það ekki, nenni því ekki, get það varla.
Bara ef ég myndi nú afhverju ég ætlaði að vakna svona snemma, hver fjárinn!
Nei sko! fæturnir virka. Sturta, hún mun bjarga mér. Ég er handviss um það. Brrr… djöfulsins kuldi.
Flísalagt gólfið á baðherberginu var sem nýfrosið vatn. Og þarna stóð hann á brókinni og skrúfaði frá vatninu, lokaði baðherbergisglugganum og afklæddist því litla sem hann hafði á sér. Hann leit á klukkuna sem lá á hilluni fyrir framan hann 6:15. Stríðið milli hans og svefnsins hafði tekið um korter sem var þó líkari 10 árum. Vatn lak fram af höfðinu sem bar rauðbrúnt snoðklippt hár, niður axlir, langt, beint og flúrað bak og niður bringu. Tilfinningin við snertingu heits vatnsins þegar líkaminn var svona kaldur gaf honum hroll og hárinn á líkamanum risu þrátt fyrir heitt vatnið.
Hann skrúfaði fyrir vatnið, steig út, þurrkaði sér og leit á klukkuna 6:30. Það hafði tekið hann allavegana 10 mínútur að ná hrollnum úr líkamanum.
Síminn hans lá á gólfinu í herberginu og batteríið hafði dottið aftan af. Hann lagðist aftur upp í rúm, hækkaði hitan á ofninum og togaði sængina yfir sig.
-Afhverju vaknaði ég svona snemma, afhverju get ég ekki fokkin munað það?
Hann sofnaði og vaknaði svo aftur, reif síman upp úr gólfinu, setti batteríið í og kveikti. Klukkan á símanum var orðin 9:00. Allt í einu fór reminder-inn í gang.
“Hitta Elí kl.7:00”
NEI… getur einhver verið með eins mikið gullfiska minni? Djöfulsins fífl… Hún er farinn núna.
Hann kastaði símanum með eins miklum krafti og hann gat í parketlagt gólfið og á gólfinu myndaðist lítil dæld. Hann reif næstum gallabuxurnar í bræðini sem vall innra með honum. Klæddi sig í Leðurjakkann og stígvélinn. Strauk annarri hendinni um sterklegan kjálkan og stingandi broddar tóku á móti. Klóraði sér á hausnum í leit af hjálminum. Broddarnir voru fleiri og lengri þar en á vanganum. Hjálmurinn og hanskarnir sem biðu eftir honum í andyrinu minntu hann á hund sem gat ekki beðið eftir að komast út í göngutúr. Hann staldraði stutt við þá hugsun, heldur greip hjálminn og hanskana og þaut út.
Þar beið hún hans, sú sem var alltaf til staðar. Hondan. Hann sveiflaði sér upp á hana og þaut af stað. Keyrslan var ekki löng að kjallara íbúðini sem Elenóra leigði. Hann bjóst ekki við því að sjá hana þar en þaut samt að tröppunum. Hjartað hamaðist og átti í erfiðleikum með að róa sig, hræðslan magnaðist þegar hann stökk niður seinustu 4 tröppurnar. Reif af sér hjálminn. Eitthvað var öðruvísi, en hann bankaði samt fast á dyrnar og hélt takkanum á dyrabjölluni inni. Ekkert svar. Hann varð enn ákafari á dyrunum þegar þeim var skyndilega lokið upp. Eldri kona um sextugt stóð í gættinni. Honum brá óneitanlega og hjartað stoppaði og missti úr slag í sjokkinu.
Konan var augljóslega að segja eitthvað við hann sem líktist
“Hver ert þú?, þekki ég þig?, hvað viltu?, veistu ekki hvað klukkan er?
“u-uhhh… jú hún er korter yfir níu” hikstaði hann út úr sér þegar hann fékk málið aftur.
Hann leit upp á húsnúmerið, og las
-níu.
Rétt númer. Hann leit á húsið á móti. Hann var í rangri götu. Hann þaut upp tröppurnar í tveimur stökkum. Konan horfði á hann með stórum augum þegar hann kastaði sér á hjólið og hugsaði með sér og gleymdi því fljótt að hann hafði vakið hana.
