Holovanillacaust.


Smá húllumhæ eitthvað


Það var grafarþögn sem einkenndi risa stóran salinn. Fólkið sat á uppröðuðum stólunum í salnum sem virtist endalaus , það voru ekki margir mættir svo fólkið var í hópum á nokkrum stöðum í salnum líkt og úlfahópar. Þarna stóð ég aleinn, með skær ljósin sem voru fest í loftinu á mig. Ég sá eingöngu fremstu 5 raðirnar og sátu þar nokkrir með ágætu millibili. Ég gekk að hljóðnemanum, muldraði “hæ” eða eitthvað og örlítið feedback kom með í kjölfarið.
“sæli nú” Ég er Dr. Barður Benóný Vanilla kominn hingað til að segja frá hugmyndum mínum” Þögnin var ennþá í tísku, en svo myndaðist örlítið afar stutt klapp sem dreifðist hispurslaust um salinn. Einhver hóstaði. Ég fann hvernig forvitin augun störðu á mig, og vissi ég varla hvernig ég átti að haga mér. Þar sem ég var síður en svo vanur að koma fram. Ég hélt dauða haldi í pappírana mína, og fann svitann renna hægt úr lófunum. Ég leit á blöðin og fann hvernig sumir fingurnir höfðu klístrast við blaðið og skildu eftir þvala bletti og örlitlar krumpur.
“ehemm…já ég er hér kominn til að kynna fyrir ykkur uppfinningu sem ég hef unnið að” Ég sá að einhver stóð upp og gekk meðfram ganginum milli uppraðaðra stólana. Talandi í símann, muldrandi af stað útá svæðið sem hulið var myrkri. Svona blindsvæðið mitt sökum ljóssins sem beint var að mér úr loftinu
. “Eins og ég sagði þá hef ég unnið að uppfinningu minni um hríð og er hún ætluð til að brúa bilið milli dulspeki og vísinda, og ætla ég að sanna í eitt skipti fyrir öll að það er ekkert til sem heitir dulspeki. Nema þá í formi bábilja og kellingatali” Einhver búaði á mig.
“Uppfinning mín virkar þannig að ég læt vélina í gang sem ég kýs að kalla Holovanillacaust, vélin mun senda út rafsegulbylgjur sem beint er að segulskauti jarðar”
Ég kveikti á skjávarpanum sem átti að sýna hugmyndir mínar á stóru tjaldi á veggnum handan sviðsins,en skjálfandi var ég sökum sviðskrekks. Ég var fyrir ofan varpann og sá svitadropana lenda á möttu yfirborði skjávarpans. Ég ýtti á program takkann og upp kom mynd af jörðinni sem ég keyrði gegnum ferðatölvu sem ég var með.
“Rafsegul bylgjurnar munu afpóla bæði norður skautið og suður skautið. Jörðin mun snúast fræðilega séð á hvolf, og næstu 600 ár verður ísöld, og svo eftir það 600 ára sól og sumar”

Ég bjóst við klappi og fögnuði en salurinn þagði.
“einhverjar spurningar”? Spurði ég útí myrkrið. Einhver hló og kallaði “hva! Ertu eitthvað geggjaður eða”? Ég reyndi að píra augun til að gá hvort ég gæti séð viðkomandi en sá ekkert. “nei!” Svaraði ég pirraður og horfði líkt og strangur kennari á 5.áratugnum hallandi mér yfir púltið á sviðinu “ég er hvorki geggjaður né geðveikur ég er bara að sanna mál sem mun koma í veg fyrir frekari ágreininga innan vísinda stéttarinnar og Ghost busters fólkinu”!
Þá gargaði einhver nefmæltur “Og hvernig ætlaru að sanna þetta með því að drepa alla”?
Mikill hlátur barst úr salnum.
“þegar allir eru dánir á jörðinni, verður ekkert pláss fyrir þá látnu/draugana til að reika um þar af leiðandi mun ég sanna að það sé ekki til neinir draugar”!
Salurinn þagði, og mér leið líkt og ég hefði náð athygli fólksins. Svo fór einn að flissa og allur salurinn öskraði úr hlátri. Ég fann fyrir reiði myndast í höfði mér.
