Minningar

Úti var niðamyrkur og herbergið var alveg myrkvað maður sá ekki einu sinni á sér hendurnar ef maður hélt þeim út í loftið. Dagurinn hafði ekki verið svo slæmur en samt var erfitt að sofna, það var eins og e-ð væri að fara gerast. En samt, augun voru farin að þyngjast og loksins hvarf allt, þó svo að það hafi verið að mestuleyti horfið áður.
Morguninn var einnig dimmur eins og alltaf þessa dagana, mér var sagt að einusinni hafi morguninn verið bjartur, bjartur eins og ljósið frá eldinum og að stór eldhnöttur lýsti upp daginn en það var fyrir mörgum árum eða það hvarf árið sem ég fæddist, held ég.
Ég fór inn í eldhúsið fékk mér smá serjós og fór svo í sturtu. Vatnið var frekar kalt en ég var orðin vön því ,ég strauk yfir hausinn hann var alveg sléttur. Ég hafði séð myndir af ömmu minni hún var með hár. Það er svolítið skrýtið, hvernig ætli sé að hafa hár?. Mamma sagði mér að á þeim tíma voru nokkrir enn með hár og hún sjálf hafi meira að segja verið með hár á höndunum. Ég hafði engin hár nema náttúrulega í andlytinu þessi venjulegu augnhár og augnabrýr.
Úti var enn myrkur, auðvitað er myrkur var við einhverju öðru að búast. Á himninum voru þó stjörnur og útiljós lýstu upp göturnar, Emil beið eftir mér á horninu hjá búðinni. Emil og ég höfðum verið vinir frá því við vorum 5 ára, og við höfðum gengið daglega saman í skólan síðan þá, þó svo að við gengum ekki í sama skólan því það væri nú algjör vitleysa, Emil og ég saman í skóla það væri gaman en svoleiðis má ekki. Ég hafði alltaf verið með stelpum í skóla, og aðeins stelpum, Emil gekk með öðrum strákum í skóla, ég þekkti ekki marga aðra stráka en Emil en hann sagði mér frá öllum vinum sínum og ég sagði honum frá vinkonum mínum það virtist mjög skrítið en ég held að það hafi ekki verið mjög algengt að strákar og stelpur væru eins og ég og Emil.
Emil bjó neðar í götunni minni. Ég og Emil vorum á 16.ári við áttum bæði afmæli í Júní, pabbar okkar unnu í stóra fyrirtækinu niðri við höfnina sem vann að einhverju í sambandi við myrkrið.
En hvað um það ég og Emil löbbuðum líka saman heim úr skólanum ef ég var búin á undan þá beið ég eftir honum ef hann var búin á undan beið hann eftir mér. Við Emil ætluðum að hittast eftir skóla við ætluðum heim til hans, pabbi hans vann svo lengi og mamma hans, hún var á einhverju hæli. Eftir skóla beið hann eftir mér, margar stelpur horfðu oft á mig með skrýtnum svip í hvert sinn sem við röltum af stað.
Í herbergi Emils var mikið af hljóðfærum hann spilaði á hvað sem er, ég elskaði að hlusta á hann spila sérstaklega á gítarinn sinn hann kenndi mér mikið af lögum á mörg af hljóðfærunum.
Þennan dag fór undarleg tilfinning um mig eins og kvöldið áður e-ð var að fara gerast.
Emil átti eldri bróður hann hét Máni. Máni var öðruvísi en Emil, ég var mjög hrifin af Mána en ég hélt að hvorki Emil né hann sjálfur hafi vitað af því. Það var komið að kvöldmat og ég nennti ekki heim, mamma og pabbi yrðu hvort sem er ekki þar, engin tilgangur í því að fara heim. Emil þurfti að fara á einhverskonar tónlistar æfingu með hljómsveitini sinni ég spurði Mána hvort ekki væri í lagi ef ég yrði eftir og horfði bara á sjónvarpið með honum, hann svaraði litlu enda frekar þögull og dularfullur. Ég settist við hliðiná honum í sófanum klukkan var rétt rúmlega hálf átta og kvöldið var orðið dekkra en dagurinn hafði verið. Í sjónvarpinu var mjög lítið, myndir sýndar frá þriðju heimsstyrjöldini, aumingja fólkið afhverju var Máni að horfa á þetta það er svo langt síðan þetta gerðist það er ekki eins og hann hafi misst einhvern.
“getum við ekki horft á e-ð annað?” spurði ég, hann leit á mig og horfði stíft á mig, Máni var 20 ára og var með fallegt höfuðlag, honum óx skegg það heillaði mig, það var vel snyrt. Ég horfði stíft á hann til baka. Hann stóð upp rétti mér fjarstýringuna og gekk inn ganginn ég heyrði greinilega að hann kveikti á sturtunni. Ég horfði á einhverja mynd það var enn engin kominn heim. Eftir um það bil korter til tuttugu mínútur kemur hann aftur úr sturtuni ber að ofan, vá og vöðvarnir voru óaðfinnanlegir, hvað er í gangi. Ég starði á hann, hann hvarf inn í herbergið sitt ég fylgdi honum eftir og gekk inn, hann sat á rúminu og var með bók í hendinni.
“Hvaða bók ertu að lesa?”
“Heimsstyrjaldirnar”
Ég labbaði um og skoðaði herbergið, það voru margar hillur á veggjunum og margar bækur og mörg tímarit, í einu horninu var tölva. Allt í einu kom einhver aftan að mér og lagði hönd á öxl mína og hvíslaði að mér,
“viltu ekki gera eitthvað skemmtilegt ég veit þig langar og ég veit hvað þér finnst um mig, ég hef vitað það í 2 ár, ég sé hvernig þú horfir til mín þegar þú heldur að ég sjái ekki til þín, en ég sé því ég hef líka verið að fylgjast með þér, elsku Lísa.” Hann vafði nú höndunum um mig og hélt áfram.
“Þú ert ekki eins og hinar stelpurnar sem forðast stráka halda að þeir séu eitthveð eitraðir þú vilt þekkja stráka og vilt vita hvernig þeir eru er það ekki?”
Hvað gat ég gert draumur minn var að rætast og ég var með áhyggjuhnút í maganum. Ég snéri mér við í örmum hans og hann kyssti mig, skeggið kitlaði þægilega og ég kyssti hann á móti. Klukkan var ekki margt kannski um ellefu.
Ég reif mig lausa og gekk út. Emil var að labba inn er ég hljóp fram hjá honum.
Pabbi var komin heim ótrúlegt en satt. En hvað sem því leið þá varð hann brjálaður, ég skil ekki enn þann dag í dag afhverju en það hlýtur að vera eitthvað út af þessu með Emil og Mána og staðreyndina að ég hafi komið frekar seint heim. Pabbi tók upp einhvern hlut, sennilega einhver hlutur sem hann hefur fengið í vinnuni, þaðan kom margt furðulegt en allavegana beindi hann því að mér í bræði sinni og kannski e rþað ástæða þess sem ég er þar sem ég er núna. Ég man að ég sá pabba lemja mig þar sem ég sveif fyrir ofan hann, afhverju, ég sá að ólar festust um úlnliði hans og háls og ég man að mamma settist við hlið mér og hélt mér í fanginu en hún grét ekki, ég var hreyfingarlaus. En svo hvarf allt frá augum mínum og ég veit enn ekki hvar ég er, ég hitti fáa þar sem ég er núna það stoppa fáir, ég er hulinn bláum bjarma en samt veit ég ekki hvar ég er.
42