-en myndarlegur maður. Leitt að hann gat ekki staldrað lengur við.
Hann þaut áfram og hjartað hafði tekið aftur upp á því að hamast. Hún hlaut að vera löngu farinn. Hún myndi aldrei bíða eftir að hann skyti upp kollinum þó hún ætti von á því.
Hann beygði inn í rétta götu að þessu sinni og vonaði innilega að hún væri stödd í kjallaraíbúðinni í húsi nr. 9.
5,7,9. Jú þarna stóð það svo sannarlega. Rétt hús.
Hann hljóp að hurðini og bankaði líkt og hann væri í lífshættu, og hrópaði til hennar.
“Elí, Elí !”
Ekkert svar.
Hann hljóp í kringum húsið og reyndi að sjá inn um gluggana. Það var dregið fyrir svefnherbergis gluggan. Hann fór og reyndi að banka aftur. Ekkert svar.
Hann þrammaði upp tröppurnar og labbaði að Honduni, allavegana var hún ekki farinn. Hann klofvegaði yfir hana en fór ekki af stað. Hann bara sat, og faldi andlitið í höndunum. Hann gat ekki grátið, en hann fann samt hvernig hrollurinn snéri aftur og settist að í líkamanum.
-Af hverju í dag? Af hverju ég?
Hann fann reiðina brjótast um inni í sér og barði með krepptum hnefa í hjálminn.
Klukkan var orðin 10:15 þegar hann ákvað að leggja af stað.
Hann fór heim eftir að hafa keyrt um fáfarnari vegi bogarinar í all langan tíma. Settist í sófan. Kastaði af sér hönskunum og reif sig úr stígvélunum og strauk yfir ennið. Sunnudagar voru alltaf fljótir að líða og vonaðist til þess að þessi Sunnudagur yrði það einnig.
-Hvernig gat hún bara farið.
Hann sofnaði seinnipart dags í sófanum en vaknaði þegar það var komið myrkur og færði sig inn í rúm.

Það hafði tekið hann 3 daga að koma sér fram úr rúminu aftur til þess að gera e-ð og nú var liðin ein og hálf vika síðan hún fór. Og hrollurinn var enn til staðar.
-2 ár fyrir ekkert. Þvílík vitfyrra.
En nú varð þessari sífelldu endurtekningu í höfðinu á honum að ljúka. Þessi martröð þarf að taka enda.
Líkt og svo oft áður klæddi hann sig nú í leðubuxurnar, stígvélinn, jakkann, og hanskana og kom hjálminum fyrir á hausnum á sér. Hann virti sjálfan sig fyrir sér í speglinum og var alls ekki ánægður með það sem hann sá. Ófullkominn, einmanna, villt, ráðalaus, ráfandi sál sem virtist eiga fárra kosta völ.
Hann keyrði áfram, en var alls ekki viss hvert hann skyldi fara. Hann keyrði fram hjá kjallaraíbúðinni. Engin hreyfing. Auðvitað ekki. Hún var farinn.
Hann keyrði út úr borginni. Á móti honum kom straumur af fólksbílum, jeppum og flutningabílum. Áhyggjulaust fólk sem vissi ekki hver hann var.
Auðvelt, já það var auðvelt, allavegana hugsuninn um það að þurfa bara að bíða smá stund og láta vaða. Einfalt, mjög einfalt.
Hann stöðvaði um stund og tók af sér hjálminn, kastaði honum frá sér ofan í einn af þessum mörgu skurðum við þjóðveginn. Hann klæddi sig líka úr jakkanum. Hann sá einn flutningabílinn nálgast í fjarska. Það yrði allt í lagi. Hann færi ekki einn.
Hann var með þeirri sem aldrei myndi fara.
Hann ræsti hana og gaf í, og það var bara að hitta á réttum tíma og vona að sá stóri myndi ekki hægja á sér.
Hann gaf í “auðvelt, mjög einfalt”.
42