Í bræði minni öskraði ég og öskraði ég á fólkið. En hlátur fólksins braut hávaða minn niður og ekkert heyrðist úr mér. Einhver kom hlaupandi uppá sviðið með hvítan dúk yfir sér öskrandi “búúú ég er draugur” Og fólkið hló og hló og hló. Og ég varð reiðari, og reiðari og reiðari. Ég byrjaði að pakka saman tölvunni og föngum mínum og ætlaði mér að ganga út. Hláturinn var byrjaður að minnka og ég hugðist freista þess að segja eina “one-liner” setningu. Ég gekk að hljóðnemanum. Horfði í augu allra sem ég sá og sagði svo “þið munuð öll deyja og aldrei ganga aftur, því þið getið það hvorki núna né nokkurntímann” Ég hóf vondu kalla hláturinn minn en það gekk ekki vel upp þar sem rödd mín brenglaðist og ég hljómaði líkt og örvæntingarfullur unglingur í mútum.Salurinn sprakk endanlega úr hlátri og ég labbaði af stað útúr salnum í fússi. Ég gekk rakleiðis út og bölvaði öllum. Útum salinn þá sá ég fíflið sem þurfti að tala í símann og fór þegar ég var að byrja að segja frá vísindalegum uppgötvunum mínum. Hann sá mig komandi með svitann leikandi af skallanum mínum, stirðnuð augu mín sem voru eins og sprungur í þurrum sandi á yfirborði forns árvegs. Hann horfði á mig og hló og sagði þeim sem hann var að tala við í símanum frá mér. Ég gekk að honum og hrinti honum að veggnum, hann gargaði ókvæðisorð á eftir. En nei, núna var þetta sko búið. Nú biði þessa fólks endfaldlega dauðinn einn, þeim að kenna. Þau vildu ekki hlusta. Ég þrammaði útaf af Ráðstefnuhótelinu, hrinti fólki frá mér í reiði minni og gekk áfram líkt og ég væri á leið að svara símtali frá guði. Áfram gekk ég, reiðin var byrjuð að renna af mér og ég áttaði mig á að ég væri að labba villur vega. Ég stoppaði og reyndi að hugsa minn gang, en hugur minn var líkt og þar inni væri fellibylur og skjálfti á við 12 á Richter. Ýmsar hugsanir þutu um á ljóshraða í þröngum göngum huga míns. Rekandi á hvor aðra og farandi blindgötur. Smátt og smátt komst umferðin á rétt stig í hugsanahofum mínum og æðið rann af mér. Ég stóð alltíeinu á mjög einmanalegri krossgötu. Þar sem göturnar skárust saman var búið að koma vandlega fyrir umferðar stólpum til að hindra inn og út akstur um göturnar. Á stólpunum blikkuðu einmanaleg ljós sem lýstu upp olíu brákina og regnvatnið sem liðaðist meðfram ójöfnum og bungum í malbikinu áleiðis í einmanaleg niðurföll. Ég vissi ekki að það hefði rignt, og þá líkt og kveikt væri á garðslöngu náttúrunnar hófst hellidemba. Ég með allann viðkvæman búnaðinn hljóp af stað til að finna skjól, en vissi ekkert hvar ég var. Mér fannst ég aldrei hafa komið í þetta hverfi, aldrei nokkurntímann. Þá sá ég ljósin á stólpunum lýsa upp Símklefa sem mér hafði augljóslega yfirsést. Ég hljóp að honum, hann var eflaust gamall þar sem ég þurfti að beita afli til að opna hann því karmarnir voru ryðgaðir á köflum. Ég þeytti hurðinni upp sem liðaðist í tvennt, tengd á milli beggja platnanna sem hurðin var samansett úr og fór inní símklefann. Ég andvarpaði um leið og ég var kominn inn, þungir regndropar dundu á stálþaki klefans og ég lagði höfuð mitt upp við glerið á klefanum. Ég lokaði augunum og reyndi að anda léttar þar sem ég var nú einu sinni kominn í skjól eftir óumbeðna rigningu og afrekað að verða þorpsfíflið á innan við 3 mínútum. Nú var ég endanlega kominn með allt á hreint, svo ég hóf hendur mínar ofan í vasana í von um að finna skiptimynt til að geta hringt í mömmu og látið hana sækja mig. Enga mynt fann ég í buxnavösunum, sem ollu mér örvæntingu þar sem ég yfirleitt læt ætíð klinkið þar. En nei, ekkert fann ég heldur í frakkanum, þá fann ég fyrir skiptimynt og í geðshræringu minni yfir því reif ég hana upp en missti hana! Og hún rúllaði, ég var enn það ringlaður að ég hljóp á eftir henni inní klefanum, og búmm. Með höfuðið beint á glerið. Höggið var ágætt og mér fannst ég heyra söng. Ég rankaði flljótlega við mér með ótrúlegan höfuðverk. Nú langaði mig bara að snökta og væla og fara heim að borða hafragraut hjá mömmu. Ég reisti mig við og alltíeinu hringir síminn í símklefanum. Þar sem ég var enn vankaður hugsaði ég með mér að það væri ekkert sniðugt að svara svona símtali, gæti verið einhver öfugugginn. Ég stóð meðfram glerinu með berjandi rigningu á . Og vissi sko alveg að ég ætlaði ekkert að svara einhverjum öfugugga. Þá barði einhver í glerið, ég sneri mér hratt við og brá töluvert. Þar sá ég einhvern, samt frekar illa þar sem ég er feitur og anda mikið svo það var mikil móða á glerinu. Sá sem var að banka benti á mig, ég hætti að reyna má burt móðuna og horfði. Þetta var afar einkennilegur einstaklingur, með stóran hatt og hávaxinn. Hann var enn bendandi á mig, þá hugsaði ég með mér. Og var ekki viss , en mér sýndist hann halda á byssu. Frábært hugsaði ég með mér, að vera rændur ég byrjaði að veifa honum að ég ætti ekkert. Hann sýndi augljósleg ummerki um andvarp og benti á mig illilega og svo á símann sem var enn hringjandi. Og benti og benti , og mér fannst ég skynja illilegt augnaráð hans, því ég var nú einu sinni að gera ráð fyrir að hann væri illur. Ég teygði mig hægt og rólega með annari hendinni að símanum og vinkaði honum með handamáli óskandi vægðar. Ég lokaði augunum fann að ég hélt um símann og greip í hann.
