Annað kvöld, önnur helgi, annað djamm… Annar drykkur, annar dans, önnur stúlka annar strákur…

Vakna við hlið hita gærkvöldsins. Klæði mig í nærjurnar og fer framm. Rölti að þeirri átt sem eldhúsið ætti að vera, fæ mér súrmjólk með og miklum púðursykri og skola því niður með vatnsblönduðum djús. Sé bláeygða aðdáun kíkja úr svefnherberginu, heilsa henni og fæ kveðju á móti með glotti. Minnist á orð fyrri nætur og ítreka að hvert þeirra var meint, glottið verður að illa huldu roðni og svari um að það séi eins gott, og meðfylgjandi glott.

Ræðum saman, en svo þarf ég að vinna/hitta vinina/hjálpa til hjá múttu og hverf á braut með símanúmer sem hverfur í óendanlegum fjölda/skil eftir númer sem er hætt í notkun.

Hitti vinina, fer á skyndibitastað, panta borgara og franskar og gos, tala, gorta, hugga, hughreysti, hlæ að og hlæ með. Sýni mína liti og litbrigði en sé ekki mig í þeirri ringulreið. Það er svo gott að týnast í augum annarra, geta séð sig úr þeirra augum, ákveðið að svona skal ég vera því svona er ákveðið af öðrum að ég skal vera, og þetta er fólk sem ég treysti.

Kaffileitið hverf ég til ættingja, bróður eða systur eða frænku eða frænda, ömmu og afa eða mömmu og pabba, ræði síðastliðið kvöld gegnum bláa þoku og glæra vökvakennda síu. Já ég mun setjast að, eignast börn og buru, köttur setti á sig stýri, ók út í mýri, úti eru öll ævintýri.

Kvöldinu eytt með einhverju sem fyrirfannst einmanna og dauðvona í slappleika sinnar tilveru á netinu, heldur sætt. Týnst í augunum, stórkostlegum augum, matur við kertaljós og augum sem eru svo djúp að heilu stjörnuþyrpingarnar fara þangað til að vera einar með sér sjálfum. Skemmtilegt spjall og góður snöggur matur, ef til vill vín eða bjór eða ís þar með. Auðvitað er það mér efst í huga að fara með þér heim og sjá til hvernig fer, en ég lofaði að hitta fólkið mitt niðrí bæ, sorrí lokað partí en ég hef númerið þitt, lofa að hringja. Smellkoss á varir með örlítilli kurteysislegri tungu, hringi í raun aldrei. Of gott til að vera satt eða ekki nægilega gott til að vekja áhuga.

Farið á djammið og fangað félagana, farið á bar og drukkið stíft, farið á gólfið og svitnað. Takturinn slær hjartað til og segir því að gleyma, tónarnir sveifla sálinni og neita henni að vera nægilega lengri kjurr til að hugsa “hvað er ég að gera hér”, og deyfingin bragðgóða meinar heilanum að hugsa eða einbeita sér að einu né öðru.

Farið að bar, tékkað út það myndarlegasta sem ég sé, eins opinberlega og ég get, dregið fórnarlambið á gólfið, dansað við takt sem við sjáum í augum hvors annars, fylgst með viðbrögðum og farið í nokkra leiki, ´strítt og stjanað, faðmað og ýtt, farið eftir öllum leikreglum, drukkið meira og dansað meira og svitnað meira, hlegið hátt og dátt og öskrað texta sem brenna sig í hugann. Farið heim, dansað við taktinn sem hjörtun sameiginlega slá, sveiflast við tónanna sem sálirnar skríkja af ánægju, hlustað á textanna sem ferðast frá vörum til eyrna án þess að hitta loft, svo hvílst í hvors annars ástríðu.

Hver veit, ef til vill munum við hittast á liðnum vegi, augun mætast og þessi yndislegu orð munu fljúga okkur á milli og byggja brú sem færir okkur til hamingjunnar sem allir leita að “Ég hef saknað þín svo sárt, reynum aftur, ég verð að fá þig aftur, ég skal vera það sem þú átt skilið ef þú vilt taka mig aftur, ég hef lært og mun læra það sem eftir er.” En ég veit að það verður ekki, en ég mun láta það nægja að við verðum ávalt vinir, vinir sem halda í fortíðina því ég vil að fortíðin verði að framtíðinni, en svo verður aldrei… og því

Annað kvöld, önnur helgi, annað djamm… Annar drykkur, annar dans, önnur stúlka annar strákur…