Fótatak heyrist.
Vörðurinn grípur vasaljósið og byssuna, viðbúinn að ná “honum”
í þetta skiptið, og binda enda á þessa hrollvekju í eitt skipti fyrir
öll.
Gengur eftir myrkvuðum ganginum, og fótatak hans ómar um
hálfauða og yfirgefna bygginguna. Horn eftir horn. Allt tómt.
Blóðslettur hér og þar. Storknað. Ógeðslegt. Hann er kominn á
enda gangs H.
- “ANDSKOTINN!!”
Maður hengur í reipi í ljósakrónunni. Nánst dauður. Lífvana.
Hann hefur þurft að líða pyntingar þessa.. þessa.. þessa
geðsjúklings. Storknað blóðið þekur mestan hluta andlitsins.
Brunnin á fótunum. Stynur lágt. Engin orðaskil geta verið
greind.
Fótatak !
Hann hraðar sér niður stigann á gang G. Þar er ófreskjan.
Skrímslið. Geðsjúklingurinn.
- “Djöfulsins skepnan þín”, hvæsti vörðurinn milli
samanbitinna, illkvittnislega tannanna, “þú munt ALDREI
komast upp með þetta, helvítið þitt”, fnæsti hann.
Skrímslið liggur í horninu. Það er eineygt. Hefur langa arma
eins og svipur. Hún sveiflar þeim yfirlætislega í vegginn og
mölbrýtur málverk sem hékk skakkt á veggnum. Það skríður
áfram með einhvers konar fótum. Hún liðast áfram í átt að
honum.
Byssuskot.
Ekkert gerist.
Skepnan öskrar.
- “AAAAHHHHHH!!!”, stundi vörðurinn máttvana. Einn armurinn
hafði slegist í síðuna á honum. “Andskotans dýrið þitt…….”,
muldraði hann með samanbitnar tannir rétt áður enn hann datt
út af, steindauður með Colt .45 í hægri handleggnum og með
vinstri handlegginn á síðunni sem blæddi látlaust úr.
Ófreskjan var sloppin einu sinni enn.

- “Útsending eftir 3-2-1-” sagði tökustjórinn áður en fréttatíminn
hófst. Fréttamaðurinn tók til máls:
- "Ófreskjan, svokallaða, var enn á ferð í nótt og drap að þessu
sinni 2 menn. Einn óbreyttan borgara og einn vörð. Margir eru
farnir að óttast um líf sittí borginni en nú hefur Ófreskjan drepið
211 manns, frá því að hún hóf hrollvekju sína fyrir um 3
mánuðum. Vísindamenn hafa nú greint með DNA að Ófreskjan
hafi upphaflega verið kolkrabbi eða snákur, sem komist hefur í
tæri við geislavirkt efni frá sprenginguni í Chernobil í
Rússlandi fyrir tæpum 50 árum. Geislavirka efnið hefur
varðveist við eða í stöðuvatni einu í útnára Svartahafs.
Kolkrabbinn eða snákurinn hefur komist í tæri við það og
einhvern veginn flotið eða synt langa leið í norðnorðvestur og
rekið upp á land hér. Sérfræðingar telja hann vera mjö…
DDDZZZZZDDDDDZZZZZZZZZ………….

LPFAN