“halló? Umlaði ég…” Hvað viltu, ég á ekkert sem þú getur tekið” Vældi ég í krimmanum.
Ég opnaði augun rólega, sá að maðurinn sem var að benda á mig var horfinn og ekkert nema dynjandi rigningin fyrir utan. Ég heyrði einhvern anda gegnum símann.
Ég vissi að þetta væri öfuguggi ég legg á”!! Gargaði ég á perrann í símanum.
Andardrátturinn varð hærri, sem hnussaði svo á mig “ég öfuguggi?? en þú , nærbuxna þjófur”! Gargaði hnuss röddinn á mig.
Nærbuxna þjófur hvurnig dirfistu!!
Dirfist ég ? Hah! Semsagt menn á miðjum aldri sem ræna nærfötum af vinkonum móður sinnar sumsé eigi nærbuxnaþjófar, er ég að skilja þig rétt?
Hnussarinn hló, rámum hlátri og hóstaði svo. Hvernig vissi hann að ég væri, ehmm…hugsanlega að ræna nærfötum af vinkonum móður minnar. Sem eru meðal annars yngri en hún.
Ó Kæri Vanilla, ég veit allt um þig. En eitt vitum við hvorugir, veist þú eitthvað um mig?
Góð spurning hugsaði ég með mér, “ Nei hvað ætti ég svosem að vita um þig?
Það vita flestir ef ekki allir um mig, en samt eru ekki allir sammála því, hvað heldur þú að þú vitir? Veistu eitthvað?
Nei ég veit ekkert nema að mér er kalt og mig langar heim!
Heim? Heim til mömmu??? MÖMMUSTRÁKUR!
Ráma röddin hló sig máttlausan og gerði gys að mér, í langri syrpu. Nú fauk í mig!
Farðu til helvítis ógeðslegi perinn þinn!! Gargaði ég á hann og þrykkti símtólinu frá mér í glerið. Sneri mér enn aftur með höfuðið á kalt glerið og naut þess að finna kuldann snerta þvalt enni mitt. Ég andvarpaði og bölvaði í höfði mér, perranum, rigningunni, fólkinu á ráðstefnunni og fleiru og fleiru. Helvítis rigning! öskraði ég og negldi í glerið með fætinum.
Helvítis rigning…… kvað í lágri röddu, helvítis rigningin, losum okkur við hana, hvað segiru um það nærbuxna ribbaldinn þinn?
Ég sneri mér við. Horfði á símtólið, og rámi hláturinn kvað við. Ég ætlaði að sparka í tólið og rústa klefanum endanlega, en skyndilega áttaði ég mig á þeirri staðreynd að rigningin var horfin og geislar sólarinnar brutu sér einfaldlega leið gegnum hörfandi óveðurskýin, sem sáust nú varla við jaðar sjóndeildarhringsins. Ég stóð fyrir utan klefann. Umferðarstólparnir voru enn á sínum stað, og varla sást ljósblikkið frá varúðar ljósunum sökum allrar birtunnar sem komin var. Ég sá glampa á skjá tölvunnar minnar, og sá þar glitta í sprungu sem teygði sig yfir skjáinn að lyklaborðinu.Ferðatölvan mín lá á gólfi símklefans öll brotin og í maski og pappírar mínir gegnum votir.Strætin í kring voru samt enn tóm. Ég fann fyrir vellíðan, nýjum tilfinningum. Nýtt upphaf ef til vill. En ætli það sé hægt að byrja upphaf á endi? Áður en brauð fá enda eru þau bökuð, einn deyr svo einn lifi. Og svo er stóra spurningin, hver átti að deyja? Og hvað svo….? Strætin tóm, best að andskotast heim, bölva guði, farí bað og finna sér nýja vinnu.

Allt búið………..
Hafið það gott